Fimm fróðleiksmolar handa skíðafólki 20. febrúar 2014 07:00 Einar Lyng var nýlega staddur í Austurríki þar sem hann fór að sjálfsögðu á skíði. 1. Prófaðu Töfrateppið „Byrjendakennsla snýst fyrst og fremst um að koma sér af stað. Það er flott byrjendalyfta í Bláfjöllum sem kallast Töfrateppið. Þar er færiband sem þú labbar inn á. Fyrst og fremst þarf fólk að geta haldið jafnvægi, vera með stafi og æfa sig.“2. Komdu þér í takt „Öll skíðakennsla byggist á því að koma þér í takt og kenna þér það sem kallast staftak. Þetta er flæði þar sem þú ert að láta skíðin skíða með þig. Þú ert ekkert að stjórna þeim sjálfur heldur eru þau að stjórna þér.“3. Áttatíu þúsund í upphafi „Startkostnaðurinn er frekar hár. En ef þú tekur árskort á skíðasvæði þá kosta fimm mánuðir fyrir fullorðinn í kringum tuttugu þúsund kall, frá desember fram í lok apríl, sem er alls ekki mikið. En ef þú þarft að kaupa þér skíði, skó og stafi þá ættir þú að komast af með byrjendabúnað sem kostar í kringum áttatíu til eitt hundrað þúsund ef þú kaupir ekki notað.“4. Ekki láta ljúga að þér „Það er verið að selja svo mikið af notuðum skíðabúnaði sem reynist ekki vera góður. Til dæmis er verið að ljúga að fólki að það sé að kaupa carving-skíði. Það er verið að selja þetta dýrum dómi á netinu til fólks sem hefur kannski ekkert vit á þessu.“5. Láttu bera á skíðin „Það sem fólk þarf að gera miklu meira af er að huga að búnaðinum sínum. Það þarf að láta bera á skíðin sín reglulega. Það þarf að vaxa þau reglulega þannig að þau renni sem eðlilegast. Það getur haft áhrif á skíðagetu manna ef skíðunum er ekki vel við haldið. Ending búnaðarins verður þ.a.l. betri.“Hvað kostar einn dagur á skíðum?Bláfjöll ReykjavíkDagskort: Fullorðnir 3.100 kr. Unglingar 1.200 kr. Börn 800 kr.Leiga á skíðum, skóm, brettum og stöfum: Fullorðnir 4.500 kr. Börn 4.000 kr. Samtals miðað við 2 fullorðna og 2 börn: 24.800 kr.Vegalengd til og frá Reykjavík 70 km Bensínverð 1.673 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km) Alls: 26.000 kr.Hlíðarfjall AkureyriDagskort: Fullorðnir 4.000 kr. Börn 1.200 kr.Leiga á skíðum, skóm og stöfum: Fullorðnir 4.200 kr. Börn 2.000-3.200 kr. Samtals miðað við 2 fullorðna og 2 börn: 22.800 kr.Vegalengd til og frá Reykjavík: 772 km Bensínverð 18.450 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km) Alls: 41.000 kr.Skarðsdalur SiglufirðiDagskort: Fullorðnir 1.800 kr. (Helgidagar 2.800 kr.) Börn 700 kr.Leiga á skíðum, skóm, brettum og stöfum: Fullorðnir 4.500 kr. Börn 2.500 kr. Samtals miðað við 2 fullorðna og 2 börn: 19.000 kr.Vegalengd til og frá Reykjavík 766 km Bensínverð 18.307 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km) Alls: 38.000 kr.Tungudalur ÍsafirðiDagskort: Fullorðnir 2.200 kr. Börn 1.100 kr.Leiga á skíðum, skóm og stöfum: Fullorðnir 3.300 kr. Börn 2.700 kr. Samtals miðað við bensín 2 fullorðna og 2 börn: 18.600 kr.Vegalengd til og frá Reykjavík 902 km Bensínverð 21.557 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km) Alls: 40.000 kr. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
1. Prófaðu Töfrateppið „Byrjendakennsla snýst fyrst og fremst um að koma sér af stað. Það er flott byrjendalyfta í Bláfjöllum sem kallast Töfrateppið. Þar er færiband sem þú labbar inn á. Fyrst og fremst þarf fólk að geta haldið jafnvægi, vera með stafi og æfa sig.“2. Komdu þér í takt „Öll skíðakennsla byggist á því að koma þér í takt og kenna þér það sem kallast staftak. Þetta er flæði þar sem þú ert að láta skíðin skíða með þig. Þú ert ekkert að stjórna þeim sjálfur heldur eru þau að stjórna þér.“3. Áttatíu þúsund í upphafi „Startkostnaðurinn er frekar hár. En ef þú tekur árskort á skíðasvæði þá kosta fimm mánuðir fyrir fullorðinn í kringum tuttugu þúsund kall, frá desember fram í lok apríl, sem er alls ekki mikið. En ef þú þarft að kaupa þér skíði, skó og stafi þá ættir þú að komast af með byrjendabúnað sem kostar í kringum áttatíu til eitt hundrað þúsund ef þú kaupir ekki notað.“4. Ekki láta ljúga að þér „Það er verið að selja svo mikið af notuðum skíðabúnaði sem reynist ekki vera góður. Til dæmis er verið að ljúga að fólki að það sé að kaupa carving-skíði. Það er verið að selja þetta dýrum dómi á netinu til fólks sem hefur kannski ekkert vit á þessu.“5. Láttu bera á skíðin „Það sem fólk þarf að gera miklu meira af er að huga að búnaðinum sínum. Það þarf að láta bera á skíðin sín reglulega. Það þarf að vaxa þau reglulega þannig að þau renni sem eðlilegast. Það getur haft áhrif á skíðagetu manna ef skíðunum er ekki vel við haldið. Ending búnaðarins verður þ.a.l. betri.“Hvað kostar einn dagur á skíðum?Bláfjöll ReykjavíkDagskort: Fullorðnir 3.100 kr. Unglingar 1.200 kr. Börn 800 kr.Leiga á skíðum, skóm, brettum og stöfum: Fullorðnir 4.500 kr. Börn 4.000 kr. Samtals miðað við 2 fullorðna og 2 börn: 24.800 kr.Vegalengd til og frá Reykjavík 70 km Bensínverð 1.673 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km) Alls: 26.000 kr.Hlíðarfjall AkureyriDagskort: Fullorðnir 4.000 kr. Börn 1.200 kr.Leiga á skíðum, skóm og stöfum: Fullorðnir 4.200 kr. Börn 2.000-3.200 kr. Samtals miðað við 2 fullorðna og 2 börn: 22.800 kr.Vegalengd til og frá Reykjavík: 772 km Bensínverð 18.450 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km) Alls: 41.000 kr.Skarðsdalur SiglufirðiDagskort: Fullorðnir 1.800 kr. (Helgidagar 2.800 kr.) Börn 700 kr.Leiga á skíðum, skóm, brettum og stöfum: Fullorðnir 4.500 kr. Börn 2.500 kr. Samtals miðað við 2 fullorðna og 2 börn: 19.000 kr.Vegalengd til og frá Reykjavík 766 km Bensínverð 18.307 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km) Alls: 38.000 kr.Tungudalur ÍsafirðiDagskort: Fullorðnir 2.200 kr. Börn 1.100 kr.Leiga á skíðum, skóm og stöfum: Fullorðnir 3.300 kr. Börn 2.700 kr. Samtals miðað við bensín 2 fullorðna og 2 börn: 18.600 kr.Vegalengd til og frá Reykjavík 902 km Bensínverð 21.557 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km) Alls: 40.000 kr.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira