Joan Rivers látin Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2014 19:24 Vísir/AFP Grínistinn Joan Rivers lést í kvöld, 81 árs að aldri. Hún hætti að anda í miðri hálsskurðaðgerð í síðustu viku og hafði legið þungt haldin á Mt. Sinai spítalanum í New York. Rivers undirgekkst skurðaðgerð þar sem hún átti erfitt með tal vegna vandræða með raddbönd sín. Henni var haldið sofandi í öndunarvél. Andlát hennar bar að klukkan 1:17 að staðartíma og að sögn dóttur hennar var hún í hópi vina og vandamanna þegar hún féll frá. Í tilkynningu frá fjölskyldunni þakkar dóttir Rivers starfsfólki sjúkrahússins fyrir vel unnin störf og að þau séu þakklát fyrir allan þann hlýhug sem þeim var sýndur meðan Joan dvaldist á spítalanum. „Helsta gleði móður minnar var að fá fólk til að hlæja. Þrátt fyrir að okkur sé ekki hlátur í hug á þessari stundu hefði hún óskað þess að við myndum hlæja brátt á ný,“ segir í tilkynningunni sem sjá má hér að neðan.Joan Rivers skaust fyrst fram á sjónarsviðið sem gestur í þætti Johnny Carsons, The Tonight Show árið 1965. Hún varð reglulegur gestur í þættinum og samspil hennar og Carsons var slíkt að henni var boðið árið 1983 að vera meðstjórnandi þáttarins. Hún fékk svo sinn eigin sjónvarpsþátt árið 1986 sem olli mikilli úlfúð milli hennar og Carsons en þáttur hennar er talinn marka vatnaskil. Ekki einungis í þáttagerð heldur einnig fyrir konur í skemmtanaiðnaðinum, en grín hafði lengið verið einokað af karlmönnum.Touching statement from Melissa Rivers on her mother Joan's death at age 81: pic.twitter.com/xzEvBS9Riz— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 4, 2014 Tengdar fréttir Joan Rivers þungt haldin Fjölmiðlakonunni er haldið sofandi í öndunarvél. 28. ágúst 2014 23:45 Grínaðist um dauða sinn daginn fyrir áfallið Joan Rivers í stöðugu ástandi 29. ágúst 2014 17:19 Joan Rivers enn á gjörgæslu Fjölskyldan vill hugsanlega lögsækja 3. september 2014 17:00 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Grínistinn Joan Rivers lést í kvöld, 81 árs að aldri. Hún hætti að anda í miðri hálsskurðaðgerð í síðustu viku og hafði legið þungt haldin á Mt. Sinai spítalanum í New York. Rivers undirgekkst skurðaðgerð þar sem hún átti erfitt með tal vegna vandræða með raddbönd sín. Henni var haldið sofandi í öndunarvél. Andlát hennar bar að klukkan 1:17 að staðartíma og að sögn dóttur hennar var hún í hópi vina og vandamanna þegar hún féll frá. Í tilkynningu frá fjölskyldunni þakkar dóttir Rivers starfsfólki sjúkrahússins fyrir vel unnin störf og að þau séu þakklát fyrir allan þann hlýhug sem þeim var sýndur meðan Joan dvaldist á spítalanum. „Helsta gleði móður minnar var að fá fólk til að hlæja. Þrátt fyrir að okkur sé ekki hlátur í hug á þessari stundu hefði hún óskað þess að við myndum hlæja brátt á ný,“ segir í tilkynningunni sem sjá má hér að neðan.Joan Rivers skaust fyrst fram á sjónarsviðið sem gestur í þætti Johnny Carsons, The Tonight Show árið 1965. Hún varð reglulegur gestur í þættinum og samspil hennar og Carsons var slíkt að henni var boðið árið 1983 að vera meðstjórnandi þáttarins. Hún fékk svo sinn eigin sjónvarpsþátt árið 1986 sem olli mikilli úlfúð milli hennar og Carsons en þáttur hennar er talinn marka vatnaskil. Ekki einungis í þáttagerð heldur einnig fyrir konur í skemmtanaiðnaðinum, en grín hafði lengið verið einokað af karlmönnum.Touching statement from Melissa Rivers on her mother Joan's death at age 81: pic.twitter.com/xzEvBS9Riz— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 4, 2014
Tengdar fréttir Joan Rivers þungt haldin Fjölmiðlakonunni er haldið sofandi í öndunarvél. 28. ágúst 2014 23:45 Grínaðist um dauða sinn daginn fyrir áfallið Joan Rivers í stöðugu ástandi 29. ágúst 2014 17:19 Joan Rivers enn á gjörgæslu Fjölskyldan vill hugsanlega lögsækja 3. september 2014 17:00 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira