Christain Benteke, leikmaður Aston Villa, verður ekki með landsliði Belgíu á HM í sumar vegna alvarlegra meiðsla.
Samkvæmt fyrstu fregnum mun Benteke hafa slitið hásin á æfingu með Aston Villa sem þýðir að hann verði frá næstu mánuðina. Þetta hefur þó ekki verið staðfest af félaginu sjálfu.
Benteke er 23 ára gamall og hefur skorað tíu mörk fyrir Aston Villa á tímabilinu. Hann á að baki sautján leiki með landsliði Belga og hefur skorað í þeim sex mörk.
Benteke sagður missa af HM
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti



Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
