Tvö lið enn taplaus og farin að nálgast 36 ára gamalt met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2014 07:00 Kassim Doumbia í FH og Veigar Páll Gunnarsson í Stjörnunni berjast um boltann í 2-2 jafntefli toppliðanna fyrr í sumar. vísir/Daníel FH-ingar og Stjörnumenn hafa ekki enn kynnst því að tapa leik í Pepsi-deildinni á árinu 2014 og liðin eru efst og jöfn á toppnum þegar sjö leikir eru eftir. Bæði eru liðin nú farin að nálgast 36 ára gamalt met Valsmanna yfir það að spila lengst inn í tímabilið án þess að tapa deildarleik. FH og Stjarnan komast upp í annað sætið á listanum með því að tapa ekki í næstu umferð. Stjörnumenn taka þá á móti Blikum á sunnudagskvöldið og FH-ingar heimsækja Víkinga á mánudagskvöldið. Aðeins tvö félög í sögu efstu deildar karla hafa náð því að fara taplaus í gegnum sextán fyrstu deildarleiki sína á tímabilinu en það var fyrst árið 1976 sem leikjum var fjölgað úr 14 í 16 og svo áfram í 18 sumarið 1977. Valsmenn unnu sextán fyrstu leiki sína sumarið 1978 og tryggðu sér titilinn með jafntefli í þeim sautjánda áður en liðið kórónaði taplaust sumar með sigri á liðinu í 2. sæti, ÍA, í lokaleiknum. FH og Stjarnan hafa þegar slegið metið frá 1978 sem var fyrir þetta sumar það sumar þar sem tvö lið voru lengst án taps. Skagamann töpuðu ekki leik fyrr en þeir mættu umræddum Valsmönnum í 9. umferð. Sumrin 1988 (Fram, ÍA), 2000 (Fylkir, Grindavík) og 2013 (KR, Valur) voru tvö lið taplaus fram í 8. umferð. KR-liðið frá 2011 fór einnig taplaust í gegnum fyrstu sextán leiki sína áður en liðið tapaði fyrir FH í sautjánda leik sínum. Stjarnan og FH eru nú í hópi tveggja annarra liða (Fram frá 1988 og FH frá 2005) sem töpuðu ekki í fyrstu fimmtán leikjum sínum. Þegar fyrsta tap þeirra beggja kom í 16. umferðinni þá voru þau bæði búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Það er öruggt að gengi FH og Stjörnunnar mun breyta þeirri reglu að það sem leikur ellefu fyrstu leikina án taps verði Íslandsmeistari. Tíu félög höfðu fyrir þetta tímabil farið taplaus í gegnum fyrstu 11 leiki sína og öll höfðu þau fagnað Íslandsmeistaratitlinum um haustið. Sú hefð breytist í ár því ekki gera bæði Stjörnumenn og FH-ingar unnið Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í ár. Fram undan er mikið einvígi um Íslandsmeistaratitilinn og hver veit nema að liðin tvö verði enn taplaus þegar þau mætast í mögulegum úrslitaleik um titilinn í lokaumferðinni. Þangað til getur hins vegar margt gerst.Flestir deildarleikir inn í tímabil í efstu deild án þess að tapa: 18 - Valur 1978 (17 sigrar. 1 jafntefli taplaust á tímabilinu) 16 - KR 2011 (11 sigrar, 5 jafntefli) 15 - FH 2014 (10 sigrar, 5 jafntefli) 15 - Stjarnan 2014 (10 sigrar, 5 jafntefli) 15 - FH 2005 (15 sigrar) 15 - Fram 1988 (14 sigrar, 1 jafntefli) 14 - Fram 1972 (9 sigrar, 5 jafntefli, taplaust á tímabilinu) 14 - Keflavík 1973 (12 sigrar, 2 jafntefli, taplaust á tímabilinu) 14 - ÍA 1974 (9 sigrar, 5 jafntefli, taplaust á tímabilinu) 13 - ÍA 1995 (12 sigrar, 1 jafntefli) 11 - Valur 1976 (7 sigrar, 4 jafntefli) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
FH-ingar og Stjörnumenn hafa ekki enn kynnst því að tapa leik í Pepsi-deildinni á árinu 2014 og liðin eru efst og jöfn á toppnum þegar sjö leikir eru eftir. Bæði eru liðin nú farin að nálgast 36 ára gamalt met Valsmanna yfir það að spila lengst inn í tímabilið án þess að tapa deildarleik. FH og Stjarnan komast upp í annað sætið á listanum með því að tapa ekki í næstu umferð. Stjörnumenn taka þá á móti Blikum á sunnudagskvöldið og FH-ingar heimsækja Víkinga á mánudagskvöldið. Aðeins tvö félög í sögu efstu deildar karla hafa náð því að fara taplaus í gegnum sextán fyrstu deildarleiki sína á tímabilinu en það var fyrst árið 1976 sem leikjum var fjölgað úr 14 í 16 og svo áfram í 18 sumarið 1977. Valsmenn unnu sextán fyrstu leiki sína sumarið 1978 og tryggðu sér titilinn með jafntefli í þeim sautjánda áður en liðið kórónaði taplaust sumar með sigri á liðinu í 2. sæti, ÍA, í lokaleiknum. FH og Stjarnan hafa þegar slegið metið frá 1978 sem var fyrir þetta sumar það sumar þar sem tvö lið voru lengst án taps. Skagamann töpuðu ekki leik fyrr en þeir mættu umræddum Valsmönnum í 9. umferð. Sumrin 1988 (Fram, ÍA), 2000 (Fylkir, Grindavík) og 2013 (KR, Valur) voru tvö lið taplaus fram í 8. umferð. KR-liðið frá 2011 fór einnig taplaust í gegnum fyrstu sextán leiki sína áður en liðið tapaði fyrir FH í sautjánda leik sínum. Stjarnan og FH eru nú í hópi tveggja annarra liða (Fram frá 1988 og FH frá 2005) sem töpuðu ekki í fyrstu fimmtán leikjum sínum. Þegar fyrsta tap þeirra beggja kom í 16. umferðinni þá voru þau bæði búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Það er öruggt að gengi FH og Stjörnunnar mun breyta þeirri reglu að það sem leikur ellefu fyrstu leikina án taps verði Íslandsmeistari. Tíu félög höfðu fyrir þetta tímabil farið taplaus í gegnum fyrstu 11 leiki sína og öll höfðu þau fagnað Íslandsmeistaratitlinum um haustið. Sú hefð breytist í ár því ekki gera bæði Stjörnumenn og FH-ingar unnið Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í ár. Fram undan er mikið einvígi um Íslandsmeistaratitilinn og hver veit nema að liðin tvö verði enn taplaus þegar þau mætast í mögulegum úrslitaleik um titilinn í lokaumferðinni. Þangað til getur hins vegar margt gerst.Flestir deildarleikir inn í tímabil í efstu deild án þess að tapa: 18 - Valur 1978 (17 sigrar. 1 jafntefli taplaust á tímabilinu) 16 - KR 2011 (11 sigrar, 5 jafntefli) 15 - FH 2014 (10 sigrar, 5 jafntefli) 15 - Stjarnan 2014 (10 sigrar, 5 jafntefli) 15 - FH 2005 (15 sigrar) 15 - Fram 1988 (14 sigrar, 1 jafntefli) 14 - Fram 1972 (9 sigrar, 5 jafntefli, taplaust á tímabilinu) 14 - Keflavík 1973 (12 sigrar, 2 jafntefli, taplaust á tímabilinu) 14 - ÍA 1974 (9 sigrar, 5 jafntefli, taplaust á tímabilinu) 13 - ÍA 1995 (12 sigrar, 1 jafntefli) 11 - Valur 1976 (7 sigrar, 4 jafntefli)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira