Tónlist

Úr viðbjóðslegum karlaklefa í stúdíó

Árni Þór Theodórsson, Victor Ocares, Þórgnýr Inguson og Þorgils Nolem Gíslason.
Árni Þór Theodórsson, Victor Ocares, Þórgnýr Inguson og Þorgils Nolem Gíslason. MYND/Daníel Starrason
„Frá því seinasta vetur höfum við verið iðnir við spilamennsku og unnið hörðum höndum að plötugerð sem er nú á lokastigi,“ segir Victor Ocares, meðlimur sveitarinnar Mafama.

Hljómsveitin hyggur á útgáfu frumburðar sveitarinnar, DOG, á næstu misserum, en þeir félagara setja af stað söfnun á Karolina Fund á fimmtudaginn næsta. Þá koma Mafama fram á Iceland Airwaves.

„Við vorum að leita að húsnæði til að æfa og taka upp í og það gekk brjálæðislega illa. Svo fórum við inn í Gamla Mjólkursamlagið á Akureyri, sem þjónar núna sem vinnustofurými fyrir listamenn, þar sem við þekktum fólk með stúdíó. Einn daginn erum við að skoða rýmið, sem er mjög stórt, og rekumst á þennan viðbjóðslega en tóma karlaklefa sem var notaður í gamla daga,“ útskýrir Victor.

„Þarna eru líka pissuskál og sturta sem er auðvitað mjög hentugt fyrir langar upptökur,“ segir Victor, léttur í bragði, sem kann vel við sig í karlaklefanum eftir framkvæmdirnar.

„Það eru um tuttugu starfandi listamenn með vinnustofur í samlaginu en það á reka alla út um áramót,“ segir Victor og segist munu sakna klefans.

Þorgils Nolem Gíslason sá um upptökur, en Oculus um hljóðvinnslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×