Tímabært að stytta vinnuvikuna Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. júní 2014 16:02 Fjöldi þeirra barna sem dvelja á leikskólum í sjö til tíu klukkustundir á dag hefur margfaldast frá 1998. Visir/anton „Atvinnulífið þarf að veita foreldrum nauðsynlegt svigrúm til að hugsa um fjölskylduna. Þess vegna fagna ég öllum tillögum sem komið hafa fram að undanförnu um styttingu vinnudagsins. Ýmsar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa stytt vinnudaginn. Við erum ekkert öðruvísi og hljótum að geta gert það líka. Það er klárlega börnunum okkar fyrir bestu að við séum ekki svona lengi í vinnunni,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hún bendir á að í mars síðastliðnum hafi meðalfjöldi unninna vinnustunda á Íslandi verið 41,3. „Yfirvöld í Gautaborg í Svíþjóð eru að skoða styttingu vinnuvikunnar í 30 stundir í stað 40 klukkustunda. Litið er á þetta sem tilraunaverkefni sem gengur út á að skoða hvort Svíar nái mögulega betri árangri með styttri vinnudegi. Belgar og Hollendingar hafa nokkuð lengi unnið 30 klukkustunda vinnuviku að meðaltali og í Þýskalandi eru meðalstundir vinnuviku 35,“ greinir Hrefna frá. Hún tekur það fram að stytting vinnudagsins sé ekki bara löngu tímabær til þess að fjölskyldan geti varið meiri tíma saman, heldur einnig vegna þess að framleiðnin á Íslandi reynist ekki meiri þrátt fyrir langan vinnudag. „Þegar fólk veit að það hefur ekki allan daginn fram undan til að sinna verkefnunum þá gefur það kannski frekar í og frestar síður verkinu. Það skreppur kannski síður frá ef það veit að það þarf ekki að vera átta stundir í vinnunni eða lengur. Ég held líka að það sé manneskjunni ekki eðlilegt að vera svona lengi í vinnunni. Þetta er sameiginlegt verkefni allra hlutaðeigandi. Atvinnurekendur þurfa líka að skipuleggja starfsemina þannig að unnt sé að ljúka verki fyrr að deginum.“ Fjöldi þeirra barna sem dvelja á leikskólum í sjö til tíu klukkustundir á dag hefur margfaldast frá 1998, að sögn Hrefnu. „Þótt margir leikskólar séu góðir þá veltir maður því fyrir sér hvort það henti yngstu börnunum að vera svona lengi í leikskóla á hverjum degi.“ Hrefna leggur áherslu á að þetta sé í raun spurning um í hvernig samfélagi við viljum ala börnin okkar upp. „Foreldrar eru í sífelldu kapphlaupi við tímann og sumir í stríði við samviskuna. Flestir foreldrar vinna fulla dagvinnu og margir hverjir talsverða yfirvinnu. Þegar vinnustundum hefur verið skilað á vinnustaðnum eru ótaldar vinnustundirnar sem inna þarf af hendi á heimilinu. Gæðastundir fjölskyldunnar verða því miður færri fyrir vikið.“ Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
„Atvinnulífið þarf að veita foreldrum nauðsynlegt svigrúm til að hugsa um fjölskylduna. Þess vegna fagna ég öllum tillögum sem komið hafa fram að undanförnu um styttingu vinnudagsins. Ýmsar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa stytt vinnudaginn. Við erum ekkert öðruvísi og hljótum að geta gert það líka. Það er klárlega börnunum okkar fyrir bestu að við séum ekki svona lengi í vinnunni,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hún bendir á að í mars síðastliðnum hafi meðalfjöldi unninna vinnustunda á Íslandi verið 41,3. „Yfirvöld í Gautaborg í Svíþjóð eru að skoða styttingu vinnuvikunnar í 30 stundir í stað 40 klukkustunda. Litið er á þetta sem tilraunaverkefni sem gengur út á að skoða hvort Svíar nái mögulega betri árangri með styttri vinnudegi. Belgar og Hollendingar hafa nokkuð lengi unnið 30 klukkustunda vinnuviku að meðaltali og í Þýskalandi eru meðalstundir vinnuviku 35,“ greinir Hrefna frá. Hún tekur það fram að stytting vinnudagsins sé ekki bara löngu tímabær til þess að fjölskyldan geti varið meiri tíma saman, heldur einnig vegna þess að framleiðnin á Íslandi reynist ekki meiri þrátt fyrir langan vinnudag. „Þegar fólk veit að það hefur ekki allan daginn fram undan til að sinna verkefnunum þá gefur það kannski frekar í og frestar síður verkinu. Það skreppur kannski síður frá ef það veit að það þarf ekki að vera átta stundir í vinnunni eða lengur. Ég held líka að það sé manneskjunni ekki eðlilegt að vera svona lengi í vinnunni. Þetta er sameiginlegt verkefni allra hlutaðeigandi. Atvinnurekendur þurfa líka að skipuleggja starfsemina þannig að unnt sé að ljúka verki fyrr að deginum.“ Fjöldi þeirra barna sem dvelja á leikskólum í sjö til tíu klukkustundir á dag hefur margfaldast frá 1998, að sögn Hrefnu. „Þótt margir leikskólar séu góðir þá veltir maður því fyrir sér hvort það henti yngstu börnunum að vera svona lengi í leikskóla á hverjum degi.“ Hrefna leggur áherslu á að þetta sé í raun spurning um í hvernig samfélagi við viljum ala börnin okkar upp. „Foreldrar eru í sífelldu kapphlaupi við tímann og sumir í stríði við samviskuna. Flestir foreldrar vinna fulla dagvinnu og margir hverjir talsverða yfirvinnu. Þegar vinnustundum hefur verið skilað á vinnustaðnum eru ótaldar vinnustundirnar sem inna þarf af hendi á heimilinu. Gæðastundir fjölskyldunnar verða því miður færri fyrir vikið.“
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels