Tímabært að stytta vinnuvikuna Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. júní 2014 16:02 Fjöldi þeirra barna sem dvelja á leikskólum í sjö til tíu klukkustundir á dag hefur margfaldast frá 1998. Visir/anton „Atvinnulífið þarf að veita foreldrum nauðsynlegt svigrúm til að hugsa um fjölskylduna. Þess vegna fagna ég öllum tillögum sem komið hafa fram að undanförnu um styttingu vinnudagsins. Ýmsar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa stytt vinnudaginn. Við erum ekkert öðruvísi og hljótum að geta gert það líka. Það er klárlega börnunum okkar fyrir bestu að við séum ekki svona lengi í vinnunni,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hún bendir á að í mars síðastliðnum hafi meðalfjöldi unninna vinnustunda á Íslandi verið 41,3. „Yfirvöld í Gautaborg í Svíþjóð eru að skoða styttingu vinnuvikunnar í 30 stundir í stað 40 klukkustunda. Litið er á þetta sem tilraunaverkefni sem gengur út á að skoða hvort Svíar nái mögulega betri árangri með styttri vinnudegi. Belgar og Hollendingar hafa nokkuð lengi unnið 30 klukkustunda vinnuviku að meðaltali og í Þýskalandi eru meðalstundir vinnuviku 35,“ greinir Hrefna frá. Hún tekur það fram að stytting vinnudagsins sé ekki bara löngu tímabær til þess að fjölskyldan geti varið meiri tíma saman, heldur einnig vegna þess að framleiðnin á Íslandi reynist ekki meiri þrátt fyrir langan vinnudag. „Þegar fólk veit að það hefur ekki allan daginn fram undan til að sinna verkefnunum þá gefur það kannski frekar í og frestar síður verkinu. Það skreppur kannski síður frá ef það veit að það þarf ekki að vera átta stundir í vinnunni eða lengur. Ég held líka að það sé manneskjunni ekki eðlilegt að vera svona lengi í vinnunni. Þetta er sameiginlegt verkefni allra hlutaðeigandi. Atvinnurekendur þurfa líka að skipuleggja starfsemina þannig að unnt sé að ljúka verki fyrr að deginum.“ Fjöldi þeirra barna sem dvelja á leikskólum í sjö til tíu klukkustundir á dag hefur margfaldast frá 1998, að sögn Hrefnu. „Þótt margir leikskólar séu góðir þá veltir maður því fyrir sér hvort það henti yngstu börnunum að vera svona lengi í leikskóla á hverjum degi.“ Hrefna leggur áherslu á að þetta sé í raun spurning um í hvernig samfélagi við viljum ala börnin okkar upp. „Foreldrar eru í sífelldu kapphlaupi við tímann og sumir í stríði við samviskuna. Flestir foreldrar vinna fulla dagvinnu og margir hverjir talsverða yfirvinnu. Þegar vinnustundum hefur verið skilað á vinnustaðnum eru ótaldar vinnustundirnar sem inna þarf af hendi á heimilinu. Gæðastundir fjölskyldunnar verða því miður færri fyrir vikið.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
„Atvinnulífið þarf að veita foreldrum nauðsynlegt svigrúm til að hugsa um fjölskylduna. Þess vegna fagna ég öllum tillögum sem komið hafa fram að undanförnu um styttingu vinnudagsins. Ýmsar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa stytt vinnudaginn. Við erum ekkert öðruvísi og hljótum að geta gert það líka. Það er klárlega börnunum okkar fyrir bestu að við séum ekki svona lengi í vinnunni,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hún bendir á að í mars síðastliðnum hafi meðalfjöldi unninna vinnustunda á Íslandi verið 41,3. „Yfirvöld í Gautaborg í Svíþjóð eru að skoða styttingu vinnuvikunnar í 30 stundir í stað 40 klukkustunda. Litið er á þetta sem tilraunaverkefni sem gengur út á að skoða hvort Svíar nái mögulega betri árangri með styttri vinnudegi. Belgar og Hollendingar hafa nokkuð lengi unnið 30 klukkustunda vinnuviku að meðaltali og í Þýskalandi eru meðalstundir vinnuviku 35,“ greinir Hrefna frá. Hún tekur það fram að stytting vinnudagsins sé ekki bara löngu tímabær til þess að fjölskyldan geti varið meiri tíma saman, heldur einnig vegna þess að framleiðnin á Íslandi reynist ekki meiri þrátt fyrir langan vinnudag. „Þegar fólk veit að það hefur ekki allan daginn fram undan til að sinna verkefnunum þá gefur það kannski frekar í og frestar síður verkinu. Það skreppur kannski síður frá ef það veit að það þarf ekki að vera átta stundir í vinnunni eða lengur. Ég held líka að það sé manneskjunni ekki eðlilegt að vera svona lengi í vinnunni. Þetta er sameiginlegt verkefni allra hlutaðeigandi. Atvinnurekendur þurfa líka að skipuleggja starfsemina þannig að unnt sé að ljúka verki fyrr að deginum.“ Fjöldi þeirra barna sem dvelja á leikskólum í sjö til tíu klukkustundir á dag hefur margfaldast frá 1998, að sögn Hrefnu. „Þótt margir leikskólar séu góðir þá veltir maður því fyrir sér hvort það henti yngstu börnunum að vera svona lengi í leikskóla á hverjum degi.“ Hrefna leggur áherslu á að þetta sé í raun spurning um í hvernig samfélagi við viljum ala börnin okkar upp. „Foreldrar eru í sífelldu kapphlaupi við tímann og sumir í stríði við samviskuna. Flestir foreldrar vinna fulla dagvinnu og margir hverjir talsverða yfirvinnu. Þegar vinnustundum hefur verið skilað á vinnustaðnum eru ótaldar vinnustundirnar sem inna þarf af hendi á heimilinu. Gæðastundir fjölskyldunnar verða því miður færri fyrir vikið.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira