Enski boltinn

Pellegrini: Verðum meistarar á sunnudaginn með svona spilamennsku

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manchester City þarf eitt stig til að verða meistari.
Manchester City þarf eitt stig til að verða meistari. Vísir/Getty
Manchester City valtaði yfir Aston Villa, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi og er nú með tveggja stiga forystu á Liverpool fyrir lokaumferð deildarinnar.

City er með töluvert betra markahlutfall og dugir því væntanlega að gera jafntefli við West Ham í lokaumferðinni en Liverpool verður að vinna Newcastle til að eiga möguleika á titlinum.

Pellegrini var ánægður með spilamennsku sinna manna í gærkvöldi en þrátt fyrir yfirburði úti á vellinum skoraði liðið ekki mark fyrr en í seinni hálfleik.

„Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik. Þeir fengu engin færi en við spiluðum boltanum hratt á milli og fengum nokkur færi. Ég var alveg viss um að ef við myndum spila eins í seinni hálfleik myndum við skora allavega eitt mark,“ sagði Pellegrini eftir leik.

Sílebúinn hefur ekki viljað tala um titilvonir Manchester City nánast allt tímabilið en sagðist þó búast við því að liðið yrði meistari eftir úrslitin í gær.

„Nú getum við talað um titilinn. Fyrir leikinn í kvöld hugsaði ég bara um að vinna Aston Villa. Nú þurfum við að vinna síðasta heimaleikinn á móti West Ham. Við hugsum ekki um jafntefli heldur að vinna. Ef við spilum svona á sunnudaginn þá getum við kannski unnið titilinn,“ sagði Manuel Pellegrini.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×