Bókasafnsfræðingar vilja rafbækur á söfnin Snærós Sindradóttir skrifar 23. apríl 2014 07:00 Rafbækur eru í auknum mæli að ryðja sér til rúms hjá landsmönnum. Þó geta bókasöfnin ekki leigt bækurnar út til lesenda. VÍSIR/VILHELM Bókasafnsfræðingar skora á stjórnvöld að breyta höfundarréttarlögum svo bókasöfn geti lánað út rafbækur. Í dag, 23. apríl, er Dagur bókarinnar. Hrafnhildur Hreinsdóttir, varaformaður Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræðinga, segir málið stranda að sumu leyti á bókaútgefendum og rithöfundum, sem séu hræddir við að höfundarréttarvörðu efni verði stolið ef það er gert aðgengilegra á vefnum.HRafnhildur Hreinsdóttir varaformaður upplýsingar mynd/aðsend„Við viljum fá útgefendur og rithöfunda að borðinu til að ræða bestu útfærsluna. Hið fullkomna viðskiptamódel fyrir þessi útlán hefur ekki verið fundið. Höfundarréttarlögin eru frekar gömul lög en það er ekkert í þeim sem hvetur til þess að viðskipti með rafbækur gangi snurðulaust fyrir sig. Það þarf að nútímavæða lögin.“ Hrafnhildur segist ekki hafa áhyggjur af því að bókum verði stolið. „Nei, í grunninn er fólk heiðarlegt. Það er fullt af fólki sem nýtir sér rafbækur án þess að hér hafi orðið stór svartur markaður. Ég held að útgefendur séu að eyða of mikilli orku í að læsa þessum bókum en það verður bara til trafala fyrir þróunina.“Heiðar Ingi Svansson varaformaður félags íslenskra bókaútgefanda mynd/anton brinkRagnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, segir að um flókið höfundarréttarmál sé að ræða. „Þetta er mál sem engum hefur tekist að leysa. Útgefendur eru harðari í þessu en rithöfundar því þetta snýst enn frekar um lífsafkomu þeirra. En rithöfundar hafa áhyggjur af því að efnið þeirra muni flæða um haftalaust. Við verðum að finna leið til að gera rafbækur aðgengilegar án þess að skerða höfundarrétt og tekjumöguleika,“ segir Ragnheiður. Heiðar Ingi Svansson, varaformaður Félags íslenskra bókaútgefanda, segir að umræða um aðgengi rafbóka þurfi að fara fram í stærra samhengi. „Þetta tengist að mínu viti bókmenningarstefnu stjórnvalda. Inn í þá umræðu verðum við að taka nýjustu fréttir af hækkun virðisaukaskatts á bókum, stoðkerfi ríkisins við bókaútgáfu og hugsanlegt rafrænt aðgengi að bókum sem eru í höfundarrétti og komnar úr höfundarrétti. Á Norðurlöndum hafa verið settir verulegir peningar í það að koma menningararfi á rafrænt form og gera hann aðgengilegan. Þetta snýst um menningarpólitík stjórnvalda,“ segir Heiðar Ingi. Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Bókasafnsfræðingar skora á stjórnvöld að breyta höfundarréttarlögum svo bókasöfn geti lánað út rafbækur. Í dag, 23. apríl, er Dagur bókarinnar. Hrafnhildur Hreinsdóttir, varaformaður Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræðinga, segir málið stranda að sumu leyti á bókaútgefendum og rithöfundum, sem séu hræddir við að höfundarréttarvörðu efni verði stolið ef það er gert aðgengilegra á vefnum.HRafnhildur Hreinsdóttir varaformaður upplýsingar mynd/aðsend„Við viljum fá útgefendur og rithöfunda að borðinu til að ræða bestu útfærsluna. Hið fullkomna viðskiptamódel fyrir þessi útlán hefur ekki verið fundið. Höfundarréttarlögin eru frekar gömul lög en það er ekkert í þeim sem hvetur til þess að viðskipti með rafbækur gangi snurðulaust fyrir sig. Það þarf að nútímavæða lögin.“ Hrafnhildur segist ekki hafa áhyggjur af því að bókum verði stolið. „Nei, í grunninn er fólk heiðarlegt. Það er fullt af fólki sem nýtir sér rafbækur án þess að hér hafi orðið stór svartur markaður. Ég held að útgefendur séu að eyða of mikilli orku í að læsa þessum bókum en það verður bara til trafala fyrir þróunina.“Heiðar Ingi Svansson varaformaður félags íslenskra bókaútgefanda mynd/anton brinkRagnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, segir að um flókið höfundarréttarmál sé að ræða. „Þetta er mál sem engum hefur tekist að leysa. Útgefendur eru harðari í þessu en rithöfundar því þetta snýst enn frekar um lífsafkomu þeirra. En rithöfundar hafa áhyggjur af því að efnið þeirra muni flæða um haftalaust. Við verðum að finna leið til að gera rafbækur aðgengilegar án þess að skerða höfundarrétt og tekjumöguleika,“ segir Ragnheiður. Heiðar Ingi Svansson, varaformaður Félags íslenskra bókaútgefanda, segir að umræða um aðgengi rafbóka þurfi að fara fram í stærra samhengi. „Þetta tengist að mínu viti bókmenningarstefnu stjórnvalda. Inn í þá umræðu verðum við að taka nýjustu fréttir af hækkun virðisaukaskatts á bókum, stoðkerfi ríkisins við bókaútgáfu og hugsanlegt rafrænt aðgengi að bókum sem eru í höfundarrétti og komnar úr höfundarrétti. Á Norðurlöndum hafa verið settir verulegir peningar í það að koma menningararfi á rafrænt form og gera hann aðgengilegan. Þetta snýst um menningarpólitík stjórnvalda,“ segir Heiðar Ingi.
Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira