Enski boltinn

Staða Moyes hjá United sögð örugg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Breska dagblaðið The Guardian fullyrðir á heimasíðu sinni í dag að David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, njóti enn stuðnings forráðamanna félagsins.

United tapaði í gær fyrir gríska liðinu Olympiakos, 2-0, í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. United þótti spila illa í leiknum og átti aðeins eitt skot að marki.

United á þó síðari viðureignina í rimmunni eftir á heimavelli en sá leikur fer fram 19. mars.

Fyrr í dag fór sá orðrómur á kreik á Twitter að Moyes hefði komist að samkomulagi við United um starfslok. En svo virðist sem að hann eigi ekki við rök að styðjast.

United er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum á eftir Liverpool sem er í fjórða sæti en efstu fjögur liðin vinna sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.

United mætir næst West Brom á útivelli þann 8. mars.


Tengdar fréttir

Gjaldþrot hjá Man. Utd í Grikklandi | Myndband

Man. Utd bauð upp á enn eina hörmungarframmistöðuna er það sótti gríska liðið Olympiakos heim í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Grikkirnir unnu sanngjarnan 2-0 sigur og eru í góðri stöðu fyrir síðari leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×