Á mála hjá breskri framleiðsluskrifstofu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 12:00 „Það er frábært að vera komin með umboðsskrifstofu og eiginlega nauðsynlegt í London þar sem margir eru að keppa um sama bitann,“ segir kvikmyndagerðarkonan Þóra Hilmarsdóttir. Hún var nýlega ráðin sem leikstjóri til framleiðslufyrirtækisins FAMILIA í London þar sem hún er búsett. „Umboðsaðili getur opnað ansi margar dyr og ég er byrjuð að „pitcha“ í verkefni á móti öðrum leikstjórum, aðallega tónlistarmyndbönd. Þetta er mjög góður byrjunarreitur í London og á sama tíma er ég að vinna að því að gera fleiri stuttmyndir og svo vonandi bíómynd í fullri lengd,“ bætir Þóra við. Hún hefur gert tvö tónlistarmyndbönd á Íslandi, fyrir Samaris og Þórunni Antoníu. Þá leikstýrði hún einnig stuttmyndinni Sub Rosa. „Það var heldur löng og ströng fæðing að koma henni í heiminn en nú er hún loksins tilbúin. Vinir mínir og fjölskylda héldu án efa að ég væri að búa til einhvers konar Hringadrottinssögu í þremur pörtum en ekki 15 mínútna stuttmynd. Hún er komin inn á nokkrar alþjóðlega hátíðir og ég er svakalega spennt að fá loksins að sýna hana.“ Þóra er með ýmislegt í bígerð. „Ég er að vinna að nokkrum hugmyndum fyrir tónlistarmyndbönd og svo erum við Snjólaug Lúðvíksdóttir handritshöfundur, sem skrifaði Sub Rosa, að vinna að ýmsum verkefnum. Við erum að hefja fjármögnun á stuttmynd sem verður gerð á Íslandi og erum einnig að vinna í þróun lengri verkefna hér heima. Við tvær og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir, búninga- og leikmyndahönnuður, sköpuðum Sub Rosa saman og við ætlum okkur að halda samstarfinu áfram,“ segir Þóra. En hvert er draumaverkefnið? „Vá, þau eru svo mörg og verða bara fleiri og fleiri því lengra sem ég fer. Ég er með stútfullan haus og tölvu af hugmyndum sem mig dreymir um að verði að veruleika. Það eru mjög margir tónlistarmenn sem mig langar að vinna með og síðan er draumurinn alltaf að gera bíómyndir í fullri lengd og segja sögur sem skipta máli. Ég vil nota þennan magnaða miðil sem við höfum, kvikmyndir – og einnig tónlistarmyndbönd – til þess að varpa ljósi á ýmiskonar málefni með listrænum hætti.“ Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
„Það er frábært að vera komin með umboðsskrifstofu og eiginlega nauðsynlegt í London þar sem margir eru að keppa um sama bitann,“ segir kvikmyndagerðarkonan Þóra Hilmarsdóttir. Hún var nýlega ráðin sem leikstjóri til framleiðslufyrirtækisins FAMILIA í London þar sem hún er búsett. „Umboðsaðili getur opnað ansi margar dyr og ég er byrjuð að „pitcha“ í verkefni á móti öðrum leikstjórum, aðallega tónlistarmyndbönd. Þetta er mjög góður byrjunarreitur í London og á sama tíma er ég að vinna að því að gera fleiri stuttmyndir og svo vonandi bíómynd í fullri lengd,“ bætir Þóra við. Hún hefur gert tvö tónlistarmyndbönd á Íslandi, fyrir Samaris og Þórunni Antoníu. Þá leikstýrði hún einnig stuttmyndinni Sub Rosa. „Það var heldur löng og ströng fæðing að koma henni í heiminn en nú er hún loksins tilbúin. Vinir mínir og fjölskylda héldu án efa að ég væri að búa til einhvers konar Hringadrottinssögu í þremur pörtum en ekki 15 mínútna stuttmynd. Hún er komin inn á nokkrar alþjóðlega hátíðir og ég er svakalega spennt að fá loksins að sýna hana.“ Þóra er með ýmislegt í bígerð. „Ég er að vinna að nokkrum hugmyndum fyrir tónlistarmyndbönd og svo erum við Snjólaug Lúðvíksdóttir handritshöfundur, sem skrifaði Sub Rosa, að vinna að ýmsum verkefnum. Við erum að hefja fjármögnun á stuttmynd sem verður gerð á Íslandi og erum einnig að vinna í þróun lengri verkefna hér heima. Við tvær og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir, búninga- og leikmyndahönnuður, sköpuðum Sub Rosa saman og við ætlum okkur að halda samstarfinu áfram,“ segir Þóra. En hvert er draumaverkefnið? „Vá, þau eru svo mörg og verða bara fleiri og fleiri því lengra sem ég fer. Ég er með stútfullan haus og tölvu af hugmyndum sem mig dreymir um að verði að veruleika. Það eru mjög margir tónlistarmenn sem mig langar að vinna með og síðan er draumurinn alltaf að gera bíómyndir í fullri lengd og segja sögur sem skipta máli. Ég vil nota þennan magnaða miðil sem við höfum, kvikmyndir – og einnig tónlistarmyndbönd – til þess að varpa ljósi á ýmiskonar málefni með listrænum hætti.“
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira