Madonna ræður handritshöfund 20. nóvember 2014 12:00 Söngkonan leikstýrir næst myndinni Adé: A Love Story. Söngkonan Madonna hefur ráðið handritshöfund fyrir nýjasta leikstjórnarverkefnið sitt. Dianne Houston, sem er einnig að vinna við væntanlega mynd um ævi Missy Elliott, hefur samþykkt að skrifa handritið fyrir Adé: A Love Story, að því er tímaritið The Hollywood Reporter greinir frá. Myndin er byggð á vinsælli skáldsögu Rebeccu Walker sem fjallar um ástarsamband bandarísks nema sem er á ferðalagi um Afríku og manns sem hún hittir á eyju undan ströndum Kenía. Á meðal vandamála sem blossa upp er þegar konan sýkist af malaríu og borgarastyrjöld ríkir í kringum þau. Þegar skáldsagan kom út á síðasta ári lagði Madonna blessun sína yfir hana á bókarkápunni með ummælunum: „Lesið þessa bók! Ótrúlegt ferðalag! Falleg ástarsaga!“ Madonna hefur áður leikstýrt einni mynd í fullri lengd, We, sem fjallaði um samband Edwards VIII. konungs og Wallis Simpson. Hún hlaut slæmar viðtökur gagnrýnenda og dræma aðsókn árið 2011. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Söngkonan Madonna hefur ráðið handritshöfund fyrir nýjasta leikstjórnarverkefnið sitt. Dianne Houston, sem er einnig að vinna við væntanlega mynd um ævi Missy Elliott, hefur samþykkt að skrifa handritið fyrir Adé: A Love Story, að því er tímaritið The Hollywood Reporter greinir frá. Myndin er byggð á vinsælli skáldsögu Rebeccu Walker sem fjallar um ástarsamband bandarísks nema sem er á ferðalagi um Afríku og manns sem hún hittir á eyju undan ströndum Kenía. Á meðal vandamála sem blossa upp er þegar konan sýkist af malaríu og borgarastyrjöld ríkir í kringum þau. Þegar skáldsagan kom út á síðasta ári lagði Madonna blessun sína yfir hana á bókarkápunni með ummælunum: „Lesið þessa bók! Ótrúlegt ferðalag! Falleg ástarsaga!“ Madonna hefur áður leikstýrt einni mynd í fullri lengd, We, sem fjallaði um samband Edwards VIII. konungs og Wallis Simpson. Hún hlaut slæmar viðtökur gagnrýnenda og dræma aðsókn árið 2011.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira