Skil sátt við landsliðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. september 2014 07:00 Þóra er að kveðja. fréttablaðið/stefán Þrátt fyrir að draumurinn um sæti á Heimsmeistaramótinu 2015 í Kanada sé úti var létt yfir stelpunum okkar á æfingu í gær. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, gerði töluverðar breytingar á leikmannahópnum og gaf yngri leikmönnum tækifæri. Greinilegt að hann er byrjaður að hugsa til framtíðar en leikmennirnir vita að leikirnir gegn Ísrael á morgun og Serbíu á miðvikudag skipta máli. Þrátt fyrir að leikmannahópurinn sé í yngri kantinum má þó sjá reynslumikla leikmenn á borð við Dóru Maríu Lárusdóttur og Þóru B. Helgadóttur sem hafa leikið 106 leiki fyrir Íslands hönd. Þóra segir að stemmingin í hópnum sé mjög góð fyrir leikina. „Stemmingin er mjög góð, við erum að vinna okkur upp úr vonbrigðunum eftir síðasta leik en það gengur vel og einbeiting liðsins er á næsta verkefni sem er undankeppni EM. Markmiðið er að halda áfram að byggja upp leik liðsins og við þurfum sex stig til þess að halda sæti okkar á styrkleikalistanum,“ sagði Þóra sem vonast til þess að næsta kynslóð sé tilbúin að taka við keflinu. „Freyr mun gera breytingar á byrjunarliðinu og það munu koma stelpur inn sem vilja sýna og sanna fyrir næstu verkefni. Það er alltaf hvatning að spila fyrir landsliðið og þær koma með kraft og jákvæðni inn í þetta. Þær eru ekki lengur ungar heldur eru þær tilbúnar að fara að taka við landsliðinu af okkur reynslumeiri leikmönnunum. Ég hef fulla trú á því að þær séu tilbúnar til þess.“fréttablaðið/stefánKaflaskipti hjá liðinu Þóra hefur ákveðið að leggja landsliðshanskana á hilluna en hún gerir ráð fyrir að hætta í fótbolta eftir að íslenska tímabilinu lýkur. „Þetta er ákvörðun sem ég tók og þetta eru síðustu landsleikirnir mínir. Það eru auðvitað blendnar tilfinningar en ég er ánægð að hafa tekið þetta skref. Ég hef átt margar góðar stundir með landsliðinu, kynnst frábæru fólki og skil sátt við þetta,“ sagði Þóra sem bar landsliðsþjálfaranum vel söguna. „Hann spurði mig hvort það væri eitthvað sem gæti breytt skoðun minni en hann virti ákvörðun mína þegar hann sá hversu ákveðin ég var. Hann skilur þetta og ber virðingu fyrir þessari ákvörðun.“ Þóra átti erfitt með að velja hápunkt landsliðsferilsins eftir sextán ár með landsliðinu. „Stórmótin standa upp úr, þau voru frábær og bæði á sinn hátt. Svo er gaman að sjá bætinginuna á landsliðinu síðan ég byrjaði. Liðið hefur tekið stöðugum framförum ár eftir ár síðan ég byrjaði og núna er að koma ákveðin kynslóðarskipti. Ég hef fulla trú á því að þessar stelpur taki við keflinu af okkur eldri leikmönnunum,“ sagði Þóra sem gerði ekki ráð fyrir að taka annað tímabil með Fylki. „Ég held ekki en ég útiloka ekki neitt,“ sagði Þóra sem var ekki viss hvort hana myndi klæja í fingurna næsta vor. „Það gæti verið, þá verð ég bara að tækla það þegar að því kemur.“Erum búin að sleikja sárin Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, segir að leikmenn liðsins séu búnir að ná sér eftir tapið gegn Danmörku á dögunum. „Við erum búin að sleikja sárin eftir tapið. Við vildum fá miklu meira út úr leiknum því hann spilaðist bara eins og við vildum. Við þurfum að komast yfir hann og vonandi náum við því með sigri hér á morgun,“ sagði Freyr sem ætlar að gera breytingar á byrjunarliði íslenska liðsins. „Þær sem eru að koma nýjar inn og þær sem eru að koma inn eftir meiðsli eru auðvitað hungraðar. Það verða engar róttækar breytingar en það verða einhverjar.“ Um er að ræða ómetanlegan undirbúning fyrir næstu undankeppni að mati þjálfarans enda leikur liðið sjaldan æfingaleiki. „Við fáum ekki marga æfingaleiki og því er þetta gríðarlega mikilvægt í undirbúningi fyrir undankeppni EM 2017. Þessir leikmenn sem ég tek inn í þennan hóp þurfa að sýna hvað þær geta. Ég veit hvað hinar hafa fram að færa og þetta er kjörið tækifæri til þess að skoða hvað aðrir leikmenn hafa fram að færa til liðsins,“ sagði Freyr. