Enski boltinn

Gerrard: Draumar rætast bara ef maður vinnur vinnuna sína

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Steven Gerrard faðmar Jon Flanagan eftir sigurinn gegn Tottenham.
Steven Gerrard faðmar Jon Flanagan eftir sigurinn gegn Tottenham. Vísir/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, viðurkennir að hann dreymi stundum um Englandsmeistaratitilinn sem liðið er svo nálægt því að vinna núna í fyrsta skiptið í 24 ár.

Gerrard hefur unnið alla stærstu titlana sem hægt er að vinna nema enska meistaratitilinn en hann er sá sem allir enskir leikmenn þrá að vinna.

„Ég væri að ljúga ef ég segði svo ekki vera,“ sagði Gerrard aðspurður hvort hann léti sig dreyma um að vinna þann stóra.

„Þetta er alltaf inn og út úr huga mínum en ég reyni að halda einbeitingu því við höfum ekkert unnið enn þá. Það er mikilvægt fyrir mig og liðið að gleyma ekki að draumar rætast ekki nema maður vinni vinnuna sína. Það eru sex erfiðir leikir eftir,“ sagði Steven Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×