Miður sín yfir sprengjuhótun Freyr Bjarnason skrifar 15. febrúar 2014 07:00 Viðbúnaðurinn var mikill á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunarinnar. Víkurfréttir/Hilmar Bragi Bár Tveir þrettán ára drengir stóðu á bak við fölsku sprengjuhótunina hjá flugfélaginu WOW Air fyrr í vikunni en ekki einn eins og fyrst kom fram í tilkynningu frá lögreglunni. Að sögn Jóhanns Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum, greindi drengurinn sem fyrst var grunaður um verknaðinn frá því við yfirheyrslu að vinur hans hefði verið með honum. Hringdu þeir úr farsíma annars þeirra. „Þetta var bara stráksskapur í þeim. Þeir gerðu sér enga grein fyrir því hvað þeir voru að gera og hvaða áhrif þetta hefði. Þeir voru ekkert að hugsa út í hvað fylgdi svona hringingu,“ segir Jóhann aðspurður. „Þeir voru mjög miður sín strákagreyin þegar þetta rann allt upp fyrir þeim.“ Hann segir að málið teljist núna upplýst og verður það ekki rannsakað frekar af lögreglunni. „Þeirra mál verður til afgreiðslu hjá barnaverndaryfirvöldum eftir því sem þörf er á. En það verður ekki meira aðhafst í því af okkar hálfu.“Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar í Reykjavík, segir að fulltrúi frá Barnavernd sé ávallt viðstaddur skýrslutökur hjá lögreglunni ef börn eru ósakhæf. „Þeim er ekki refsað en foreldrarnir geta þurft uppeldislegan stuðning,“ segir hún, spurð út í ferlið sem fer í gang. Flugvél Wow Air var á leið frá Gatwick í London þegar þjónustuveri WOW Air barst tilkynning um að sprengja væri um borð. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar vélin lenti. Rútur, lögreglubílar og slökkviliðsbílar voru á svæðinu, auk fjögurra sprengjuleitarmanna frá Landhelgisgæslunni, þar af eins vettvangsstjóra. 150 manns voru í flugvélinni og var þeim veitt áfallahjálp sem þurftu á að halda.Óvissa og stress vegna hótana Aðspurður segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða og sprengjusviðs Landhelgisgæslunnar, mál sem þessi vera grafalvarleg. „Þetta er gríðarlegur kostnaður bæði fyrir flugfélagið og svo eru þetta óþægindi fyrir farþega. Eins og með gabbið í Faxaflóa er mikið af sjálfboðaliðum og öðrum sem starfa við þetta og leggja sig í hættu,“ segir Sigurður og bætir við að sem betur fer hafi þær sprengjuhótanir varðandi flugvélar sem hafi verið gerðar hér á landi verið gabb. Flestar hafi þær verið gerðar hjá erlendum flugfélögum. Sjálfur hefur hann tekið þátt í á annan tug aðgerða vegna slíkra gabba á jafnlöngum tíma. „Það er alltaf ákveðin óvissa og stress sem fylgir því að lenda í þessu frá því að vélin er komin inn til lendingar þar til búið að koma farþegunum út. Þá auðvitað léttir manni alltaf.“ Hann segir að útkallið vegna WOW Air-vélarinnar hafi verið óvenju stutt, eða fjórar klukkustundir. Mest hefur hann þurft að eyða á öðrum sólarhring í gabbútkall vegna flugvélar. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Tveir þrettán ára drengir stóðu á bak við fölsku sprengjuhótunina hjá flugfélaginu WOW Air fyrr í vikunni en ekki einn eins og fyrst kom fram í tilkynningu frá lögreglunni. Að sögn Jóhanns Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum, greindi drengurinn sem fyrst var grunaður um verknaðinn frá því við yfirheyrslu að vinur hans hefði verið með honum. Hringdu þeir úr farsíma annars þeirra. „Þetta var bara stráksskapur í þeim. Þeir gerðu sér enga grein fyrir því hvað þeir voru að gera og hvaða áhrif þetta hefði. Þeir voru ekkert að hugsa út í hvað fylgdi svona hringingu,“ segir Jóhann aðspurður. „Þeir voru mjög miður sín strákagreyin þegar þetta rann allt upp fyrir þeim.“ Hann segir að málið teljist núna upplýst og verður það ekki rannsakað frekar af lögreglunni. „Þeirra mál verður til afgreiðslu hjá barnaverndaryfirvöldum eftir því sem þörf er á. En það verður ekki meira aðhafst í því af okkar hálfu.“Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar í Reykjavík, segir að fulltrúi frá Barnavernd sé ávallt viðstaddur skýrslutökur hjá lögreglunni ef börn eru ósakhæf. „Þeim er ekki refsað en foreldrarnir geta þurft uppeldislegan stuðning,“ segir hún, spurð út í ferlið sem fer í gang. Flugvél Wow Air var á leið frá Gatwick í London þegar þjónustuveri WOW Air barst tilkynning um að sprengja væri um borð. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar vélin lenti. Rútur, lögreglubílar og slökkviliðsbílar voru á svæðinu, auk fjögurra sprengjuleitarmanna frá Landhelgisgæslunni, þar af eins vettvangsstjóra. 150 manns voru í flugvélinni og var þeim veitt áfallahjálp sem þurftu á að halda.Óvissa og stress vegna hótana Aðspurður segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða og sprengjusviðs Landhelgisgæslunnar, mál sem þessi vera grafalvarleg. „Þetta er gríðarlegur kostnaður bæði fyrir flugfélagið og svo eru þetta óþægindi fyrir farþega. Eins og með gabbið í Faxaflóa er mikið af sjálfboðaliðum og öðrum sem starfa við þetta og leggja sig í hættu,“ segir Sigurður og bætir við að sem betur fer hafi þær sprengjuhótanir varðandi flugvélar sem hafi verið gerðar hér á landi verið gabb. Flestar hafi þær verið gerðar hjá erlendum flugfélögum. Sjálfur hefur hann tekið þátt í á annan tug aðgerða vegna slíkra gabba á jafnlöngum tíma. „Það er alltaf ákveðin óvissa og stress sem fylgir því að lenda í þessu frá því að vélin er komin inn til lendingar þar til búið að koma farþegunum út. Þá auðvitað léttir manni alltaf.“ Hann segir að útkallið vegna WOW Air-vélarinnar hafi verið óvenju stutt, eða fjórar klukkustundir. Mest hefur hann þurft að eyða á öðrum sólarhring í gabbútkall vegna flugvélar.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira