Fótbolti

Ronaldo og Messi gáfu ekki hvor öðrum atkvæði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cristiano Ronaldo var í gær valinn besti knattspyrnumaður í heiminum og fékk hann gullboltann eftirsótta.

Lionel Messi varð í öðru sæti en það sem kom á óvart að þeir gáfu hvor öðrum ekkert atkvæði. Messi valdi Iniesta, liðsfélaga sinn hjá Barcelona, sem besta knattspyrnumann heimsins og setti síðan Xavi í annað sæti og Neymar í þriðja en allir eru þeir leikmenn Barcelona.

Ronaldo setti Radamel Falcao í efsta sæti, Gareth Bale í annað sætið og Mesut Özil í þriðja.

Hér að neðan má sjá þegar Ronaldo fékk gullboltann afhentan en tilfinningarnar báru hann þá ofurliði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×