Fleiri tónleikar, meira vín og fleiri stelpur Gunnar Leó Pálsson og Andri Marinó Karlsson skrifar 6. september 2014 09:00 Basshunter skemmti Verslingum með glæsibrag. Vísir/Andri Marinó Karlsson „Um það bil helmingur tónleika minna í kringum sumartímann eru tónleikar eins og þessir hérna á Íslandi. Ég hef mjög gaman af því að spila á svona skólaböllum, þetta er skemmtileg blanda, eins konar blanda þess að spila á klúbbi eða á stórum tónleikum,“ segir sænski tónlistarmaðurinn Basshunter en hann tróð upp á skólaballi Verslunarskóla Íslands á fimmtudagskvöldið í íþróttahúsinu í Kaplakrika. En veit hann eitthvað um skólann sem hann var að spila fyrir? „Ég hef heyrt að það séu bara allir nemendurnir mættir og að þetta sé fjölmennasti skólinn. Ég hef líka heyrt að þetta sé skemmtilegasti skólinn,“ segir Basshunter og hlær. Basshunter kom fyrst fram á sjónarsviðið hér á landi þegar hann gaf út lagið Boten Anna árið 2006 sem var geysilega vinsælt og kom meðal annars hingað til lands það ár. „Ég er að koma hingað í þriðja sinn, fyrst þegar ég kom var vetur og mjög kalt en nú er gott og fallegt veður. Ég held ég hafi komið með góða veðrið með mér frá Svíþjóð,“ segir Basshunter og hlær.Hann er ákaflega hrifinn af landi og þjóð. „Fólkið hérna er yndislegt og landið virkilega fallegt,“ bætir Basshunter við, honum þykir leitt að geta ekki verið hér lengur og skoðað landið. Spurður út í hvort hann eigi sér uppáhalds íslenskan tónlistarmann segir hann Björk vera í miklu uppáhaldi. Basshunter fer sérlega fögrum orðum um kvenfólkið á Íslandi. „Íslenskt kvenfólk er alveg sérstaklega fallegt.“ Þó að ekki hafa mikið bólað á kappanum hér á landi undanfarið er nóg að gera hjá honum í tónleikahaldi og lagasmíði. „Ég er búinn að vera að spila mikið út um allan heim og það hefur verið mjög mikið að gera í sumar. Ég hef spilað í yfir fimmtíu löndum þannig að það hefur verið nóg að gera og er ég mjög þakklátur fyrir það.“ Hann segist semja sína tónlist og texta sjálfur. „Ég sem allt sjálfur en stundum hjálpar umboðsmaðurinn minn þó aðeins við textasmíðina, sérstaklega þegar mér gengur illa að finna réttu ensku orðin.“ Hann yfirgaf landið á föstudagsmorgun og hefur í nógu að snúast. „Ég er að fara til Spánar að spila og svo til Skotlands og Englands. Fleiri tónleikar, meira vín og fleiri stelpur,“ segir Basshunter og hlær.Brot úr sögu Basshunters Basshunter heitir réttu nafni Jonas Erik Altberg og er 29 ára gamall Svíi. Hann hefur gefið út sex plötur á ferlinum. Hans þekktustu lög eru: Boten AnnaVi sitter i Ventrilo och spelar DotAl Now You’re Gonel All I Ever Wanted Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Um það bil helmingur tónleika minna í kringum sumartímann eru tónleikar eins og þessir hérna á Íslandi. Ég hef mjög gaman af því að spila á svona skólaböllum, þetta er skemmtileg blanda, eins konar blanda þess að spila á klúbbi eða á stórum tónleikum,“ segir sænski tónlistarmaðurinn Basshunter en hann tróð upp á skólaballi Verslunarskóla Íslands á fimmtudagskvöldið í íþróttahúsinu í Kaplakrika. En veit hann eitthvað um skólann sem hann var að spila fyrir? „Ég hef heyrt að það séu bara allir nemendurnir mættir og að þetta sé fjölmennasti skólinn. Ég hef líka heyrt að þetta sé skemmtilegasti skólinn,“ segir Basshunter og hlær. Basshunter kom fyrst fram á sjónarsviðið hér á landi þegar hann gaf út lagið Boten Anna árið 2006 sem var geysilega vinsælt og kom meðal annars hingað til lands það ár. „Ég er að koma hingað í þriðja sinn, fyrst þegar ég kom var vetur og mjög kalt en nú er gott og fallegt veður. Ég held ég hafi komið með góða veðrið með mér frá Svíþjóð,“ segir Basshunter og hlær.Hann er ákaflega hrifinn af landi og þjóð. „Fólkið hérna er yndislegt og landið virkilega fallegt,“ bætir Basshunter við, honum þykir leitt að geta ekki verið hér lengur og skoðað landið. Spurður út í hvort hann eigi sér uppáhalds íslenskan tónlistarmann segir hann Björk vera í miklu uppáhaldi. Basshunter fer sérlega fögrum orðum um kvenfólkið á Íslandi. „Íslenskt kvenfólk er alveg sérstaklega fallegt.“ Þó að ekki hafa mikið bólað á kappanum hér á landi undanfarið er nóg að gera hjá honum í tónleikahaldi og lagasmíði. „Ég er búinn að vera að spila mikið út um allan heim og það hefur verið mjög mikið að gera í sumar. Ég hef spilað í yfir fimmtíu löndum þannig að það hefur verið nóg að gera og er ég mjög þakklátur fyrir það.“ Hann segist semja sína tónlist og texta sjálfur. „Ég sem allt sjálfur en stundum hjálpar umboðsmaðurinn minn þó aðeins við textasmíðina, sérstaklega þegar mér gengur illa að finna réttu ensku orðin.“ Hann yfirgaf landið á föstudagsmorgun og hefur í nógu að snúast. „Ég er að fara til Spánar að spila og svo til Skotlands og Englands. Fleiri tónleikar, meira vín og fleiri stelpur,“ segir Basshunter og hlær.Brot úr sögu Basshunters Basshunter heitir réttu nafni Jonas Erik Altberg og er 29 ára gamall Svíi. Hann hefur gefið út sex plötur á ferlinum. Hans þekktustu lög eru: Boten AnnaVi sitter i Ventrilo och spelar DotAl Now You’re Gonel All I Ever Wanted
Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira