Lífið

Skipulagði eigin jarðarför: "Ég vil vera grafin í kjól frá Valentino“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Jarðarför Joan Rivers fer fram á morgun í Emanu-El, bænahúsi gyðinga, í New York en Joan lést í gær, 81 árs að aldri.

Spéfuglinn lýsti því í bókinni I Hate Everyone…Starting With Me, sem kom út árið 2012, hvernig hún vildi að jarðarförin færi fram.

„Þegar ég dey (og já, Melissa, sá dagur mun koma; og já, Melissa, þú erfir allt) vil ég að jarðarförin verði risastór skemmtanaviðburður með ljósum, myndavélum og hasar,“ skrifaði Joan og vísaði í einkadóttur sína Melissu Rivers. Joan var meira að segja búin að plana skemmtiatriði og í hverju hún ætlaði að vera.

„Ég vil mat eins og á tökustað, ég vil paparassa og ég vil blaðafulltrúa sem valda usla. Ég vil að þetta sé Hollywood alla leið. Ég vil ekki að einhver rabbíni röfli og röfli; ég vil að Meryl Streep gráti á fimm mismunandi tungumálum. Ég vil ekki lofræðu; ég vil að Bobby Vinton taki höfuð mitt upp og syngi Mr. Lonely. Ég vil líta stórkostlega út, betur en ég gerði þegar ég lifði. Ég vil vera grafin í kjól frá Valentino og ég vil að Harry Winston hanni merki á tána mína. Og ég vil vindvél þannig að hárið mitt fyllist lofti í kistunni eins og hárið hennar Beyoncé.“


Tengdar fréttir

Joan Rivers látin

Grínistinn hætti að anda miðri hálsskurðaðgerð í síðustu viku og hafði legið þungt haldin undanfarna daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×