Hertogabaninn heiðraður Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. júní 2014 00:01 Heimsóttu fjölskyldugrafreitinn Novak Princip ásamt afa sínum, Nikola Princip, sem er bróðursonur Gavrilos. Þeir standa þarna við grafreit Princip-fjölskyldunnar í þorpinu Obljaj í Bosníu. „Hann lifði og dó fyrir hugsjón sína um að frelsa og sameina suður-slava. Megi hann hvíla í friði,“ segir Nikola Princip um föðurbróður sinn, hertogamorðingjann Gavrilo Princip. Nikola er orðinn 81 árs. Rétt eins og margir Serbar lítur hann hreint ekki á þennan fræga frænda sem skúrk og hryðjuverkamann, þótt heimsbyggðin sé annars almennt á þeirri skoðun að Gavrilo Princip hafi hrundið af stað fyrri heimsstyrjöldinni og þar af leiðandi þeirri seinni líka. Á laugardaginn kemur, þann 28. júní, verða liðin rétt hundrað ár frá því að Gavrilo Princip skaut erkihertogann Franz Ferdinand til bana úti á götu í Sarajevó. Erkihertoginn var þá fimmtugur og átti að erfa ríkið, taka við af frænda sínum Franz Jósef, sem var bæði Austurríkiskeisari og konungur Ungverjalands.Austurríki-Ungverjaland lýsti mánuði síðar yfir stríði á hendur Serbíu. Rússar gripu síðan til vopna til stuðnings vinum sínum í Serbíu, og Þjóðverjar skárust í leikinn til stuðnings Austurríki-Ungverjalandi. Brátt logaði meginland Evrópu í stríðsátökum sem stóðu í fjögur ár og kostuðu fjórtán milljónir manna lífið. Serbar neita hins vegar margir hverjir að fallast á þá söguskýringu að morðið á Franz Ferdinand hafi hrundið af stað einum versta hildarleik sögunnar. Princip var handtekinn og tekinn af lífi árið 1918. Í Júgóslavíu var hann alla tíð heiðraður sem þjóðhetja og í Serbíu verður honum gert hátt undir höfði nú þegar öld er liðin frá morðinu á erkihertoganum. Á laugardaginn stendur til að minnismerki um Princip verði reist í Belgrad, höfuðborg Serbíu. Sams konar minnismerki verður einnig vígt í austurhluta Sarajevó. „Það liggja engar nýjar staðreyndir fyrir og það eina sem við getum er að túlka gömul skjöl upp á nýtt,“ hefur AP fréttastofan eftir sagnfræðingnum Draga Mastilovic, sem er serbneskur Bosníubúi. „Ættum við þá núna að fara að fallast á hina austurrísk-ungversku afstöðu að Serbía hafi komið þessu stríði af stað?“Frans Ferdinand og Sofía Erkihertogahjónin voru í heimsókn í Sarajevó þegar Gavrilo Princip varð þeim að bana.Hann sagðist þó vel skilja af hverju Þjóðverjar og Austurríkismenn vilji breiða út sína túlkun á þessum atburðum: „Það er ekki auðvelt að hafa það á samviskunni að hafa tvisvar sinnum á tuttugustu öld orðið valdur að alheimsblóðbaði.“ Það eru hins vegar fleiri en Þjóðverjar og Austurríkismenn sem vilja skella skuldinni á Gavrilo Princip og Serba almennt. „Hann var morðingi, hryðjuverkamaður,“ segir Halida Basic, 72 ára Bosníukona, sem efast ekki um ástæðu þess að nítján ára Serbi steig fram og framdi morð um hábjartan dag: „Hann gerði þetta vegna þess að hann vildi að Bosnía yrði partur af Stór-Serbíu,“ segir hún. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
„Hann lifði og dó fyrir hugsjón sína um að frelsa og sameina suður-slava. Megi hann hvíla í friði,“ segir Nikola Princip um föðurbróður sinn, hertogamorðingjann Gavrilo Princip. Nikola er orðinn 81 árs. Rétt eins og margir Serbar lítur hann hreint ekki á þennan fræga frænda sem skúrk og hryðjuverkamann, þótt heimsbyggðin sé annars almennt á þeirri skoðun að Gavrilo Princip hafi hrundið af stað fyrri heimsstyrjöldinni og þar af leiðandi þeirri seinni líka. Á laugardaginn kemur, þann 28. júní, verða liðin rétt hundrað ár frá því að Gavrilo Princip skaut erkihertogann Franz Ferdinand til bana úti á götu í Sarajevó. Erkihertoginn var þá fimmtugur og átti að erfa ríkið, taka við af frænda sínum Franz Jósef, sem var bæði Austurríkiskeisari og konungur Ungverjalands.Austurríki-Ungverjaland lýsti mánuði síðar yfir stríði á hendur Serbíu. Rússar gripu síðan til vopna til stuðnings vinum sínum í Serbíu, og Þjóðverjar skárust í leikinn til stuðnings Austurríki-Ungverjalandi. Brátt logaði meginland Evrópu í stríðsátökum sem stóðu í fjögur ár og kostuðu fjórtán milljónir manna lífið. Serbar neita hins vegar margir hverjir að fallast á þá söguskýringu að morðið á Franz Ferdinand hafi hrundið af stað einum versta hildarleik sögunnar. Princip var handtekinn og tekinn af lífi árið 1918. Í Júgóslavíu var hann alla tíð heiðraður sem þjóðhetja og í Serbíu verður honum gert hátt undir höfði nú þegar öld er liðin frá morðinu á erkihertoganum. Á laugardaginn stendur til að minnismerki um Princip verði reist í Belgrad, höfuðborg Serbíu. Sams konar minnismerki verður einnig vígt í austurhluta Sarajevó. „Það liggja engar nýjar staðreyndir fyrir og það eina sem við getum er að túlka gömul skjöl upp á nýtt,“ hefur AP fréttastofan eftir sagnfræðingnum Draga Mastilovic, sem er serbneskur Bosníubúi. „Ættum við þá núna að fara að fallast á hina austurrísk-ungversku afstöðu að Serbía hafi komið þessu stríði af stað?“Frans Ferdinand og Sofía Erkihertogahjónin voru í heimsókn í Sarajevó þegar Gavrilo Princip varð þeim að bana.Hann sagðist þó vel skilja af hverju Þjóðverjar og Austurríkismenn vilji breiða út sína túlkun á þessum atburðum: „Það er ekki auðvelt að hafa það á samviskunni að hafa tvisvar sinnum á tuttugustu öld orðið valdur að alheimsblóðbaði.“ Það eru hins vegar fleiri en Þjóðverjar og Austurríkismenn sem vilja skella skuldinni á Gavrilo Princip og Serba almennt. „Hann var morðingi, hryðjuverkamaður,“ segir Halida Basic, 72 ára Bosníukona, sem efast ekki um ástæðu þess að nítján ára Serbi steig fram og framdi morð um hábjartan dag: „Hann gerði þetta vegna þess að hann vildi að Bosnía yrði partur af Stór-Serbíu,“ segir hún.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira