Lífið

"Líkami minn verður gefinn Tupperware þegar ég dey“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Spéfuglinn Joan Rivers lést í gær, 81 árs að aldri.

Joan fór aldrei í grafgötur með að hún elskaði að láta lappa uppá sig með hinum ýmsu lýtaaðgerðum.

„Ég er búin að fara í svo margar lýtaaðgerðir að líkami minn verður gefinn Tupperware þegar ég dey,“ grínaðist hún eitt sinn með.

Joan fór í fyrstu aðgerðina þegar hún var 31 árs en þá lét hún lyfta augnlokum sínum. Síðan þá og þangað til hún lést fór hún að minnsta kosti í tvær andlitslyftingar, eina nefaðgerð og fékk svo margar Botox-sprautur að læknirinn neitaði að gefa henni meira.

„Hann segir að ég þurfi ekki meira og sendir mig heim,“ sagði hún árið 2007. Hún lét það sem vind um eyru þjóta og fór í sprautu á fimm til sex mánaða fresti.

„Mig langar að líta vel út. Enginn vill vera ljótur,“ sagði Jaon.

Sjónvarpsmaðurinn Anderson Cooper spurði hana eitt sinn hvort það væri satt að hún hefði farið í 734 aðgerðir. Joan var yfir sig hneyksluð og sagði: Nei. 739!“

Á sínum langa ferli grínaðist hún oft með þessar fegrunaraðgerðir. Hér eru nokkrar eftirminnilegar setningar:

„Ég vildi að ég ætti tvíbura svo ég gæti séð hvernig ég liti út án lýtaaðgerða.“

„Eiginmaður minn drap sig. Það var mér að kenna. Við vorum að njóta ásta og ég tók pokann af hausnum mínum.“

„Mottóið mitt er: Það er betra að sjá nýtt andlit stíga út úr gömlum bíl en gamalt andlit að stíga út úr nýjum bíl.“


Tengdar fréttir

Joan Rivers látin

Grínistinn hætti að anda miðri hálsskurðaðgerð í síðustu viku og hafði legið þungt haldin undanfarna daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×