Enski boltinn | Fulham missti niður tveggja marka forystu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2014 00:01 Lewis Holtby og félagar í Fulham glotruðu niður tveggja marka forystu. Vísir/Getty Fjórum leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni. Fulham og Hull City skildu jöfn, 2-2, á Craven Cottage. Varamaðurinn Ashkan Dejagah kom Fulham yfir á 55. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar bætti varnarmaðurinn Fernando Amorebieta við marki. Króatinn Nikica Jelavic náði að minnka muninn þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum og það var síðan Shane Long sem jafnaði leikinn á 87. mínútu, en skömmu áður hafði David Stockdale, markvörður Fulham, varið skot Ahmeds Elmohamady í stöngina. Fulham, sem hefði komist úr fallsæti með sigri, situr í 18. sæti, stigi á eftir Norwich sem mætir Manchester United eftir tæpan hálftíma.Saido Berahino var hetja West Brom þegar liðið bar sigurorð af West Ham á heimavelli. Hann skoraði eina mark leiksins á 11. mínútu eftir fyrirgjöf frá Morgan Amalfitano. West Ham fékk góð færi til að skora í leiknum, en Ben Foster var vel á verði í marki West Brom auk þess sem sláin kom heimamönnum til bjargar í seinni hálfleik þegar Andy Carroll skallaði að marki. West Brom situr í 15. sæti með 36 stig - fimm stigum frá fallsæti - og West Ham sæti ofar með 37 stig. Þá vann Swansea sigur á Aston Villa á heimavelli með fjórum mörkum gegn einu. Wilfried Bony kom Walesverjunum yfir eftir tíu mínútna leik eftir sendingu frá Jonjo Shelvey, en Gabriel Agbonlahor jafnaði leikinn tólf mínútum síðar eftir fyrirgjöf frá Marc Albrighton. Á 26. mínútu skoraði Shelvey síðan glæsilegt mark þegar hann skaut boltanum á lofti, nánast við miðju, yfir markvörðinn Brad Guzan og í markið. Pablo Hernandez bætti svo þriðja marki Swansea við þegar tæpar 20 mínútur voru eftir af leiknum og Bony gulltryggði sigurinn með sínu öðru marki úr vítaspyrnu á lokamínútunni. Með sigrinum komst Swansea upp í 12. sæti deildarinnar. Aston Villa er hins vegar í vondum málum í 16. sæti, þremur stigum frá fallsæti, en liðið hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu sex leikjum sínum.Úrslit dagsins: Stoke City 0-1 Tottenham Fulham 2-2 Hull City West Brom 1-0 West Ham Swansea 4-1 Aston Villa Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Fjórum leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni. Fulham og Hull City skildu jöfn, 2-2, á Craven Cottage. Varamaðurinn Ashkan Dejagah kom Fulham yfir á 55. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar bætti varnarmaðurinn Fernando Amorebieta við marki. Króatinn Nikica Jelavic náði að minnka muninn þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum og það var síðan Shane Long sem jafnaði leikinn á 87. mínútu, en skömmu áður hafði David Stockdale, markvörður Fulham, varið skot Ahmeds Elmohamady í stöngina. Fulham, sem hefði komist úr fallsæti með sigri, situr í 18. sæti, stigi á eftir Norwich sem mætir Manchester United eftir tæpan hálftíma.Saido Berahino var hetja West Brom þegar liðið bar sigurorð af West Ham á heimavelli. Hann skoraði eina mark leiksins á 11. mínútu eftir fyrirgjöf frá Morgan Amalfitano. West Ham fékk góð færi til að skora í leiknum, en Ben Foster var vel á verði í marki West Brom auk þess sem sláin kom heimamönnum til bjargar í seinni hálfleik þegar Andy Carroll skallaði að marki. West Brom situr í 15. sæti með 36 stig - fimm stigum frá fallsæti - og West Ham sæti ofar með 37 stig. Þá vann Swansea sigur á Aston Villa á heimavelli með fjórum mörkum gegn einu. Wilfried Bony kom Walesverjunum yfir eftir tíu mínútna leik eftir sendingu frá Jonjo Shelvey, en Gabriel Agbonlahor jafnaði leikinn tólf mínútum síðar eftir fyrirgjöf frá Marc Albrighton. Á 26. mínútu skoraði Shelvey síðan glæsilegt mark þegar hann skaut boltanum á lofti, nánast við miðju, yfir markvörðinn Brad Guzan og í markið. Pablo Hernandez bætti svo þriðja marki Swansea við þegar tæpar 20 mínútur voru eftir af leiknum og Bony gulltryggði sigurinn með sínu öðru marki úr vítaspyrnu á lokamínútunni. Með sigrinum komst Swansea upp í 12. sæti deildarinnar. Aston Villa er hins vegar í vondum málum í 16. sæti, þremur stigum frá fallsæti, en liðið hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu sex leikjum sínum.Úrslit dagsins: Stoke City 0-1 Tottenham Fulham 2-2 Hull City West Brom 1-0 West Ham Swansea 4-1 Aston Villa
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira