Gefa sér tíma fyrir hvort annað 29. mars 2014 17:00 "Við sáum strax að við áttum vel saman enda með svipaðan húmor sem skiptir miklu máli,“ segir Hrefna Sætran sem giftist Birni Árnasyni í sumar. MYND/VALLI Veitingahúsaeigandinn og matreiðslumaðurinn Hrefna Sætran gengur í það heilaga í sumar þegar hún kvænist unnusta sínum til fimm ára, Birni Árnasyni ljósmyndara. Athöfnin og veislan verða haldnar í Hvalfirði þann 19. júlí og verður mikið um dýrðir að sögn Hrefnu. „Við spáðum mikið í staðsetninguna og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri skemmtilegast að smala öllum saman fyrir utan bæinn og reyna að fá sem flesta til að gista. Nú þegar eru flestir búnir að bóka herbergi eða gera aðrar ráðstafanir en um 180 manns verða í brúðkaupinu.“ Að sögn Hrefnu er Björn trúleysingi en sjálf aðhyllist hún mest búddisma þótt hún eigi sína kristnu barnatrú. „Lending hjá okkur var því ásatrúarathöfn. Það er svo létt yfir þeim og við getum stjórnað betur hvernig athöfnin sjálf fer fram. Svo hef ég heyrt að það séu geggjuð partí í Valhöll sem er eitthvað fyrir mig.“ Hrefna og Björn hafa þekkst lengi þótt einungis séu nokkur ár síðan þau hófu sambúð. „Við höfum þekkst síðan við vorum unglingar enda áttum við sameiginlega vini. Við urðum þó fyrst par árið 2009, þá bæði 28 ára gömul. Það ár hittumst við í miðbæ Reykjavikur og hófum að spjalla saman. Við sáum strax að við áttum vel saman enda með svipaðan húmor sem skiptir miklu máli. Síðan tókum við bara íslensku leiðina á þetta; eignuðumst yndislegu börnin okkar og spáðum svo í giftingu eftir það. Bjössi bað mín uppi á spítala eftir fæðingu dóttur okkar og ég sagði strax já. Það var mjög falleg stund.“ Veitingar og ljósmyndir skipta verðandi brúðhjón miklu máli. Hrefna hefur sjálf komið að ótal brúðkaupsveislum og þekkir vel hvað virkar og hvað ekki. „Nú veit ég hins vegar ekki hvað verður boðið upp á. Nokkrir kokkar sem vinna hjá mér á Fiskmarkaðnum og Grillmarkaðnum sjá alfarið um matseðilinn þannig að við vitum ekkert hvaða kræsingar bíða okkar.“ Þrátt fyrir tiltölulega stutta sambúð segir Hrefna að þau hafi bæði lært mikilvægi þess að gefa sér tíma fyrir hvort annað en ekki síður að hugsa um sjálf sig sem einstaklinga. „Ánægður einstaklingur gefur svo miklu meira af sér en óánægður einstaklingur. Svo er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því að maður breytir víst engum og maður þarf að læra að elska hinn aðilann, bæði kostina og gallana. Gott samband krefst mikillar vinnu sem maður stimplar sig aldrei út úr.“ Þrátt fyrir að hafa eytt miklum tíma í undirbúning veislunnar eru fatamál verðandi brúðhjóna ekki leyst. „Hingað til hefur aðaláherslan verið á matinn og veisluna. Við erum þó með okkar hugmyndir um hvernig við viljum líta út og erum að vinna í því með hjálp góðrar vinkonu okkar sem er snillingur þegar kemur að útliti. Svo er ég búin að velja brúðarvöndinn.“ Verðandi brúðhjón vinna ekki bara að undirbúningi eigin brúðkaups. Í haust kemur út matreiðslubók með vinsælustu réttum Grillmarkaðarins. Björn tekur allar myndir í bókinni en uppskriftirnar koma frá Hrefnu og Guðlaugi, meðeiganda hennar í Grillmarkaðnum. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Veitingahúsaeigandinn og matreiðslumaðurinn Hrefna Sætran gengur í það heilaga í sumar þegar hún kvænist unnusta sínum til fimm ára, Birni Árnasyni ljósmyndara. Athöfnin og veislan verða haldnar í Hvalfirði þann 19. júlí og verður mikið um dýrðir að sögn Hrefnu. „Við spáðum mikið í staðsetninguna og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri skemmtilegast að smala öllum saman fyrir utan bæinn og reyna að fá sem flesta til að gista. Nú þegar eru flestir búnir að bóka herbergi eða gera aðrar ráðstafanir en um 180 manns verða í brúðkaupinu.“ Að sögn Hrefnu er Björn trúleysingi en sjálf aðhyllist hún mest búddisma þótt hún eigi sína kristnu barnatrú. „Lending hjá okkur var því ásatrúarathöfn. Það er svo létt yfir þeim og við getum stjórnað betur hvernig athöfnin sjálf fer fram. Svo hef ég heyrt að það séu geggjuð partí í Valhöll sem er eitthvað fyrir mig.“ Hrefna og Björn hafa þekkst lengi þótt einungis séu nokkur ár síðan þau hófu sambúð. „Við höfum þekkst síðan við vorum unglingar enda áttum við sameiginlega vini. Við urðum þó fyrst par árið 2009, þá bæði 28 ára gömul. Það ár hittumst við í miðbæ Reykjavikur og hófum að spjalla saman. Við sáum strax að við áttum vel saman enda með svipaðan húmor sem skiptir miklu máli. Síðan tókum við bara íslensku leiðina á þetta; eignuðumst yndislegu börnin okkar og spáðum svo í giftingu eftir það. Bjössi bað mín uppi á spítala eftir fæðingu dóttur okkar og ég sagði strax já. Það var mjög falleg stund.“ Veitingar og ljósmyndir skipta verðandi brúðhjón miklu máli. Hrefna hefur sjálf komið að ótal brúðkaupsveislum og þekkir vel hvað virkar og hvað ekki. „Nú veit ég hins vegar ekki hvað verður boðið upp á. Nokkrir kokkar sem vinna hjá mér á Fiskmarkaðnum og Grillmarkaðnum sjá alfarið um matseðilinn þannig að við vitum ekkert hvaða kræsingar bíða okkar.“ Þrátt fyrir tiltölulega stutta sambúð segir Hrefna að þau hafi bæði lært mikilvægi þess að gefa sér tíma fyrir hvort annað en ekki síður að hugsa um sjálf sig sem einstaklinga. „Ánægður einstaklingur gefur svo miklu meira af sér en óánægður einstaklingur. Svo er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því að maður breytir víst engum og maður þarf að læra að elska hinn aðilann, bæði kostina og gallana. Gott samband krefst mikillar vinnu sem maður stimplar sig aldrei út úr.“ Þrátt fyrir að hafa eytt miklum tíma í undirbúning veislunnar eru fatamál verðandi brúðhjóna ekki leyst. „Hingað til hefur aðaláherslan verið á matinn og veisluna. Við erum þó með okkar hugmyndir um hvernig við viljum líta út og erum að vinna í því með hjálp góðrar vinkonu okkar sem er snillingur þegar kemur að útliti. Svo er ég búin að velja brúðarvöndinn.“ Verðandi brúðhjón vinna ekki bara að undirbúningi eigin brúðkaups. Í haust kemur út matreiðslubók með vinsælustu réttum Grillmarkaðarins. Björn tekur allar myndir í bókinni en uppskriftirnar koma frá Hrefnu og Guðlaugi, meðeiganda hennar í Grillmarkaðnum.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira