Hann og Hugrún Árnadóttir, eigendur og hönnuðir tískulínunnar Kron by Kronkron, fengu annað tækifæri til þess að kynna vörur sínar fyrir þverskurðinum í kvikmynda- og tónlistarbransanum.
Í lok ágúst voru þau á MTV- og Emmy-verðlaunahátíðunum í Los Angeles. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í. Þegar við vorum komin út sáum við hvaða hringiðu við vorum dottin í. Þarna vorum við kynnt fyrir leikurum, leikstjórum, handritshöfundum, viðskiptafólki og þar sem þetta er mjög skipulagt gafst okkur tími til að spjalla í rólegheitum við hvern og einn. Í kjölfarið var okkur boðið að koma aftur og taka þátt í Hollywood Film Awards og svo American Music Awards,“ segir Magni.

„Kron by Kronkron féll vel í kramið hjá stjörnunum og eru ýmsir boltar komnir af stað í Hollywood. Mikið af áhrifafólki er farið að klæðast fötunum og skónum okkar. Þetta er fólk allt frá eigendum Guggenheim-safnsins, til stórstjarna á borð við Angelu Bassett og Sharon Stone, auk nokkurra á listanum hér fyrir ofan,“ segir Magni.
Vegna stífra reglna og samninga geta þau ekki gefið út hverjir muni klæðast fötunum. „Nú eru öll blöð vöktuð og bíðum við spennt eftir að geta sagt frá. Þetta er án efa stærsta tækifærið sem við höfum fengið á erlendum markaði. Svona tækifæri kemur í kjölfar gríðarlegrar vinnu og óbilandi trúar á okkur. Við vorum svo heppin að Hönnunarsjóður Auroru hefur líka óbilandi trú á okkur og var tilbúinn að styðja við bakið á okkur og erum við endalaust þakklát fyrir þeirra hjálp,“ bætir Magni við.
Næst á dagskrá hjá þeim eru Golden Globe-verðlaunin í janúar. „Þau úti segja að þau séu enn þá risa-risastærri [en hinar hátíðirnar] þannig að við bíðum við bara spennt eftir því hvert þetta ævintýri tekur okkur.“