Seinni eiginmaðurinn tók sitt eigið líf Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2014 10:30 vísir/getty Grínistinn Joan Rivers lést á fimmtudagskvöld 81 árs að aldri. Hún hætti að anda í miðri hálsskurðaðgerð í síðustu viku og hafði legið eftir það þungt haldin á Mt. Sinai spítalanum í New York. Spéfuglinn Joan Alexandra Molinsky fæddist þann 8. júní árið 1933 í Brooklyn New York. Hún var yngsta dóttir rússneskra gyðinga sem voru innflytjendur í Bandaríkjunum. Hana dreymdi ung um að losna úr fátæktinni í Brooklyn og sat oft fyrir utan leikhúsin og beið þess að vera uppgötvuð. Seinna lærði hún ensku og mannfræði í Barnard-háskóla. „Ef ég væri ekki í skemmtanabransanum væri ég klárlega mannfræðingur. Mannfræði var aukafag mitt í háskóla. En ég þyrfti að taka hárgreiðslumann og förðunarfræðing með mér í fornleifauppgröftinn,“ grínaðist hún með í viðtali við Us Weekly fyrir nokkrum árum. Joan skaust upp á stjörnuhimininn á sjöunda áratug síðustu aldar þegar hún birtist í ýmsum skemmtiþáttum, þar á meðal The Tonight Show, The Ed Sullivan Show og The Carol Burnett Show. Hún fór á kostum með Johnny Carson í The Tonight Show sem varð til þess að hún fékk sinn eigin þátt sem hét einfaldlega That Show with Joan Rivers. Sá þáttur leið undir lok árið 1969 en hún hélt áfram að vera gestur hinna ýmsa þátta sem og að vinna bak við tjöldin. Árið 1978 skrifaði hún og leikstýrði myndinni Rabbit Test með Billy Crystal og Doris Roberts í aðalhlutverki.Joan var umdeild en alltaf var stutt í grínið.vísir/gettyStærsta tækifæri Joan kom árið 1983 þegar hún var gerð að meðstjórnanda The Tonight Show með Johnny Carson og var hún fyrsti kvenstjórnandi spjallþáttar í sjónvarpssögu Bandaríkjanna. Upp úr slitnaði hjá Joan og Johnny og Joan fékk sinn eigin þátt á Fox, The Late Show Starring Joan Rivers árið 1986. Ári síðar var sá þáttur tekinn af dagskrá og árið 1989 stjórnaði hún The Joan Rivers Show. Fyrir hann fékk hún Daytime Emmy-verðlaun og stjörnu á frægðargötunni í Hollywood. Á tíunda áratug síðustu aldar var hún hvað þekktust fyrir að vera fréttakona á rauða dreglinum fyrir sjónvarpsstöðina E! og notaði einkunnarorð sín Can we talk? til að ná athygli stjarnanna og spyrja þær í hverju þau voru. Það má segja að það hafi verið undanfari þáttarins Fashion Police á E! sem hófu göngu sína árið 2010 en þar talaði Joan hispurslaust um fatnað stjarnanna og móðgaði marga. Þá má ekki gleyma veru hennar í þætti Donalds Trump, Celebrity Apprentice, árið 2009 þar sem hún fór með sigur af hólmi.Með eiginmanni sínum, Edgar Rosenberg.vísir/gettyJoan kom líka víða við í leiklistinni og fékk meðal annars tilnefningu til Tony-verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Sally Marr árið 1994. Þá gaf hún einnig út grínplötur og bækur. Mikið gekk á í einkalífi Joan. Hún var tvígift, fyrst James Sanger og síðar Edgar Rosenberg. Hjónaband hennar og James var ógilt stuttu eftir brúðkaupið en hún var gift Edgari frá árinu 1965 og þangað til hann framdi sjálfsmorð árið 1987. Þau eignuðust eina dóttur, Melissa Rivers, sem kom í heiminn 20. janúar árið 1968. Þær mæðgur voru mjög nánar og setti Joan hana ávallt í fyrsta sæti og einnig son hennar, Cooper, sem fæddist árið 2000. Melissa sendi frá sér hjartnæma tilkynningu á fimmtudagskvöldið eftir að móðir hennar kvaddi þennan heim. „Stærsta gleði móður minnar í lífinu var að láta fólk hlæja. Ég veit að hennar hinsta ósk væri að við myndum hlæja bráðum þó það sé mjög erfitt núna.“Mæðgurnar Melissa og Joan voru alla tíð afar nánar.vísir/getty Tengdar fréttir Skipulagði eigin jarðarför: "Ég vil vera grafin í kjól frá Valentino“ Joan Rivers lögð til hinstu hvílu á sunnudag. 5. september 2014 18:30 Joan Rivers látin Grínistinn hætti að anda miðri hálsskurðaðgerð í síðustu viku og hafði legið þungt haldin undanfarna daga. 4. september 2014 19:24 Grínaðist um dauða sinn daginn fyrir áfallið Joan Rivers í stöðugu ástandi 29. ágúst 2014 17:19 Joan Rivers enn á gjörgæslu Fjölskyldan vill hugsanlega lögsækja 3. september 2014 17:00 "Líkami minn verður gefinn Tupperware þegar ég dey“ Joan Rivers heitin fór í fjölmargar lýtaaðgerðir á ævinni. 5. september 2014 17:00 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Lífið Fleiri fréttir Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Sjá meira
Grínistinn Joan Rivers lést á fimmtudagskvöld 81 árs að aldri. Hún hætti að anda í miðri hálsskurðaðgerð í síðustu viku og hafði legið eftir það þungt haldin á Mt. Sinai spítalanum í New York. Spéfuglinn Joan Alexandra Molinsky fæddist þann 8. júní árið 1933 í Brooklyn New York. Hún var yngsta dóttir rússneskra gyðinga sem voru innflytjendur í Bandaríkjunum. Hana dreymdi ung um að losna úr fátæktinni í Brooklyn og sat oft fyrir utan leikhúsin og beið þess að vera uppgötvuð. Seinna lærði hún ensku og mannfræði í Barnard-háskóla. „Ef ég væri ekki í skemmtanabransanum væri ég klárlega mannfræðingur. Mannfræði var aukafag mitt í háskóla. En ég þyrfti að taka hárgreiðslumann og förðunarfræðing með mér í fornleifauppgröftinn,“ grínaðist hún með í viðtali við Us Weekly fyrir nokkrum árum. Joan skaust upp á stjörnuhimininn á sjöunda áratug síðustu aldar þegar hún birtist í ýmsum skemmtiþáttum, þar á meðal The Tonight Show, The Ed Sullivan Show og The Carol Burnett Show. Hún fór á kostum með Johnny Carson í The Tonight Show sem varð til þess að hún fékk sinn eigin þátt sem hét einfaldlega That Show with Joan Rivers. Sá þáttur leið undir lok árið 1969 en hún hélt áfram að vera gestur hinna ýmsa þátta sem og að vinna bak við tjöldin. Árið 1978 skrifaði hún og leikstýrði myndinni Rabbit Test með Billy Crystal og Doris Roberts í aðalhlutverki.Joan var umdeild en alltaf var stutt í grínið.vísir/gettyStærsta tækifæri Joan kom árið 1983 þegar hún var gerð að meðstjórnanda The Tonight Show með Johnny Carson og var hún fyrsti kvenstjórnandi spjallþáttar í sjónvarpssögu Bandaríkjanna. Upp úr slitnaði hjá Joan og Johnny og Joan fékk sinn eigin þátt á Fox, The Late Show Starring Joan Rivers árið 1986. Ári síðar var sá þáttur tekinn af dagskrá og árið 1989 stjórnaði hún The Joan Rivers Show. Fyrir hann fékk hún Daytime Emmy-verðlaun og stjörnu á frægðargötunni í Hollywood. Á tíunda áratug síðustu aldar var hún hvað þekktust fyrir að vera fréttakona á rauða dreglinum fyrir sjónvarpsstöðina E! og notaði einkunnarorð sín Can we talk? til að ná athygli stjarnanna og spyrja þær í hverju þau voru. Það má segja að það hafi verið undanfari þáttarins Fashion Police á E! sem hófu göngu sína árið 2010 en þar talaði Joan hispurslaust um fatnað stjarnanna og móðgaði marga. Þá má ekki gleyma veru hennar í þætti Donalds Trump, Celebrity Apprentice, árið 2009 þar sem hún fór með sigur af hólmi.Með eiginmanni sínum, Edgar Rosenberg.vísir/gettyJoan kom líka víða við í leiklistinni og fékk meðal annars tilnefningu til Tony-verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Sally Marr árið 1994. Þá gaf hún einnig út grínplötur og bækur. Mikið gekk á í einkalífi Joan. Hún var tvígift, fyrst James Sanger og síðar Edgar Rosenberg. Hjónaband hennar og James var ógilt stuttu eftir brúðkaupið en hún var gift Edgari frá árinu 1965 og þangað til hann framdi sjálfsmorð árið 1987. Þau eignuðust eina dóttur, Melissa Rivers, sem kom í heiminn 20. janúar árið 1968. Þær mæðgur voru mjög nánar og setti Joan hana ávallt í fyrsta sæti og einnig son hennar, Cooper, sem fæddist árið 2000. Melissa sendi frá sér hjartnæma tilkynningu á fimmtudagskvöldið eftir að móðir hennar kvaddi þennan heim. „Stærsta gleði móður minnar í lífinu var að láta fólk hlæja. Ég veit að hennar hinsta ósk væri að við myndum hlæja bráðum þó það sé mjög erfitt núna.“Mæðgurnar Melissa og Joan voru alla tíð afar nánar.vísir/getty
Tengdar fréttir Skipulagði eigin jarðarför: "Ég vil vera grafin í kjól frá Valentino“ Joan Rivers lögð til hinstu hvílu á sunnudag. 5. september 2014 18:30 Joan Rivers látin Grínistinn hætti að anda miðri hálsskurðaðgerð í síðustu viku og hafði legið þungt haldin undanfarna daga. 4. september 2014 19:24 Grínaðist um dauða sinn daginn fyrir áfallið Joan Rivers í stöðugu ástandi 29. ágúst 2014 17:19 Joan Rivers enn á gjörgæslu Fjölskyldan vill hugsanlega lögsækja 3. september 2014 17:00 "Líkami minn verður gefinn Tupperware þegar ég dey“ Joan Rivers heitin fór í fjölmargar lýtaaðgerðir á ævinni. 5. september 2014 17:00 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Lífið Fleiri fréttir Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Sjá meira
Skipulagði eigin jarðarför: "Ég vil vera grafin í kjól frá Valentino“ Joan Rivers lögð til hinstu hvílu á sunnudag. 5. september 2014 18:30
Joan Rivers látin Grínistinn hætti að anda miðri hálsskurðaðgerð í síðustu viku og hafði legið þungt haldin undanfarna daga. 4. september 2014 19:24
"Líkami minn verður gefinn Tupperware þegar ég dey“ Joan Rivers heitin fór í fjölmargar lýtaaðgerðir á ævinni. 5. september 2014 17:00