Gerir ekki mikið í bransanum nema vera vel tengdur Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2014 06:30 Þrír góðir. Louis van Gaal, Grétar Rafn og Robin van Persie. „Ég er í námi að læra fótboltastjórnun og er einnig að kynnast fólki og stækka tengslanetið. Maður er að læra allt um leikinn sem maður kann ekki og veit ekki hvernig virkar. Fótboltinn er svo fljótur að breytast að maður verður að uppfæra sig,“ segir Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, sem lagt hefur skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Grétar Rafn er nú á fullu að undirbúa sig fyrir lífið eftir fótboltaferilinn þótt hann stefni að starfi innan fótboltans. Hann nemur fótboltastjórnun við Johan Cruyff-stofnunina þar sem kenndar eru viðskiptahliðar boltans. „Þetta tengist meira viðskiptum en fótbolta. Með fullri virðingu fyrir okkur fótboltamönnum þá erum við margir ekkert búnir með mikið háskólanám. En sem betur fer kláraði ég fjölbraut áður en ég fór út og er því með einhvern grunn,“ segir Grétar en hvað er það nákvæmlega sem menn læra þarna? „Það er mikið farið út í áætlanir, taktík og greiningar. Einnig fer þetta yfir í markaðsfræði og vörumerkin. Þetta eru bara alls konar þættir sem snúa að viðskiptahluta fótboltafélaga – eitthvað sem ég þekki ekki. Ég þarf að læra þetta og hef mjög gaman af. Svo sjáum við bara til hversu langt þetta fer með mig.“ Grétar er einnig á miklu flakki um Evrópu og fer á fótboltaleiki víðs vegar um álfuna. Það gerir hann til að styrkja tengslanetið ef ske kynni að hann myndi til dæmis leggja fyrir sig umboðsmennsku. Hann er nú þegar farinn af stað með skrifstofu sem hann rekur erlendis.Framtíðin óráðin „Þú gerir ekkert mikið í þessum bransa nema vera vel tengdur og vita hvað er að gerast. Ég vinn í gegnum erlendan markað og er með skrifstofu hérna úti. Framtíðin er samt óráðin. Ég er með umboðsréttindi en maður þarf bara alltaf að vera tilbúinn að læra og uppfæra sig,“ segir Grétar en ein ástæða þess að hann sækir alla þessa velli og ferðast svona mikið er til að minna á sig. „Þú ert kannski eitthvað þekktur þegar þú ert að spila en þegar þú hættir ertu bara einn af hundruðum þúsunda fyrrverandi fótboltamanna. Maður er fljótur að gleymast. Því þarf að leggja á sig marga tíma á dag til að gera eitthvað því heimurinn getur verið harður,“ segir Grétar Rafn. Mynd af Grétari Rafni vakti mikla athygli hér heima um síðustu helgi þar sem hann sást á leiðinni á leik Vitesse Arnhem og Ajax með tveimur risum í bransanum: Louis van Gaal, landsliðsþjálfara Hollands, og Robin van Persie, framherja Manchester United. „Ég þekki Van Gaal náttúrlega mjög vel eftir daga mína hjá AZ. Hann skutlaði okkur á völlinn og við áttum bara fínasta dag saman. Ég er búinn að vera í heimsókn hjá hollenska sambandinu þannig að þetta hentaði ágætlega. Maður þarf að reyna að fá sem mest út úr svona dögum.“ Fótbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
„Ég er í námi að læra fótboltastjórnun og er einnig að kynnast fólki og stækka tengslanetið. Maður er að læra allt um leikinn sem maður kann ekki og veit ekki hvernig virkar. Fótboltinn er svo fljótur að breytast að maður verður að uppfæra sig,“ segir Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, sem lagt hefur skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Grétar Rafn er nú á fullu að undirbúa sig fyrir lífið eftir fótboltaferilinn þótt hann stefni að starfi innan fótboltans. Hann nemur fótboltastjórnun við Johan Cruyff-stofnunina þar sem kenndar eru viðskiptahliðar boltans. „Þetta tengist meira viðskiptum en fótbolta. Með fullri virðingu fyrir okkur fótboltamönnum þá erum við margir ekkert búnir með mikið háskólanám. En sem betur fer kláraði ég fjölbraut áður en ég fór út og er því með einhvern grunn,“ segir Grétar en hvað er það nákvæmlega sem menn læra þarna? „Það er mikið farið út í áætlanir, taktík og greiningar. Einnig fer þetta yfir í markaðsfræði og vörumerkin. Þetta eru bara alls konar þættir sem snúa að viðskiptahluta fótboltafélaga – eitthvað sem ég þekki ekki. Ég þarf að læra þetta og hef mjög gaman af. Svo sjáum við bara til hversu langt þetta fer með mig.“ Grétar er einnig á miklu flakki um Evrópu og fer á fótboltaleiki víðs vegar um álfuna. Það gerir hann til að styrkja tengslanetið ef ske kynni að hann myndi til dæmis leggja fyrir sig umboðsmennsku. Hann er nú þegar farinn af stað með skrifstofu sem hann rekur erlendis.Framtíðin óráðin „Þú gerir ekkert mikið í þessum bransa nema vera vel tengdur og vita hvað er að gerast. Ég vinn í gegnum erlendan markað og er með skrifstofu hérna úti. Framtíðin er samt óráðin. Ég er með umboðsréttindi en maður þarf bara alltaf að vera tilbúinn að læra og uppfæra sig,“ segir Grétar en ein ástæða þess að hann sækir alla þessa velli og ferðast svona mikið er til að minna á sig. „Þú ert kannski eitthvað þekktur þegar þú ert að spila en þegar þú hættir ertu bara einn af hundruðum þúsunda fyrrverandi fótboltamanna. Maður er fljótur að gleymast. Því þarf að leggja á sig marga tíma á dag til að gera eitthvað því heimurinn getur verið harður,“ segir Grétar Rafn. Mynd af Grétari Rafni vakti mikla athygli hér heima um síðustu helgi þar sem hann sást á leiðinni á leik Vitesse Arnhem og Ajax með tveimur risum í bransanum: Louis van Gaal, landsliðsþjálfara Hollands, og Robin van Persie, framherja Manchester United. „Ég þekki Van Gaal náttúrlega mjög vel eftir daga mína hjá AZ. Hann skutlaði okkur á völlinn og við áttum bara fínasta dag saman. Ég er búinn að vera í heimsókn hjá hollenska sambandinu þannig að þetta hentaði ágætlega. Maður þarf að reyna að fá sem mest út úr svona dögum.“
Fótbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira