Indí-hátíð klassíska geirans Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. júní 2014 13:00 Arngunnur Árnadóttir: "Þetta er tilraun til að fá fólk til að upplifa tónlist á annan hátt og er dálítið áhrifamikið.“ Vísir/Valli Kammertónlistarhátíðin Podium festival fer fram í Reykjavík dagana 5. til 8. júní í Norræna húsinu, Hörpu og á Kexi hosteli. Á hátíðinni er klassísk tónlist, allt frá endurreisnartíma til dagsins í dag, leikin af framúrskarandi ungu tónlistarfólki sem um þessar mundir leggur grunninn að tónlistarferli sínum. Eitt þeirra er Arnþrúður Árnadóttir klarínettuleikari, sem jafnframt er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin hérlendis,“ segir Arngunnur. „Fyrirmyndin er norsk hátíð sem varð til þess að sams konar hátíð var sett upp í Þýskalandi og síðan hér. Stofnendur hátíðarinnar hérlendis voru Þorgerður Edda Hall, sem er framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Ingibjörg Friðriksdóttir og Eygló Dóra Davíðsdóttir.“ Tónlistarfólkið kemur að þessu sinni frá Austurríki, Þýskalandi, Noregi og Íslandi og Arngunnur segir að það hafi myndast tengsl á milli listamannanna sem spila á þessum þremur hátíðum og oft komi sama fólkið fram á þeim öllum. „Það er svona smá grasrótarbragur yfir þessu,“ segir hún. „Það má eiginlega segja að þetta sé „indí“ klassíska geirans.“ Hátíðartónskáld Podium í ár er Halldór Smárason en hann er nýútskrifaður frá Manhattan School of Music. Nýtt verk úr smiðju hans verður frumflutt á opnunartónleikum hátíðarinnar í Norræna húsinu á fimmtudaginn klukkan 19.30. „Halldór er mjög virkur og efnilegur,“ segir Arngunnur. „Og heiður að hafa hann með okkur.“ Föstudaginn 6. júní klukkan 19.30 leiðir Podium-hópurinn tónleikagesti inn í niðamyrkur á tónleikunum „Inn í myrkrið“ sem fara fram í neðri kjallara Hörpu, K2. „Norðmennirnir Mathias Halvorsen og Magnus Boye Hansen byrjuðu með þetta konsept, að halda tónleika í myrkri til að skerpa önnur skilningarvit en sjónina,“ útskýrir Arngunnur. „Þetta er tilraun til að fá fólk til að upplifa tónlist á annan hátt og er dálítið áhrifamikið.“ Á tónleikunum „KEX-klassík“, laugardaginn 7. júní, hreiðrar tónlistarhópurinn um sig á Kexi hosteli. Andrúmsloft klassíska tímans verður endurskapað, þar sem tónleikar voru gjarnan í afslöppuðu umhverfi og frjálslegir tónleikagestir hlýddu á tónlist sér til yndisauka með drykk í hendi. Á dagskrá er undurfagur klarínettukvintett Mozarts, rafmagnaður John Adams-strengjakvartett og nýtt verk eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur. Á sunnudag verða lokatónleikar á Norðurbryggju Hörpu þar sem öllum er frjáls ókeypis aðgangur. Upplýsingar um flytjendur og tilhögun hátíðarinnar eru á heimasíðu hátíðarinnar. Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Kammertónlistarhátíðin Podium festival fer fram í Reykjavík dagana 5. til 8. júní í Norræna húsinu, Hörpu og á Kexi hosteli. Á hátíðinni er klassísk tónlist, allt frá endurreisnartíma til dagsins í dag, leikin af framúrskarandi ungu tónlistarfólki sem um þessar mundir leggur grunninn að tónlistarferli sínum. Eitt þeirra er Arnþrúður Árnadóttir klarínettuleikari, sem jafnframt er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin hérlendis,“ segir Arngunnur. „Fyrirmyndin er norsk hátíð sem varð til þess að sams konar hátíð var sett upp í Þýskalandi og síðan hér. Stofnendur hátíðarinnar hérlendis voru Þorgerður Edda Hall, sem er framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Ingibjörg Friðriksdóttir og Eygló Dóra Davíðsdóttir.“ Tónlistarfólkið kemur að þessu sinni frá Austurríki, Þýskalandi, Noregi og Íslandi og Arngunnur segir að það hafi myndast tengsl á milli listamannanna sem spila á þessum þremur hátíðum og oft komi sama fólkið fram á þeim öllum. „Það er svona smá grasrótarbragur yfir þessu,“ segir hún. „Það má eiginlega segja að þetta sé „indí“ klassíska geirans.“ Hátíðartónskáld Podium í ár er Halldór Smárason en hann er nýútskrifaður frá Manhattan School of Music. Nýtt verk úr smiðju hans verður frumflutt á opnunartónleikum hátíðarinnar í Norræna húsinu á fimmtudaginn klukkan 19.30. „Halldór er mjög virkur og efnilegur,“ segir Arngunnur. „Og heiður að hafa hann með okkur.“ Föstudaginn 6. júní klukkan 19.30 leiðir Podium-hópurinn tónleikagesti inn í niðamyrkur á tónleikunum „Inn í myrkrið“ sem fara fram í neðri kjallara Hörpu, K2. „Norðmennirnir Mathias Halvorsen og Magnus Boye Hansen byrjuðu með þetta konsept, að halda tónleika í myrkri til að skerpa önnur skilningarvit en sjónina,“ útskýrir Arngunnur. „Þetta er tilraun til að fá fólk til að upplifa tónlist á annan hátt og er dálítið áhrifamikið.“ Á tónleikunum „KEX-klassík“, laugardaginn 7. júní, hreiðrar tónlistarhópurinn um sig á Kexi hosteli. Andrúmsloft klassíska tímans verður endurskapað, þar sem tónleikar voru gjarnan í afslöppuðu umhverfi og frjálslegir tónleikagestir hlýddu á tónlist sér til yndisauka með drykk í hendi. Á dagskrá er undurfagur klarínettukvintett Mozarts, rafmagnaður John Adams-strengjakvartett og nýtt verk eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur. Á sunnudag verða lokatónleikar á Norðurbryggju Hörpu þar sem öllum er frjáls ókeypis aðgangur. Upplýsingar um flytjendur og tilhögun hátíðarinnar eru á heimasíðu hátíðarinnar.
Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira