Innlent

Skallaði sjö ára barn á skólalóð

Snærós Sindradóttir skrifar
Vísir/Einar Ólason
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar líkamsárás sem átti sér stað á skólalóð Austurbæjarskóla á mánudag.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru málsatvik þau að fullorðin kona skallaði sjö ára dreng þar sem hann var við leik á skólalóðinni.

Lögregla var kölluð til og hefur nú borist kæra frá foreldrum barnsins. Vitað er hver árásarmaðurinn er en ekki er um starfsmann skólans að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×