Fótbolti

Guðlaugur Victor fær ekki að spila á móti Alfreð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson gengur hér niðurlútur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið.
Guðlaugur Victor Pálsson gengur hér niðurlútur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið. Vísir/Getty
Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður NEC Nijmegen í hollensku úrvalsdeildinni, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd hollensku deildarinnar fyrir rauða spjaldið sem hann fékk um helgina.

Guðlaugur Victor fékk rauða spjaldið á 90. mínútu í 3-1 tapi á móti Roda JC en eftir leikinn er NEC í botnsæti deildarinnar, fjórum stigum frá síðasta örugga sætinu.

„Ég er ekki ánægður með ákvörðun hollenska knattspyrnusambandsins en ég verð að sætta mig við hana," skrifaði Guðlaugur Victor inn á Twitter-síðu sinni í dag.

Guðlaugur Victor missir af deildarleikjum á móti FC Utrecht og SC Heerenveen og fær því ekki tækifæri að glíma við landa sinn Alfreð Finnbogason sem er markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar.

Guðlaugur Victor og Alfreð spiluðu báðir allar 90 mínúturnar í fyrri leiknum sem NEC Nijmegen vann 2-1. Alfreð náði ekki að skora í þeim leik en Guðlaugur Victor spilaði þá inn á miðjunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×