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Þrátt fyrir að draumurinn um sæti á Heimsmeistaramótinu 2015 í Kanada sé úti var létt yfir stelpunum okkar á æfingu í gær. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, gerði töluverðar breytingar á leikmannahópnum og gaf yngri leikmönnum tækifæri. Greinilegt að hann er byrjaður að hugsa til framtíðar en leikmennirnir vita að leikirnir gegn Ísrael á morgun og Serbíu á miðvikudag skipta máli. Þrátt fyrir að leikmannahópurinn sé í yngri kantinum má þó sjá reynslumikla leikmenn á borð við Dóru Maríu Lárusdóttur og Þóru B. Helgadóttur sem hafa leikið 106 leiki fyrir Íslands hönd. Þóra segir að stemmingin í hópnum sé mjög góð fyrir leikina. „Stemmingin er mjög góð, við erum að vinna okkur upp úr vonbrigðunum eftir síðasta leik en það gengur vel og einbeiting liðsins er á næsta verkefni sem er undankeppni EM. Markmiðið er að halda áfram að byggja upp leik liðsins og við þurfum sex stig til þess að halda sæti okkar á styrkleikalistanum,“ sagði Þóra sem vonast til þess að næsta kynslóð sé tilbúin að taka við keflinu. „Freyr mun gera breytingar á byrjunarliðinu og það munu koma stelpur inn sem vilja sýna og sanna fyrir næstu verkefni. Það er alltaf hvatning að spila fyrir landsliðið og þær koma með kraft og jákvæðni inn í þetta. Þær eru ekki lengur ungar heldur eru þær tilbúnar að fara að taka við landsliðinu af okkur reynslumeiri leikmönnunum. Ég hef fulla trú á því að þær séu tilbúnar til þess.“fréttablaðið/stefánKaflaskipti hjá liðinu Þóra hefur ákveðið að leggja landsliðshanskana á hilluna en hún gerir ráð fyrir að hætta í fótbolta eftir að íslenska tímabilinu lýkur. „Þetta er ákvörðun sem ég tók og þetta eru síðustu landsleikirnir mínir. Það eru auðvitað blendnar tilfinningar en ég er ánægð að hafa tekið þetta skref. Ég hef átt margar góðar stundir með landsliðinu, kynnst frábæru fólki og skil sátt við þetta,“ sagði Þóra sem bar landsliðsþjálfaranum vel söguna. „Hann spurði mig hvort það væri eitthvað sem gæti breytt skoðun minni en hann virti ákvörðun mína þegar hann sá hversu ákveðin ég var. Hann skilur þetta og ber virðingu fyrir þessari ákvörðun.“ Þóra átti erfitt með að velja hápunkt landsliðsferilsins eftir sextán ár með landsliðinu. „Stórmótin standa upp úr, þau voru frábær og bæði á sinn hátt. Svo er gaman að sjá bætinginuna á landsliðinu síðan ég byrjaði. Liðið hefur tekið stöðugum framförum ár eftir ár síðan ég byrjaði og núna er að koma ákveðin kynslóðarskipti. Ég hef fulla trú á því að þessar stelpur taki við keflinu af okkur eldri leikmönnunum,“ sagði Þóra sem gerði ekki ráð fyrir að taka annað tímabil með Fylki. „Ég held ekki en ég útiloka ekki neitt,“ sagði Þóra sem var ekki viss hvort hana myndi klæja í fingurna næsta vor. „Það gæti verið, þá verð ég bara að tækla það þegar að því kemur.“Erum búin að sleikja sárin Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, segir að leikmenn liðsins séu búnir að ná sér eftir tapið gegn Danmörku á dögunum. „Við erum búin að sleikja sárin eftir tapið. Við vildum fá miklu meira út úr leiknum því hann spilaðist bara eins og við vildum. Við þurfum að komast yfir hann og vonandi náum við því með sigri hér á morgun,“ sagði Freyr sem ætlar að gera breytingar á byrjunarliði íslenska liðsins. „Þær sem eru að koma nýjar inn og þær sem eru að koma inn eftir meiðsli eru auðvitað hungraðar. Það verða engar róttækar breytingar en það verða einhverjar.“ Um er að ræða ómetanlegan undirbúning fyrir næstu undankeppni að mati þjálfarans enda leikur liðið sjaldan æfingaleiki. „Við fáum ekki marga æfingaleiki og því er þetta gríðarlega mikilvægt í undirbúningi fyrir undankeppni EM 2017. Þessir leikmenn sem ég tek inn í þennan hóp þurfa að sýna hvað þær geta. Ég veit hvað hinar hafa fram að færa og þetta er kjörið tækifæri til þess að skoða hvað aðrir leikmenn hafa fram að færa til liðsins,“ sagði Freyr.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira