Fótbolti

Engar fimleikaæfingar í bólinu hjá Brössum á HM

Tómas Þór Þ'orðarson skrifar
Stilltir, strákar.
Stilltir, strákar. Vísir/Getty
Leikmenn brasilíska landsliðsins í knattspyrnu mega stunda kynlíf á meðan heimsmeistaramótinu þar í landi stendur í sumar en LuisFelipeScolari, þjálfari liðsins, vill þó ekki að menn stundir einhverja meiriháttar bólfimi.

Konur og kærustur leikmanna eru ekkert alltaf velkomnar í kringum leikmenn allra landsliðanna en hver man nú ekki eftir sirkusnum í kringum enska landsliðið á HM 2006 í Þýskalandi. Þar tókst bresku blöðunum að sumu leyti að kenna konunum um árangur liðsins.

Pressan á braslíska landsliðið verður mikil á heimavelli en Scolari, sem stýrði Brössum til sigurs á HM í Suður-Kóreu og Japan árið 2002, er búinn að láta sína menn vita hverjar kynlífsreglurnar verða á HM.

„Leikmennirnir mega stunda hefðbundið kynlíf á meðan HM stendur. Hefðbundið kynlíf er stundað á yfirvegaðan hátt. En það eru til aðrar útfærslur og sumir vilja stunda það með einhverjum fimleikaæfingum. Það verður bannað,“ sagði Scolari á blaðamannafundi aðspurður um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×