Star Wars tekin upp á Íslandi í apríl Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2014 12:30 Ef vel gengur gætu Harrison, Carrie og Mark orðið Íslandsvinir í lok apríl. Vísir/Getty Tökulið nýjustu Star Wars-myndarinnar kemur til Íslands í lok apríl og verður það fyrirtækið True North sem aðstoðar tökuliðið hér á landi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Forsvarsmenn True North mega hins vegar ekkert tjá sig um myndina enda vanalegt að allir sem koma að stórmynd sem þessari skrifi undir þagnarskylduplagg. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa erlendir aðstandendur Star Wars-myndarinnar verið hér upp á síðkastið að skoða tökustaði. Þeir komu líka til Íslands í fyrra að skoða tökustaði og eyddu hér um það bil viku og fóru um allt landið en voru aðallega að hugsa um tökustaði á hálendinu og jöklum landsins. Þá herma heimildir blaðsins að tökuliðið hafi til dæmis skoðað Langjökul sem hugsanlegan tökustað. Umfang takanna á Íslandi fer allt eftir því hvernig gengur að skoða tökustaði og hvort aðstandendum myndarinnar líst á það sem þeir sjá hér á landi í þetta sinn. Líklega verður um svokallaðar „plate“-tökur að ræða þar sem tökuliðið tekur víðar myndir af landslaginu. Þær myndir verða síðan hugsanlega notaðar sem bakgrunnur þegar atriði eru tekin upp með leikurum í myndveri. Þetta var tilfellið þegar tökulið myndarinnar Star Trek Into Darkness kom hingað til lands í fyrra á vegum framleiðslufyrirtækisins Sagafilm. Þá eyddi tökulið myndarinnar nokkrum dögum á Íslandi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndi tökuliðið sem sæi um „plate“-tökur Stjörnustríðsmyndarinnar vera talsvert fjölmennara og Íslendingar myndu vinna við tökurnar, ólíkt því sem gerðist þegar tökulið Star Trek-myndarinnar dvaldi hér. Hins vegar gæti farið svo að tökurnar yrðu umfangsmeiri og að leikarar og leikstjóri myndarinnar, J.J. Abrams, myndu koma hingað til dvalar í lengri tíma en Abrams leikstýrði einnig fyrrnefndri Star Trek-mynd. Þessi nýja Stjörnustríðsmynd er sú fyrsta í nýjum þríleik og fjallar að mestu leyti um persónurnar Loga geimgengil, Lilju prinsessu og Hans Óla. Samkvæmt kvikmyndasíðunni IMDb.com er það ekki staðfest að leikararnir Harrison Ford, Mark Hamill og Carrie Fisher muni túlka persónurnar eins og í fyrri Star Wars-myndum en bæði Carrie og George Lucas, maðurinn á bak við hugmyndina um Stjörnustríðið, hafa svo gott sem staðfest það. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Tökulið nýjustu Star Wars-myndarinnar kemur til Íslands í lok apríl og verður það fyrirtækið True North sem aðstoðar tökuliðið hér á landi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Forsvarsmenn True North mega hins vegar ekkert tjá sig um myndina enda vanalegt að allir sem koma að stórmynd sem þessari skrifi undir þagnarskylduplagg. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa erlendir aðstandendur Star Wars-myndarinnar verið hér upp á síðkastið að skoða tökustaði. Þeir komu líka til Íslands í fyrra að skoða tökustaði og eyddu hér um það bil viku og fóru um allt landið en voru aðallega að hugsa um tökustaði á hálendinu og jöklum landsins. Þá herma heimildir blaðsins að tökuliðið hafi til dæmis skoðað Langjökul sem hugsanlegan tökustað. Umfang takanna á Íslandi fer allt eftir því hvernig gengur að skoða tökustaði og hvort aðstandendum myndarinnar líst á það sem þeir sjá hér á landi í þetta sinn. Líklega verður um svokallaðar „plate“-tökur að ræða þar sem tökuliðið tekur víðar myndir af landslaginu. Þær myndir verða síðan hugsanlega notaðar sem bakgrunnur þegar atriði eru tekin upp með leikurum í myndveri. Þetta var tilfellið þegar tökulið myndarinnar Star Trek Into Darkness kom hingað til lands í fyrra á vegum framleiðslufyrirtækisins Sagafilm. Þá eyddi tökulið myndarinnar nokkrum dögum á Íslandi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndi tökuliðið sem sæi um „plate“-tökur Stjörnustríðsmyndarinnar vera talsvert fjölmennara og Íslendingar myndu vinna við tökurnar, ólíkt því sem gerðist þegar tökulið Star Trek-myndarinnar dvaldi hér. Hins vegar gæti farið svo að tökurnar yrðu umfangsmeiri og að leikarar og leikstjóri myndarinnar, J.J. Abrams, myndu koma hingað til dvalar í lengri tíma en Abrams leikstýrði einnig fyrrnefndri Star Trek-mynd. Þessi nýja Stjörnustríðsmynd er sú fyrsta í nýjum þríleik og fjallar að mestu leyti um persónurnar Loga geimgengil, Lilju prinsessu og Hans Óla. Samkvæmt kvikmyndasíðunni IMDb.com er það ekki staðfest að leikararnir Harrison Ford, Mark Hamill og Carrie Fisher muni túlka persónurnar eins og í fyrri Star Wars-myndum en bæði Carrie og George Lucas, maðurinn á bak við hugmyndina um Stjörnustríðið, hafa svo gott sem staðfest það.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira