Innlent

Össur fær gullmerki

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Jón sigurðsson forstjóri Össurar segir að starfsfólk fyrirtækisins njóti jafnra tækifæra óháð kyni, aldurs og þjóðernis og þannig sé mannauður fyrirtækisins nýttur á sem árangursríkastan hátt.
Jón sigurðsson forstjóri Össurar segir að starfsfólk fyrirtækisins njóti jafnra tækifæra óháð kyni, aldurs og þjóðernis og þannig sé mannauður fyrirtækisins nýttur á sem árangursríkastan hátt.
Össur hefur hlotið gullmerkið í jafnlaunaúttekt PricewaterhouseCoopers (PWC).

Úttektin greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja og metur hvort fyrirtæki greiði kynjunum mishá laun fyrir sömu störf.

Til að hljóta gullmerkið þurfa fyrirtæki að hafa 3,5 prósenta eða minni launamun. Í niðurstöðum úttektarinnar segir að hjá Össuri sé ekki greinanlegur munur á launum karla og kvenna fyrir sambærileg störf.



„Við erum mjög stolt af því að hljóta Gullmerkið enda er það markmið Össurar að hafa engan óútskýrðan launamun á milli kynja," segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. „Við teljum að úttektir sem þessar séu mikilvægur hluti þess að bjóða konum jafnt sem körlum samkeppnishæft og hvetjandi vinnuumhverfi. Það er alveg skýrt í mínum huga að með því að starfsfólk Össurar njóti jafnra tækifæra óháð kyni, aldurs og þjóðernis séum við að nýta mannauð fyrirtækisins á sem árangursríkastan hátt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×