Tímabært að stytta vinnuvikuna Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. júní 2014 16:02 Fjöldi þeirra barna sem dvelja á leikskólum í sjö til tíu klukkustundir á dag hefur margfaldast frá 1998. Visir/anton „Atvinnulífið þarf að veita foreldrum nauðsynlegt svigrúm til að hugsa um fjölskylduna. Þess vegna fagna ég öllum tillögum sem komið hafa fram að undanförnu um styttingu vinnudagsins. Ýmsar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa stytt vinnudaginn. Við erum ekkert öðruvísi og hljótum að geta gert það líka. Það er klárlega börnunum okkar fyrir bestu að við séum ekki svona lengi í vinnunni,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hún bendir á að í mars síðastliðnum hafi meðalfjöldi unninna vinnustunda á Íslandi verið 41,3. „Yfirvöld í Gautaborg í Svíþjóð eru að skoða styttingu vinnuvikunnar í 30 stundir í stað 40 klukkustunda. Litið er á þetta sem tilraunaverkefni sem gengur út á að skoða hvort Svíar nái mögulega betri árangri með styttri vinnudegi. Belgar og Hollendingar hafa nokkuð lengi unnið 30 klukkustunda vinnuviku að meðaltali og í Þýskalandi eru meðalstundir vinnuviku 35,“ greinir Hrefna frá. Hún tekur það fram að stytting vinnudagsins sé ekki bara löngu tímabær til þess að fjölskyldan geti varið meiri tíma saman, heldur einnig vegna þess að framleiðnin á Íslandi reynist ekki meiri þrátt fyrir langan vinnudag. „Þegar fólk veit að það hefur ekki allan daginn fram undan til að sinna verkefnunum þá gefur það kannski frekar í og frestar síður verkinu. Það skreppur kannski síður frá ef það veit að það þarf ekki að vera átta stundir í vinnunni eða lengur. Ég held líka að það sé manneskjunni ekki eðlilegt að vera svona lengi í vinnunni. Þetta er sameiginlegt verkefni allra hlutaðeigandi. Atvinnurekendur þurfa líka að skipuleggja starfsemina þannig að unnt sé að ljúka verki fyrr að deginum.“ Fjöldi þeirra barna sem dvelja á leikskólum í sjö til tíu klukkustundir á dag hefur margfaldast frá 1998, að sögn Hrefnu. „Þótt margir leikskólar séu góðir þá veltir maður því fyrir sér hvort það henti yngstu börnunum að vera svona lengi í leikskóla á hverjum degi.“ Hrefna leggur áherslu á að þetta sé í raun spurning um í hvernig samfélagi við viljum ala börnin okkar upp. „Foreldrar eru í sífelldu kapphlaupi við tímann og sumir í stríði við samviskuna. Flestir foreldrar vinna fulla dagvinnu og margir hverjir talsverða yfirvinnu. Þegar vinnustundum hefur verið skilað á vinnustaðnum eru ótaldar vinnustundirnar sem inna þarf af hendi á heimilinu. Gæðastundir fjölskyldunnar verða því miður færri fyrir vikið.“ Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Atvinnulífið þarf að veita foreldrum nauðsynlegt svigrúm til að hugsa um fjölskylduna. Þess vegna fagna ég öllum tillögum sem komið hafa fram að undanförnu um styttingu vinnudagsins. Ýmsar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa stytt vinnudaginn. Við erum ekkert öðruvísi og hljótum að geta gert það líka. Það er klárlega börnunum okkar fyrir bestu að við séum ekki svona lengi í vinnunni,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hún bendir á að í mars síðastliðnum hafi meðalfjöldi unninna vinnustunda á Íslandi verið 41,3. „Yfirvöld í Gautaborg í Svíþjóð eru að skoða styttingu vinnuvikunnar í 30 stundir í stað 40 klukkustunda. Litið er á þetta sem tilraunaverkefni sem gengur út á að skoða hvort Svíar nái mögulega betri árangri með styttri vinnudegi. Belgar og Hollendingar hafa nokkuð lengi unnið 30 klukkustunda vinnuviku að meðaltali og í Þýskalandi eru meðalstundir vinnuviku 35,“ greinir Hrefna frá. Hún tekur það fram að stytting vinnudagsins sé ekki bara löngu tímabær til þess að fjölskyldan geti varið meiri tíma saman, heldur einnig vegna þess að framleiðnin á Íslandi reynist ekki meiri þrátt fyrir langan vinnudag. „Þegar fólk veit að það hefur ekki allan daginn fram undan til að sinna verkefnunum þá gefur það kannski frekar í og frestar síður verkinu. Það skreppur kannski síður frá ef það veit að það þarf ekki að vera átta stundir í vinnunni eða lengur. Ég held líka að það sé manneskjunni ekki eðlilegt að vera svona lengi í vinnunni. Þetta er sameiginlegt verkefni allra hlutaðeigandi. Atvinnurekendur þurfa líka að skipuleggja starfsemina þannig að unnt sé að ljúka verki fyrr að deginum.“ Fjöldi þeirra barna sem dvelja á leikskólum í sjö til tíu klukkustundir á dag hefur margfaldast frá 1998, að sögn Hrefnu. „Þótt margir leikskólar séu góðir þá veltir maður því fyrir sér hvort það henti yngstu börnunum að vera svona lengi í leikskóla á hverjum degi.“ Hrefna leggur áherslu á að þetta sé í raun spurning um í hvernig samfélagi við viljum ala börnin okkar upp. „Foreldrar eru í sífelldu kapphlaupi við tímann og sumir í stríði við samviskuna. Flestir foreldrar vinna fulla dagvinnu og margir hverjir talsverða yfirvinnu. Þegar vinnustundum hefur verið skilað á vinnustaðnum eru ótaldar vinnustundirnar sem inna þarf af hendi á heimilinu. Gæðastundir fjölskyldunnar verða því miður færri fyrir vikið.“
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira