Vatnsaflsvirkjanir besti kosturinn Höskuldur Schram skrifar 15. febrúar 2014 09:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir Landeigendur við Geysi í Haukadal ætla að leggja sérstakt gjald á ferðamenn í næsta mánuði. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra hefur sagt að þessi ákvörðun hafi valdið henni vonbrigðum enda horfi hún frekar til þess að taka upp sérstakan náttúrupassa til að leggja gjald á ferðamenn. „Þetta hefur verið stóra málið í ferðaþjónustunni. Hvernig við getum aflað tekna til þess að standa betur að uppbyggingu og vernd fjölsóttra ferðamannastaða gegn ágangi. Sú vinna hefur verið í fullum gangi og ég vonast til þess að geta komið með frumvarp [varðandi náttúrupassa] síðar í þessum mánuði,“ segir Ragnheiður. Hún segir æskilegast að ná almennri sátt um náttúrupassann til að sem flestir taki þátt í verkefninu. Framkvæmdin sjálf verði þó flókin. „Ég lít á þetta sem samstarfsverkefni. Vonandi tekst okkur að útfæra þetta með þeim hætti að gjaldið fari ekki í ríkissjóð heldur verði þetta í líkingu við það sem við höfum kallað lottóleiðina. Það er verið að útfæra þetta. Þeir sem verða með í þessu fá fulltrúa í verkefninu sem síðan útdeilir fjármunum. Einhver hluti fer í uppbyggingu og vernd og einhver hluti fer í að byggja nýja staði til að dreifa álaginu. Eitthvað í öryggismál og svo verður að taka tillit til þess að landeigendur fái einhverjar tekjur.“Vill eyða óvissu um HelguvíkÁ haustfundi Landsvirkjunar á síðasta ári sagðist Ragnheiður óþreyjufull eftir að verkefni kæmust í gang og nefndi álverið í Helguvík í því sambandi. Hún segist vonast til þess að hægt verði að klára framkvæmdir við álverið í Helguvík. „Á meðan fyrirtækið sem stendur að því verkefni heldur ótrautt áfram þá er það verkefni enn í gangi. Ég veit að orkusalinn og fyrirtækið eru að ræða saman. Ég hef aldrei legið á þeirri skoðun minni að ég er stuðningsmaður þess að þetta verkefni verði klárað. Umfram allt vil ég eyða allri þeirri óvissu sem hefur ríkt um álverið í Helguvík,“ segir Ragnheiður. Önnur verkefni eru einnig í gangi og nefnir hún Bakka, Algalíf og kísilmálmverksmiðju á Grundartanga í því samhengi.Best að virkja í neðri hluta ÞjórsárRagnheiður segist horfa fyrst og fremst til vatnsaflsvirkjana þegar kemur að virkjunarframkvæmdum. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að líta til vatnsaflsins meira en síðasta ríkisstjórn þegar hún var að klára rammaáætlun vegna þess að þar eru virkjanir sem eru hagkvæmar og eru á röskuðu svæði. Við erum öll sammála um að fara ekki inn á óröskuð svæði ef við þurfum þess ekki. Það eru virkjanakostir á röskuðum svæðum þar sem umhverfisáhrif eru tiltölulega lítil. Þannig að ég held að við ættum að einbeita okkur að því.“ Neðri hluti Þjórsár sé mjög heppilegt virkjunarsvæði. „Það þarf ekki að koma neinum á óvart að ég er hlynnt framkvæmdum í neðri hluta Þjórsár. Ég tel raunar að það sé eitthvað sem við hefðum átt fyrir löngu að vera farin í. Rammaáætlun er í því ferli sem hún er í núna. Það voru vonbrigði að verkefnastjórnin skyldi ekki a.m.k. setja tvær efri virkjanirnar í nýtingarflokk. Svo eru það aðrar virkjanir eins og til dæmis Hagavatnsvirkjun sem er beinlínis með jákvæð umhverfisáhrif og verkefnastjórninni var falið að taka afstöðu til. Ég held að það hafi verið fyrir hrein mistök að hún hafi ekki lent í nýtingarflokki á sínum tíma,“ segir Ragnheiður. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Landeigendur við Geysi í Haukadal ætla að leggja sérstakt gjald á ferðamenn í næsta mánuði. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra hefur sagt að þessi ákvörðun hafi valdið henni vonbrigðum enda horfi hún frekar til þess að taka upp sérstakan náttúrupassa til að leggja gjald á ferðamenn. „Þetta hefur verið stóra málið í ferðaþjónustunni. Hvernig við getum aflað tekna til þess að standa betur að uppbyggingu og vernd fjölsóttra ferðamannastaða gegn ágangi. Sú vinna hefur verið í fullum gangi og ég vonast til þess að geta komið með frumvarp [varðandi náttúrupassa] síðar í þessum mánuði,“ segir Ragnheiður. Hún segir æskilegast að ná almennri sátt um náttúrupassann til að sem flestir taki þátt í verkefninu. Framkvæmdin sjálf verði þó flókin. „Ég lít á þetta sem samstarfsverkefni. Vonandi tekst okkur að útfæra þetta með þeim hætti að gjaldið fari ekki í ríkissjóð heldur verði þetta í líkingu við það sem við höfum kallað lottóleiðina. Það er verið að útfæra þetta. Þeir sem verða með í þessu fá fulltrúa í verkefninu sem síðan útdeilir fjármunum. Einhver hluti fer í uppbyggingu og vernd og einhver hluti fer í að byggja nýja staði til að dreifa álaginu. Eitthvað í öryggismál og svo verður að taka tillit til þess að landeigendur fái einhverjar tekjur.“Vill eyða óvissu um HelguvíkÁ haustfundi Landsvirkjunar á síðasta ári sagðist Ragnheiður óþreyjufull eftir að verkefni kæmust í gang og nefndi álverið í Helguvík í því sambandi. Hún segist vonast til þess að hægt verði að klára framkvæmdir við álverið í Helguvík. „Á meðan fyrirtækið sem stendur að því verkefni heldur ótrautt áfram þá er það verkefni enn í gangi. Ég veit að orkusalinn og fyrirtækið eru að ræða saman. Ég hef aldrei legið á þeirri skoðun minni að ég er stuðningsmaður þess að þetta verkefni verði klárað. Umfram allt vil ég eyða allri þeirri óvissu sem hefur ríkt um álverið í Helguvík,“ segir Ragnheiður. Önnur verkefni eru einnig í gangi og nefnir hún Bakka, Algalíf og kísilmálmverksmiðju á Grundartanga í því samhengi.Best að virkja í neðri hluta ÞjórsárRagnheiður segist horfa fyrst og fremst til vatnsaflsvirkjana þegar kemur að virkjunarframkvæmdum. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að líta til vatnsaflsins meira en síðasta ríkisstjórn þegar hún var að klára rammaáætlun vegna þess að þar eru virkjanir sem eru hagkvæmar og eru á röskuðu svæði. Við erum öll sammála um að fara ekki inn á óröskuð svæði ef við þurfum þess ekki. Það eru virkjanakostir á röskuðum svæðum þar sem umhverfisáhrif eru tiltölulega lítil. Þannig að ég held að við ættum að einbeita okkur að því.“ Neðri hluti Þjórsár sé mjög heppilegt virkjunarsvæði. „Það þarf ekki að koma neinum á óvart að ég er hlynnt framkvæmdum í neðri hluta Þjórsár. Ég tel raunar að það sé eitthvað sem við hefðum átt fyrir löngu að vera farin í. Rammaáætlun er í því ferli sem hún er í núna. Það voru vonbrigði að verkefnastjórnin skyldi ekki a.m.k. setja tvær efri virkjanirnar í nýtingarflokk. Svo eru það aðrar virkjanir eins og til dæmis Hagavatnsvirkjun sem er beinlínis með jákvæð umhverfisáhrif og verkefnastjórninni var falið að taka afstöðu til. Ég held að það hafi verið fyrir hrein mistök að hún hafi ekki lent í nýtingarflokki á sínum tíma,“ segir Ragnheiður.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira