Innlent

Gísli Freyr sagði sig úr stjórn Fíladelfíu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gísli Freyr Valdórsson var í stjórn Fíladelfíu.
Gísli Freyr Valdórsson var í stjórn Fíladelfíu.
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu, hefur sagt sig úr stjórn og rekstrarráði kirkjunnar í dag. Þetta staðfesti Aron Hinriksson, forstöðumaður safnaðarins, í samtali við Vísi. Hann sagði jafnframt að Gísli Freyr hefði sjálfur átt frumkvæðið að því að segja sig úr stjórninni.

Aron sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að söfnuðurinn stæði með Gísla Frey. „Já, við viljum sjá hann vinna sig í gegnum þessa erfiðleika sem hann stendur í núna. Við þekkjum hann af góðu einu. En eins og hann er sjálfur að gera, þarf að takast á við afleiðingar gjörða sinna,“ sagði Aron.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.