Vatnsaflsvirkjanir besti kosturinn Höskuldur Schram skrifar 15. febrúar 2014 09:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir Landeigendur við Geysi í Haukadal ætla að leggja sérstakt gjald á ferðamenn í næsta mánuði. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra hefur sagt að þessi ákvörðun hafi valdið henni vonbrigðum enda horfi hún frekar til þess að taka upp sérstakan náttúrupassa til að leggja gjald á ferðamenn. „Þetta hefur verið stóra málið í ferðaþjónustunni. Hvernig við getum aflað tekna til þess að standa betur að uppbyggingu og vernd fjölsóttra ferðamannastaða gegn ágangi. Sú vinna hefur verið í fullum gangi og ég vonast til þess að geta komið með frumvarp [varðandi náttúrupassa] síðar í þessum mánuði,“ segir Ragnheiður. Hún segir æskilegast að ná almennri sátt um náttúrupassann til að sem flestir taki þátt í verkefninu. Framkvæmdin sjálf verði þó flókin. „Ég lít á þetta sem samstarfsverkefni. Vonandi tekst okkur að útfæra þetta með þeim hætti að gjaldið fari ekki í ríkissjóð heldur verði þetta í líkingu við það sem við höfum kallað lottóleiðina. Það er verið að útfæra þetta. Þeir sem verða með í þessu fá fulltrúa í verkefninu sem síðan útdeilir fjármunum. Einhver hluti fer í uppbyggingu og vernd og einhver hluti fer í að byggja nýja staði til að dreifa álaginu. Eitthvað í öryggismál og svo verður að taka tillit til þess að landeigendur fái einhverjar tekjur.“Vill eyða óvissu um HelguvíkÁ haustfundi Landsvirkjunar á síðasta ári sagðist Ragnheiður óþreyjufull eftir að verkefni kæmust í gang og nefndi álverið í Helguvík í því sambandi. Hún segist vonast til þess að hægt verði að klára framkvæmdir við álverið í Helguvík. „Á meðan fyrirtækið sem stendur að því verkefni heldur ótrautt áfram þá er það verkefni enn í gangi. Ég veit að orkusalinn og fyrirtækið eru að ræða saman. Ég hef aldrei legið á þeirri skoðun minni að ég er stuðningsmaður þess að þetta verkefni verði klárað. Umfram allt vil ég eyða allri þeirri óvissu sem hefur ríkt um álverið í Helguvík,“ segir Ragnheiður. Önnur verkefni eru einnig í gangi og nefnir hún Bakka, Algalíf og kísilmálmverksmiðju á Grundartanga í því samhengi.Best að virkja í neðri hluta ÞjórsárRagnheiður segist horfa fyrst og fremst til vatnsaflsvirkjana þegar kemur að virkjunarframkvæmdum. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að líta til vatnsaflsins meira en síðasta ríkisstjórn þegar hún var að klára rammaáætlun vegna þess að þar eru virkjanir sem eru hagkvæmar og eru á röskuðu svæði. Við erum öll sammála um að fara ekki inn á óröskuð svæði ef við þurfum þess ekki. Það eru virkjanakostir á röskuðum svæðum þar sem umhverfisáhrif eru tiltölulega lítil. Þannig að ég held að við ættum að einbeita okkur að því.“ Neðri hluti Þjórsár sé mjög heppilegt virkjunarsvæði. „Það þarf ekki að koma neinum á óvart að ég er hlynnt framkvæmdum í neðri hluta Þjórsár. Ég tel raunar að það sé eitthvað sem við hefðum átt fyrir löngu að vera farin í. Rammaáætlun er í því ferli sem hún er í núna. Það voru vonbrigði að verkefnastjórnin skyldi ekki a.m.k. setja tvær efri virkjanirnar í nýtingarflokk. Svo eru það aðrar virkjanir eins og til dæmis Hagavatnsvirkjun sem er beinlínis með jákvæð umhverfisáhrif og verkefnastjórninni var falið að taka afstöðu til. Ég held að það hafi verið fyrir hrein mistök að hún hafi ekki lent í nýtingarflokki á sínum tíma,“ segir Ragnheiður. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Landeigendur við Geysi í Haukadal ætla að leggja sérstakt gjald á ferðamenn í næsta mánuði. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra hefur sagt að þessi ákvörðun hafi valdið henni vonbrigðum enda horfi hún frekar til þess að taka upp sérstakan náttúrupassa til að leggja gjald á ferðamenn. „Þetta hefur verið stóra málið í ferðaþjónustunni. Hvernig við getum aflað tekna til þess að standa betur að uppbyggingu og vernd fjölsóttra ferðamannastaða gegn ágangi. Sú vinna hefur verið í fullum gangi og ég vonast til þess að geta komið með frumvarp [varðandi náttúrupassa] síðar í þessum mánuði,“ segir Ragnheiður. Hún segir æskilegast að ná almennri sátt um náttúrupassann til að sem flestir taki þátt í verkefninu. Framkvæmdin sjálf verði þó flókin. „Ég lít á þetta sem samstarfsverkefni. Vonandi tekst okkur að útfæra þetta með þeim hætti að gjaldið fari ekki í ríkissjóð heldur verði þetta í líkingu við það sem við höfum kallað lottóleiðina. Það er verið að útfæra þetta. Þeir sem verða með í þessu fá fulltrúa í verkefninu sem síðan útdeilir fjármunum. Einhver hluti fer í uppbyggingu og vernd og einhver hluti fer í að byggja nýja staði til að dreifa álaginu. Eitthvað í öryggismál og svo verður að taka tillit til þess að landeigendur fái einhverjar tekjur.“Vill eyða óvissu um HelguvíkÁ haustfundi Landsvirkjunar á síðasta ári sagðist Ragnheiður óþreyjufull eftir að verkefni kæmust í gang og nefndi álverið í Helguvík í því sambandi. Hún segist vonast til þess að hægt verði að klára framkvæmdir við álverið í Helguvík. „Á meðan fyrirtækið sem stendur að því verkefni heldur ótrautt áfram þá er það verkefni enn í gangi. Ég veit að orkusalinn og fyrirtækið eru að ræða saman. Ég hef aldrei legið á þeirri skoðun minni að ég er stuðningsmaður þess að þetta verkefni verði klárað. Umfram allt vil ég eyða allri þeirri óvissu sem hefur ríkt um álverið í Helguvík,“ segir Ragnheiður. Önnur verkefni eru einnig í gangi og nefnir hún Bakka, Algalíf og kísilmálmverksmiðju á Grundartanga í því samhengi.Best að virkja í neðri hluta ÞjórsárRagnheiður segist horfa fyrst og fremst til vatnsaflsvirkjana þegar kemur að virkjunarframkvæmdum. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að líta til vatnsaflsins meira en síðasta ríkisstjórn þegar hún var að klára rammaáætlun vegna þess að þar eru virkjanir sem eru hagkvæmar og eru á röskuðu svæði. Við erum öll sammála um að fara ekki inn á óröskuð svæði ef við þurfum þess ekki. Það eru virkjanakostir á röskuðum svæðum þar sem umhverfisáhrif eru tiltölulega lítil. Þannig að ég held að við ættum að einbeita okkur að því.“ Neðri hluti Þjórsár sé mjög heppilegt virkjunarsvæði. „Það þarf ekki að koma neinum á óvart að ég er hlynnt framkvæmdum í neðri hluta Þjórsár. Ég tel raunar að það sé eitthvað sem við hefðum átt fyrir löngu að vera farin í. Rammaáætlun er í því ferli sem hún er í núna. Það voru vonbrigði að verkefnastjórnin skyldi ekki a.m.k. setja tvær efri virkjanirnar í nýtingarflokk. Svo eru það aðrar virkjanir eins og til dæmis Hagavatnsvirkjun sem er beinlínis með jákvæð umhverfisáhrif og verkefnastjórninni var falið að taka afstöðu til. Ég held að það hafi verið fyrir hrein mistök að hún hafi ekki lent í nýtingarflokki á sínum tíma,“ segir Ragnheiður.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira