"Ekki laust við fæðingarþunglyndi eftir allt saman“ 17. febrúar 2014 16:44 Logi Pedro og Karin „Við erum ung hljómsveit, minna en árs-gömul, en það er búið að vera svo gaman hjá okkur í stúdíói að við erum búin að búa til fullt af efni," segir Logi Pedro Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson, en hann gefur út fyrstu smáskífu sveitarinnar Highlands, sem hann skipar ásamt söngkonunni Karin Sveinsdóttur, í dag „Við ætlum að gefa smáskífuna því okkur langar til þess," segir Logi jafnframt. „Og vegna þess að þetta eru geðveik lög og við viljum að allir heyri þau," segir hann. Hljómsveitin Highlands hefur átt góðu gengi að fagna þrátt fyrir að vera tiltölulega nýstofnuð, en Logi og Karin komu fram í fyrsta sinn opinberlega á nýafstaðinni Sónar-tónlistarhátíð. „Já, það er ekki laust við smá fæðingarþunglyndi eftir allt saman - allavega vott af spennufalli," segir Logi, ánægður með afraksturinn. „En við erum langt frá því að slaka á. Nú ætlum við bara að gefa í. Það er svo gaman að spila og forréttindi að fá spila með svo ótrúlega góðri söngkonu eins og Karin, að bróður mínum ólöstuðum," segir Logi, en bróðir hans er Unnsteinn Manuel, söngvari sveitarinnar Retro Stefson.Hér má nálgast smáskífu Highlands, ókeypis. Og hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Hearts, en lagið er að finna á smáskífunni. Sónar Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum ung hljómsveit, minna en árs-gömul, en það er búið að vera svo gaman hjá okkur í stúdíói að við erum búin að búa til fullt af efni," segir Logi Pedro Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson, en hann gefur út fyrstu smáskífu sveitarinnar Highlands, sem hann skipar ásamt söngkonunni Karin Sveinsdóttur, í dag „Við ætlum að gefa smáskífuna því okkur langar til þess," segir Logi jafnframt. „Og vegna þess að þetta eru geðveik lög og við viljum að allir heyri þau," segir hann. Hljómsveitin Highlands hefur átt góðu gengi að fagna þrátt fyrir að vera tiltölulega nýstofnuð, en Logi og Karin komu fram í fyrsta sinn opinberlega á nýafstaðinni Sónar-tónlistarhátíð. „Já, það er ekki laust við smá fæðingarþunglyndi eftir allt saman - allavega vott af spennufalli," segir Logi, ánægður með afraksturinn. „En við erum langt frá því að slaka á. Nú ætlum við bara að gefa í. Það er svo gaman að spila og forréttindi að fá spila með svo ótrúlega góðri söngkonu eins og Karin, að bróður mínum ólöstuðum," segir Logi, en bróðir hans er Unnsteinn Manuel, söngvari sveitarinnar Retro Stefson.Hér má nálgast smáskífu Highlands, ókeypis. Og hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Hearts, en lagið er að finna á smáskífunni.
Sónar Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira