Forsetinn mótar ekki utanríkisstefnuna Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2014 18:45 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að reyna að brenna sem flestar brýr að baki í Evrópumálum til að gera ríkisstjórnum framtíðarinnar erfiðara fyrir að taka málið upp. Hann segir forseta Íslands frjálst að tjá hug sinn, en hann móti ekki stefnu Íslands í utanríkismálum. Hart hefur verið tekist á um áform ríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka á Alþingi í þessari viku og þeim verið mótmælt á Austurvelli og með tugum þúsunda undirskrifta á Netinu. Fylgjendum áframhaldandi viðræðna finnst að stjórnarflokkarnir fari fram af mikilli hörku í málinu. Í sjónvarpsþættinum Pólitíkin á Vísi þvertekur utanríkisráðherra fyrir þetta. Að þið séuð að reyna að brenna eins margar brýr að baki og hægt er? „Þetta er náttúrlega alrangt. Því ef við hefðum ætlað að fara þá leið hefðum við bara gert þetta í sumar. Ríkisstjórnin tekið ákvörðun og ekkert virt þingið eða neitt slíkt. Eða þá farið með þingsályktunartillögu inn í þingið í sumar, inn á sumar þing, og keyrt þetta í gegn,“ segir utanríkisráðherra. Í Pólitíkinni ræðum við ítarlega við utanríkisráðherra um Evrópusambandsmálið og fleiri mál eins og samskiptin við Rússa sem ráðherra minnir á að hafi verið náin í 70 ár. „Mér finnst að þeir hafi gengið allt of langt í ákveðnum hlutum, t.d. þegar kemur að mannréttindum og réttindum samkynhneigðra og slíkt. Mér finnst þeir ganga allt of langt og ég hef komið því á framfæri við rússnesk stjórnvöld“ segir Gunnar Bragi m.a. um samskiptin við Rússland. Þá ræðum við samskipti ráðherra við forseta Íslands. Hann segir reglu að utanríkisráðherra eða aðrir ráðherrar fylgi forseta í opinberar heimsóknir. „Þar talar utanríkisráðherra um utanríkismál. Ef það er hins vegar þannig að forsetinn er á ferðinni, fer á einhverjar aðrar ráðstefnur eða fundi er honum að sjálfsögðu frjálst að tjá hug sinn. En það er ekki hann sem mótar stefnu Íslands í utanríkismálum. Það er ekki hann sem talar fyrir hönd íslenska ríkisins og ríkisstjórnarinnar um utanríkismál,“ segir Gunnar Bragi í Pólitíkinni á Vísi. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að reyna að brenna sem flestar brýr að baki í Evrópumálum til að gera ríkisstjórnum framtíðarinnar erfiðara fyrir að taka málið upp. Hann segir forseta Íslands frjálst að tjá hug sinn, en hann móti ekki stefnu Íslands í utanríkismálum. Hart hefur verið tekist á um áform ríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka á Alþingi í þessari viku og þeim verið mótmælt á Austurvelli og með tugum þúsunda undirskrifta á Netinu. Fylgjendum áframhaldandi viðræðna finnst að stjórnarflokkarnir fari fram af mikilli hörku í málinu. Í sjónvarpsþættinum Pólitíkin á Vísi þvertekur utanríkisráðherra fyrir þetta. Að þið séuð að reyna að brenna eins margar brýr að baki og hægt er? „Þetta er náttúrlega alrangt. Því ef við hefðum ætlað að fara þá leið hefðum við bara gert þetta í sumar. Ríkisstjórnin tekið ákvörðun og ekkert virt þingið eða neitt slíkt. Eða þá farið með þingsályktunartillögu inn í þingið í sumar, inn á sumar þing, og keyrt þetta í gegn,“ segir utanríkisráðherra. Í Pólitíkinni ræðum við ítarlega við utanríkisráðherra um Evrópusambandsmálið og fleiri mál eins og samskiptin við Rússa sem ráðherra minnir á að hafi verið náin í 70 ár. „Mér finnst að þeir hafi gengið allt of langt í ákveðnum hlutum, t.d. þegar kemur að mannréttindum og réttindum samkynhneigðra og slíkt. Mér finnst þeir ganga allt of langt og ég hef komið því á framfæri við rússnesk stjórnvöld“ segir Gunnar Bragi m.a. um samskiptin við Rússland. Þá ræðum við samskipti ráðherra við forseta Íslands. Hann segir reglu að utanríkisráðherra eða aðrir ráðherrar fylgi forseta í opinberar heimsóknir. „Þar talar utanríkisráðherra um utanríkismál. Ef það er hins vegar þannig að forsetinn er á ferðinni, fer á einhverjar aðrar ráðstefnur eða fundi er honum að sjálfsögðu frjálst að tjá hug sinn. En það er ekki hann sem mótar stefnu Íslands í utanríkismálum. Það er ekki hann sem talar fyrir hönd íslenska ríkisins og ríkisstjórnarinnar um utanríkismál,“ segir Gunnar Bragi í Pólitíkinni á Vísi.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira