Fimm fróðleiksmolar handa skíðafólki 20. febrúar 2014 07:00 Einar Lyng var nýlega staddur í Austurríki þar sem hann fór að sjálfsögðu á skíði. 1. Prófaðu Töfrateppið „Byrjendakennsla snýst fyrst og fremst um að koma sér af stað. Það er flott byrjendalyfta í Bláfjöllum sem kallast Töfrateppið. Þar er færiband sem þú labbar inn á. Fyrst og fremst þarf fólk að geta haldið jafnvægi, vera með stafi og æfa sig.“2. Komdu þér í takt „Öll skíðakennsla byggist á því að koma þér í takt og kenna þér það sem kallast staftak. Þetta er flæði þar sem þú ert að láta skíðin skíða með þig. Þú ert ekkert að stjórna þeim sjálfur heldur eru þau að stjórna þér.“3. Áttatíu þúsund í upphafi „Startkostnaðurinn er frekar hár. En ef þú tekur árskort á skíðasvæði þá kosta fimm mánuðir fyrir fullorðinn í kringum tuttugu þúsund kall, frá desember fram í lok apríl, sem er alls ekki mikið. En ef þú þarft að kaupa þér skíði, skó og stafi þá ættir þú að komast af með byrjendabúnað sem kostar í kringum áttatíu til eitt hundrað þúsund ef þú kaupir ekki notað.“4. Ekki láta ljúga að þér „Það er verið að selja svo mikið af notuðum skíðabúnaði sem reynist ekki vera góður. Til dæmis er verið að ljúga að fólki að það sé að kaupa carving-skíði. Það er verið að selja þetta dýrum dómi á netinu til fólks sem hefur kannski ekkert vit á þessu.“5. Láttu bera á skíðin „Það sem fólk þarf að gera miklu meira af er að huga að búnaðinum sínum. Það þarf að láta bera á skíðin sín reglulega. Það þarf að vaxa þau reglulega þannig að þau renni sem eðlilegast. Það getur haft áhrif á skíðagetu manna ef skíðunum er ekki vel við haldið. Ending búnaðarins verður þ.a.l. betri.“Hvað kostar einn dagur á skíðum?Bláfjöll ReykjavíkDagskort: Fullorðnir 3.100 kr. Unglingar 1.200 kr. Börn 800 kr.Leiga á skíðum, skóm, brettum og stöfum: Fullorðnir 4.500 kr. Börn 4.000 kr. Samtals miðað við 2 fullorðna og 2 börn: 24.800 kr.Vegalengd til og frá Reykjavík 70 km Bensínverð 1.673 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km) Alls: 26.000 kr.Hlíðarfjall AkureyriDagskort: Fullorðnir 4.000 kr. Börn 1.200 kr.Leiga á skíðum, skóm og stöfum: Fullorðnir 4.200 kr. Börn 2.000-3.200 kr. Samtals miðað við 2 fullorðna og 2 börn: 22.800 kr.Vegalengd til og frá Reykjavík: 772 km Bensínverð 18.450 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km) Alls: 41.000 kr.Skarðsdalur SiglufirðiDagskort: Fullorðnir 1.800 kr. (Helgidagar 2.800 kr.) Börn 700 kr.Leiga á skíðum, skóm, brettum og stöfum: Fullorðnir 4.500 kr. Börn 2.500 kr. Samtals miðað við 2 fullorðna og 2 börn: 19.000 kr.Vegalengd til og frá Reykjavík 766 km Bensínverð 18.307 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km) Alls: 38.000 kr.Tungudalur ÍsafirðiDagskort: Fullorðnir 2.200 kr. Börn 1.100 kr.Leiga á skíðum, skóm og stöfum: Fullorðnir 3.300 kr. Börn 2.700 kr. Samtals miðað við bensín 2 fullorðna og 2 börn: 18.600 kr.Vegalengd til og frá Reykjavík 902 km Bensínverð 21.557 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km) Alls: 40.000 kr. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira
1. Prófaðu Töfrateppið „Byrjendakennsla snýst fyrst og fremst um að koma sér af stað. Það er flott byrjendalyfta í Bláfjöllum sem kallast Töfrateppið. Þar er færiband sem þú labbar inn á. Fyrst og fremst þarf fólk að geta haldið jafnvægi, vera með stafi og æfa sig.“2. Komdu þér í takt „Öll skíðakennsla byggist á því að koma þér í takt og kenna þér það sem kallast staftak. Þetta er flæði þar sem þú ert að láta skíðin skíða með þig. Þú ert ekkert að stjórna þeim sjálfur heldur eru þau að stjórna þér.“3. Áttatíu þúsund í upphafi „Startkostnaðurinn er frekar hár. En ef þú tekur árskort á skíðasvæði þá kosta fimm mánuðir fyrir fullorðinn í kringum tuttugu þúsund kall, frá desember fram í lok apríl, sem er alls ekki mikið. En ef þú þarft að kaupa þér skíði, skó og stafi þá ættir þú að komast af með byrjendabúnað sem kostar í kringum áttatíu til eitt hundrað þúsund ef þú kaupir ekki notað.“4. Ekki láta ljúga að þér „Það er verið að selja svo mikið af notuðum skíðabúnaði sem reynist ekki vera góður. Til dæmis er verið að ljúga að fólki að það sé að kaupa carving-skíði. Það er verið að selja þetta dýrum dómi á netinu til fólks sem hefur kannski ekkert vit á þessu.“5. Láttu bera á skíðin „Það sem fólk þarf að gera miklu meira af er að huga að búnaðinum sínum. Það þarf að láta bera á skíðin sín reglulega. Það þarf að vaxa þau reglulega þannig að þau renni sem eðlilegast. Það getur haft áhrif á skíðagetu manna ef skíðunum er ekki vel við haldið. Ending búnaðarins verður þ.a.l. betri.“Hvað kostar einn dagur á skíðum?Bláfjöll ReykjavíkDagskort: Fullorðnir 3.100 kr. Unglingar 1.200 kr. Börn 800 kr.Leiga á skíðum, skóm, brettum og stöfum: Fullorðnir 4.500 kr. Börn 4.000 kr. Samtals miðað við 2 fullorðna og 2 börn: 24.800 kr.Vegalengd til og frá Reykjavík 70 km Bensínverð 1.673 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km) Alls: 26.000 kr.Hlíðarfjall AkureyriDagskort: Fullorðnir 4.000 kr. Börn 1.200 kr.Leiga á skíðum, skóm og stöfum: Fullorðnir 4.200 kr. Börn 2.000-3.200 kr. Samtals miðað við 2 fullorðna og 2 börn: 22.800 kr.Vegalengd til og frá Reykjavík: 772 km Bensínverð 18.450 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km) Alls: 41.000 kr.Skarðsdalur SiglufirðiDagskort: Fullorðnir 1.800 kr. (Helgidagar 2.800 kr.) Börn 700 kr.Leiga á skíðum, skóm, brettum og stöfum: Fullorðnir 4.500 kr. Börn 2.500 kr. Samtals miðað við 2 fullorðna og 2 börn: 19.000 kr.Vegalengd til og frá Reykjavík 766 km Bensínverð 18.307 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km) Alls: 38.000 kr.Tungudalur ÍsafirðiDagskort: Fullorðnir 2.200 kr. Börn 1.100 kr.Leiga á skíðum, skóm og stöfum: Fullorðnir 3.300 kr. Börn 2.700 kr. Samtals miðað við bensín 2 fullorðna og 2 börn: 18.600 kr.Vegalengd til og frá Reykjavík 902 km Bensínverð 21.557 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km) Alls: 40.000 kr.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira