Fatnaður sem ekki er hægt að klæða sig í Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 31. október 2014 16:30 Verk Steinunnar á sýningunni nefnist The Space in Between. Innsetningarverk eftir Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð verður á The Weather Diaries, aðalsýningu Norræna tískutvíæringsins, Nordic Fashion Biennale 2014. Sýningin samanstendur af verkum eftir ljósmyndarana Cooper og Gorfer ásamt innsetningum eftir einn fatahönnuð frá hverju landanna þriggja, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Sýningin The Weather Diaries verður opnuð á morgun í Þjóðarljósmyndasafninu í Kaupmannahöfn, sem er í Svarta demantinum og hýsir líka Konunglega bókasafnið. Sýningin stendur til 21. apríl. Að sögn Steinunnar eru ljósmyndir þeirra Cooper og Gorfer ótrúleg listaverk, nánast eins og málverk, og raunar komnar langt út fyrir hina hefðbundnu tískuljósmyndun eins og við þekkjum hana.Ljósmynd sem Cooper og Gorfer tóku af verki Steinunnar og unnu í samstarfi við hana.Steinunn vann innsetningarverkið fyrir sýninguna The Weather Diaries, sem fyrst var sett upp í Nútímalistasafninu í Frankfurt í vor. Cooper og Gorfer völdu hönnuði og listamenn frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi til þátttöku og unnu ljósmyndir sínar með þeim. Þátttakendurnir frá Íslandi eru Guðmundur Hallgrímsson (Mundi Vondi), Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter), Guðmundur Jörundsson (JÖR) og Jóhanna Methúsalemsdóttir (Kría Jewelry). Innsetningarverk Steinunnar er risastórt, 5x5 m, samansett úr örsmáum einingum, sem hanga á þráðum úr loftinu og mynda samfellda heild. „Verkið lítur út fyrir að vera fatnaður, en þó ekki til að klæða sig í,“ svarar Steinunn hlæjandi þegar hún er beðin um að lýsa verkinu. „Það þurfti að bora 600 göt í loftið til að hægt væri festa þræðina og stilla verkinu svona upp,“ segir hún til nánari skýringar. Steinunn er stödd í Kaupmannahöfn til að fylgja úr hlaði listaverki sínu sem hún kallar The Space in Between. The Weather Diaries er efalítið ein stærsta listræna sýningin sem sett hefur verið upp og hverfist um íslenska, færeyska og grænlenska fatahönnun. Norræna húsið er framleiðandi sýningarinnar. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Innsetningarverk eftir Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð verður á The Weather Diaries, aðalsýningu Norræna tískutvíæringsins, Nordic Fashion Biennale 2014. Sýningin samanstendur af verkum eftir ljósmyndarana Cooper og Gorfer ásamt innsetningum eftir einn fatahönnuð frá hverju landanna þriggja, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Sýningin The Weather Diaries verður opnuð á morgun í Þjóðarljósmyndasafninu í Kaupmannahöfn, sem er í Svarta demantinum og hýsir líka Konunglega bókasafnið. Sýningin stendur til 21. apríl. Að sögn Steinunnar eru ljósmyndir þeirra Cooper og Gorfer ótrúleg listaverk, nánast eins og málverk, og raunar komnar langt út fyrir hina hefðbundnu tískuljósmyndun eins og við þekkjum hana.Ljósmynd sem Cooper og Gorfer tóku af verki Steinunnar og unnu í samstarfi við hana.Steinunn vann innsetningarverkið fyrir sýninguna The Weather Diaries, sem fyrst var sett upp í Nútímalistasafninu í Frankfurt í vor. Cooper og Gorfer völdu hönnuði og listamenn frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi til þátttöku og unnu ljósmyndir sínar með þeim. Þátttakendurnir frá Íslandi eru Guðmundur Hallgrímsson (Mundi Vondi), Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter), Guðmundur Jörundsson (JÖR) og Jóhanna Methúsalemsdóttir (Kría Jewelry). Innsetningarverk Steinunnar er risastórt, 5x5 m, samansett úr örsmáum einingum, sem hanga á þráðum úr loftinu og mynda samfellda heild. „Verkið lítur út fyrir að vera fatnaður, en þó ekki til að klæða sig í,“ svarar Steinunn hlæjandi þegar hún er beðin um að lýsa verkinu. „Það þurfti að bora 600 göt í loftið til að hægt væri festa þræðina og stilla verkinu svona upp,“ segir hún til nánari skýringar. Steinunn er stödd í Kaupmannahöfn til að fylgja úr hlaði listaverki sínu sem hún kallar The Space in Between. The Weather Diaries er efalítið ein stærsta listræna sýningin sem sett hefur verið upp og hverfist um íslenska, færeyska og grænlenska fatahönnun. Norræna húsið er framleiðandi sýningarinnar.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira