Lesa hrollvekjur með hjartað í buxunum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. október 2014 11:00 Nína Snorradóttir og Elín Ýr Arnardóttir eru meðal liðsmanna Kommóðu Kalígarís. Kommóða Kalígarís, áhugafólk um hrollvekjur, hefur safnað saman sex manna liði til að taka þátt í lestrarkeppninni Allir lesa en hópurinn fer sístækkandi með degi hverjum. Hrollvekjuáhugamenn hafa skráð sig í liðakeppni sem snýst um hversu miklum tíma er varið í lestur á meðan keppni stendur. „Við erum með hóp á Facebook þar sem við spjöllum aðallega um kvikmyndir en núna ætlum við að breyta til og lesa,“ segir Nína Snorradóttir, einn liðsmanna. „Planið er að hittast einu sinni í viku meðan á keppninni stendur og spjalla um bækurnar en þess á milli mun hver og einn sitja í sínu horni og lesa eins og vindurinn.“ Nína segir áhugafélagið vera frábæran vettvang til að kynnast nýju fólki með sama áhugamál. „Þetta er alls konar fólk frá sextán ára til níræðs sem hefur áhuga á hrollvekjum. Enginn í mínu nánasta umhverfi hefur gaman af hryllingsmyndum þannig að það er æðislegt að fá að tala um þær og einhver nennir að hlusta á mann. Svo skapast áhugaverðar samræður á vefnum og við höfum líka talað um að hittast og horfa saman á myndir enda er ekki alltaf gott að vera einn að horfa á hryllingsmynd.“ Nína er komin með þéttan bókalista fyrir keppnina. Þar á meðal Drakúla, Frankenstein, The Shining og fleiri klassískar hrollvekjur. Hún ætlar þó ekki eingöngu að lesa um hrylling enda er það ekki skilyrði fyrir þátttöku í liðinu. En af hverju svona mikill áhugi á hrollvekjum? „Það er misjafnt eftir fólki. Sumir spá mikið í myndatöku, hljóð og brellur. Aðrir eru meira í klassísku myndunum. Ég persónulega vil bara fá hjartað til að pumpa og verða skíthrædd,“ segir Nína hlæjandi að lokum. Allir lesa hefst á miðnætti á morgun og stendur til 16. nóvember sem er dagur íslenskrar tungu.Keppni um mestan lestur Alls kyns vinnustaðir, vinahópar, félög og fjölskyldur hafa skráð sig til leiks í liðakeppninni sem hefst á miðnætti á morgun. Meðal þátttakenda: Eignastýringarsvið ÍslandsbankaKvenréttindafélag Íslands Ungir fjárfestarFágun – félag áhugamanna um gerjunStarfsmenn bókasafna og lánþegar mynda saman liðAkureyrarstofa – sem hefur skorað á önnur sveitarfélög en sjá má samanburð eftir búsetu á síðu leiksins allirlesa.is Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Kommóða Kalígarís, áhugafólk um hrollvekjur, hefur safnað saman sex manna liði til að taka þátt í lestrarkeppninni Allir lesa en hópurinn fer sístækkandi með degi hverjum. Hrollvekjuáhugamenn hafa skráð sig í liðakeppni sem snýst um hversu miklum tíma er varið í lestur á meðan keppni stendur. „Við erum með hóp á Facebook þar sem við spjöllum aðallega um kvikmyndir en núna ætlum við að breyta til og lesa,“ segir Nína Snorradóttir, einn liðsmanna. „Planið er að hittast einu sinni í viku meðan á keppninni stendur og spjalla um bækurnar en þess á milli mun hver og einn sitja í sínu horni og lesa eins og vindurinn.“ Nína segir áhugafélagið vera frábæran vettvang til að kynnast nýju fólki með sama áhugamál. „Þetta er alls konar fólk frá sextán ára til níræðs sem hefur áhuga á hrollvekjum. Enginn í mínu nánasta umhverfi hefur gaman af hryllingsmyndum þannig að það er æðislegt að fá að tala um þær og einhver nennir að hlusta á mann. Svo skapast áhugaverðar samræður á vefnum og við höfum líka talað um að hittast og horfa saman á myndir enda er ekki alltaf gott að vera einn að horfa á hryllingsmynd.“ Nína er komin með þéttan bókalista fyrir keppnina. Þar á meðal Drakúla, Frankenstein, The Shining og fleiri klassískar hrollvekjur. Hún ætlar þó ekki eingöngu að lesa um hrylling enda er það ekki skilyrði fyrir þátttöku í liðinu. En af hverju svona mikill áhugi á hrollvekjum? „Það er misjafnt eftir fólki. Sumir spá mikið í myndatöku, hljóð og brellur. Aðrir eru meira í klassísku myndunum. Ég persónulega vil bara fá hjartað til að pumpa og verða skíthrædd,“ segir Nína hlæjandi að lokum. Allir lesa hefst á miðnætti á morgun og stendur til 16. nóvember sem er dagur íslenskrar tungu.Keppni um mestan lestur Alls kyns vinnustaðir, vinahópar, félög og fjölskyldur hafa skráð sig til leiks í liðakeppninni sem hefst á miðnætti á morgun. Meðal þátttakenda: Eignastýringarsvið ÍslandsbankaKvenréttindafélag Íslands Ungir fjárfestarFágun – félag áhugamanna um gerjunStarfsmenn bókasafna og lánþegar mynda saman liðAkureyrarstofa – sem hefur skorað á önnur sveitarfélög en sjá má samanburð eftir búsetu á síðu leiksins allirlesa.is
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira