Þessi strákur notar aðeins gítar og röddina sína til þess að flytja lagið Sweet Dreams eftir Eurythmics og óhætt er að segja að hann setur sinn svip á lagið.
Hann heldur úti youtube reikningi undir nafinu guitar0500 og setti lagið á reikning sinn sem þakklætisvott til vina sinna sem hjálpuðu honum að borga fyrir háskólanám sitt. Hann tileinkar þeim lagið í byrjun.