Fótbolti

Alfreð skoraði en Guðlaugur fékk rautt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð fagnar marki sínu í kvöld.
Alfreð fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty
Alfreð Finnbogason skoraði enn eitt markið þegar Heerenveen vann 3-0 sigur á PEC Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Alfreð skoraði þriðja og síðast mark leiksins á 77. mínútu en hann var þá búinn að leggja upp mark í leiknum.

Hann er nú kominn með 23 mörk á tímabilinu í 24 deildarleikjum með Heerenveen og er markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar.

NEC Nejmegen, lið Guðlaugs Victors Pálssonar, tapaði fyrir Roda JC á útivelli, 3-1. Guðlaugur fékk að líta beint rautt spjald undir lok leiksins.

Heerenveen er í sjötta sæti deildarinnar með 43 stig en NEC er í neðsta sætinu með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×