Fótbolti

Kolbeinn spilaði allan leikinn og lagði upp mark í sigri Ajax

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Getty
Kolbeinn Sigþórsson og félagar í hollenska meistaraliðinu Ajax unnu RKC Waalwijk, 2-0, í úrvalsdeildinni í knattspyrnu þar í landi í kvöld.

Kolbeinn lagði upp síðara mark Ajax í leiknum en bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.

Þetta var í fyrsta skiptið síðan í lok janúar sem Kolbeinn var í byrjunarliðinu í deildarleik en hann hefur mikið verið að koma inn á sem varamaður í deildinni en byrja leikina í bikarnum og Evrópudeildinni.

Ajax er nær öruggt um að vinna meistaratitilinn fjórða árið í röð en það er á toppi deildarinnar með 65 stig, átta stigum á undan Feyenoord sem er í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×