Fleiri einhleypar konur eignast börn með hjálp gjafasæðis Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2014 07:15 Helen Breiðfjörð ásamt tveggja ára dóttur sinni, Lillý Guðrúnu Breiðfjörð. Helen ákvað að eignast barn ein og fékk gjafasæði. vísir/valli Helen Breiðfjörð eignaðist dótturina Lillý Guðrúnu Breiðfjörð fyrir tveimur árum. Hún fékk gjafasæði og fór í meðferð hjá Art Medica. „Ég átti ekki mann, var að nálgast fertugt og ég vildi tryggja að ég myndi eignast barn. Ég hef alltaf séð fyrir mér að eignast börn og íhugaði lengi að ættleiða en fór svo þessa leið eftir lagabreytinguna sem gerði mér kleift að fara í meðferð á Íslandi.“ Helen segist ekki finna fyrir neinum fordómum en að margir séu forvitnir. „Ég er alveg ófeimin að tala um þetta og það vita allir að barnið á ekki pabba. Hún á fullt af föðurímyndum, til dæmis föður minn og bræður, en hún elst upp við að eiga ekki pabba. Ég hef fengið ófá símtöl frá forvitnum konum sem eru að íhuga að fara þessa leið.“ Helen ákvað að fá engar upplýsingar um sæðisgjafann. „Ég sá fyrir mér að það gætu orðið vonbrigði fyrir dótturina seinna meir enda ekki þannig að sæðisgjafinn fari í hlutverk föður. En auðvitað hugsa ég stundum hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun. Ég veit ekkert um manninn nema að hann er menntaður, hávaxinn og dökkhærður.“ Helen segir mikilvægt að hafa góðan stuðning þegar þessi leið er farin. „Það er mun meiri vinna að vera einn með barn en ég hafði gert mér grein fyrir enda eru engar pabbahelgar eða slíkt. Foreldrar mínir hafa aftur á móti stutt mig ótrúlega mikið og dóttirin á annað heimili hjá þeim, enda gæti ég ekki verið í minni vinnu ef ég fengi ekki þann stuðning. Það er gríðarlega mikilvægt að skoða stuðningsnetið í kringum sig áður en maður tekur ákvörðun um að ala einn upp barn.“Þórður Óskarsson, kvensjúkdómalæknir á Art Medica, segir einhleypar konur vera stækkandi hóp þeirra sem koma í meðferð á stöðinni.Aukist hefur til muna að einhleypar konur nýti sér tæknisæðingu til barneigna. Árið 2008 var lögum breytt þannig að samkynhneigðar konur gátu keypt gjafasæði hjá tæknifrjóvgunarstöðinni Art Medica og árið 2009 bættust einhleypar konur í hópinn. Þórður Óskarsson, kvensjúkdómalæknir hjá Art Medica, segir að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi verið framkvæmdar 66 tæknisæðingar með gjafasæði og eru það í langflestum tilfellum einhleypar og samkynhneigðar konur. Árlega eru framkvæmdar um 450-600 tæknisæðingar á Art Medica. Þar af eru um 250 meðferðir með gjafasæði. „Einhleypar konur eru stækkandi hópur hér hjá okkur. Auðvitað hefur lagasetningin sitt að segja en hópur kvenna, sem ákveða að eignast barn einar, er líka stækkandi. Margar þeirra sem koma til okkar hafa einbeitt sér að starfsframa sínum og verið uppteknar í því. Svo vakna þær upp í kringum fertugt og þær sem hafa alltaf hugsað sér að eignast barn vita að þær þurfa að gera eitthvað í því á meðan það er hægt. Þá getur verið svolítið seint að rjúka til og finna einhvern mann.“ Langflestar einhleypar konur og samkynhneigð pör velja opinn sæðisgjafa. „Þá geta börnin fengið að vita hver sæðisgjafinn er við 18 ára aldur ef þau hafa sjálf frumkvæði að því. Gagnkynhneigð pör sem þurfa gjafasæði velja yfirleitt gjafa sem ekki má gefa upplýsingar um.“ Þegar tæknisæðing gengur ekki er boðið upp á glasafrjóvgun. Frá 2008 hafa samkynhneigðar konur farið í 93 meðferðir og einhleypar í 232 meðferðir frá árinu 2009. Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Helen Breiðfjörð eignaðist dótturina Lillý Guðrúnu Breiðfjörð fyrir tveimur árum. Hún fékk gjafasæði og fór í meðferð hjá Art Medica. „Ég átti ekki mann, var að nálgast fertugt og ég vildi tryggja að ég myndi eignast barn. Ég hef alltaf séð fyrir mér að eignast börn og íhugaði lengi að ættleiða en fór svo þessa leið eftir lagabreytinguna sem gerði mér kleift að fara í meðferð á Íslandi.“ Helen segist ekki finna fyrir neinum fordómum en að margir séu forvitnir. „Ég er alveg ófeimin að tala um þetta og það vita allir að barnið á ekki pabba. Hún á fullt af föðurímyndum, til dæmis föður minn og bræður, en hún elst upp við að eiga ekki pabba. Ég hef fengið ófá símtöl frá forvitnum konum sem eru að íhuga að fara þessa leið.“ Helen ákvað að fá engar upplýsingar um sæðisgjafann. „Ég sá fyrir mér að það gætu orðið vonbrigði fyrir dótturina seinna meir enda ekki þannig að sæðisgjafinn fari í hlutverk föður. En auðvitað hugsa ég stundum hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun. Ég veit ekkert um manninn nema að hann er menntaður, hávaxinn og dökkhærður.“ Helen segir mikilvægt að hafa góðan stuðning þegar þessi leið er farin. „Það er mun meiri vinna að vera einn með barn en ég hafði gert mér grein fyrir enda eru engar pabbahelgar eða slíkt. Foreldrar mínir hafa aftur á móti stutt mig ótrúlega mikið og dóttirin á annað heimili hjá þeim, enda gæti ég ekki verið í minni vinnu ef ég fengi ekki þann stuðning. Það er gríðarlega mikilvægt að skoða stuðningsnetið í kringum sig áður en maður tekur ákvörðun um að ala einn upp barn.“Þórður Óskarsson, kvensjúkdómalæknir á Art Medica, segir einhleypar konur vera stækkandi hóp þeirra sem koma í meðferð á stöðinni.Aukist hefur til muna að einhleypar konur nýti sér tæknisæðingu til barneigna. Árið 2008 var lögum breytt þannig að samkynhneigðar konur gátu keypt gjafasæði hjá tæknifrjóvgunarstöðinni Art Medica og árið 2009 bættust einhleypar konur í hópinn. Þórður Óskarsson, kvensjúkdómalæknir hjá Art Medica, segir að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi verið framkvæmdar 66 tæknisæðingar með gjafasæði og eru það í langflestum tilfellum einhleypar og samkynhneigðar konur. Árlega eru framkvæmdar um 450-600 tæknisæðingar á Art Medica. Þar af eru um 250 meðferðir með gjafasæði. „Einhleypar konur eru stækkandi hópur hér hjá okkur. Auðvitað hefur lagasetningin sitt að segja en hópur kvenna, sem ákveða að eignast barn einar, er líka stækkandi. Margar þeirra sem koma til okkar hafa einbeitt sér að starfsframa sínum og verið uppteknar í því. Svo vakna þær upp í kringum fertugt og þær sem hafa alltaf hugsað sér að eignast barn vita að þær þurfa að gera eitthvað í því á meðan það er hægt. Þá getur verið svolítið seint að rjúka til og finna einhvern mann.“ Langflestar einhleypar konur og samkynhneigð pör velja opinn sæðisgjafa. „Þá geta börnin fengið að vita hver sæðisgjafinn er við 18 ára aldur ef þau hafa sjálf frumkvæði að því. Gagnkynhneigð pör sem þurfa gjafasæði velja yfirleitt gjafa sem ekki má gefa upplýsingar um.“ Þegar tæknisæðing gengur ekki er boðið upp á glasafrjóvgun. Frá 2008 hafa samkynhneigðar konur farið í 93 meðferðir og einhleypar í 232 meðferðir frá árinu 2009.
Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent