Flaming Lips á Iceland Airwaves Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2014 12:00 Flaming Lips eru meðal þeirra listamanna sem troða upp á Iceland Airwaves. Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu nú rétt í þessu fyrstu 18 listamennina sem koma fram á hátíðinni í ár en þeirra á meðal er bandaríska sveitin Flaming Lips sem loka mun hátíðinni sunnudaginn 9. nóvember í Valsheimilinu að Hlíðarenda. „Það er gríðarlegur fengur í Flaming Lips - læfsjóvið þeirra er með því allra magnaðasta sem er í boði í dag. Wayne Coyne og félagar feta ekki alltaf troðnar slóðir en njóta fyrir vikið ómældrar virðingar,“ segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland Airwaves í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Í erlendu deildinni erum við að kynna til leiks mörg spútnikin sem eiga án efa eftir að gera stóra hluti í nánustu framtíð. Það er frábært til dæmis að fá hingað Jungle sem hefur verið að vekja mikla athygli að undanförnu. Persónulega er ég líka gríðarlega spenntur að sjá Suður Afrísku hljómsveitina John Wizards sem er í miklu uppáhaldi þessa dagana hjá mér.“ Grímur segir að hinir íslensku listamenn sem taka þátt séu gríðarlega öflugir og margir hverjir hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. „Erlendis fara menn líka strax í að skoða íslensku bönd sem við erum að tilkynna – og það á sérstaklega við um nýja listamenn sem hafa ekki komið fram áður.“ Að sögn Gríms gengur miðasala vel og þegar hafa hátt í þúsund miðar verið seldir erlendis. Sem má heita gott því hátíðin fer fram í byrjun nóvember næstkomandi; það er tæpt ár í hátíðina. Hljómsveitirnar sem kynntar eru til leiks nú eru: East India Youth (UK), Samaris, Jungle (UK), Mammút, La Femme (FR), Grísalappalísa, Vök, Jaakko Eino Kalevi (FI), Hermigervill, Tiny Ruins (NZ), Muck, Snorri Helgason, Tonik, John Wizards (ZA), Blaenavon (UK), Just Another Snake Cult og Highlands. Tónlist Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu nú rétt í þessu fyrstu 18 listamennina sem koma fram á hátíðinni í ár en þeirra á meðal er bandaríska sveitin Flaming Lips sem loka mun hátíðinni sunnudaginn 9. nóvember í Valsheimilinu að Hlíðarenda. „Það er gríðarlegur fengur í Flaming Lips - læfsjóvið þeirra er með því allra magnaðasta sem er í boði í dag. Wayne Coyne og félagar feta ekki alltaf troðnar slóðir en njóta fyrir vikið ómældrar virðingar,“ segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland Airwaves í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Í erlendu deildinni erum við að kynna til leiks mörg spútnikin sem eiga án efa eftir að gera stóra hluti í nánustu framtíð. Það er frábært til dæmis að fá hingað Jungle sem hefur verið að vekja mikla athygli að undanförnu. Persónulega er ég líka gríðarlega spenntur að sjá Suður Afrísku hljómsveitina John Wizards sem er í miklu uppáhaldi þessa dagana hjá mér.“ Grímur segir að hinir íslensku listamenn sem taka þátt séu gríðarlega öflugir og margir hverjir hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. „Erlendis fara menn líka strax í að skoða íslensku bönd sem við erum að tilkynna – og það á sérstaklega við um nýja listamenn sem hafa ekki komið fram áður.“ Að sögn Gríms gengur miðasala vel og þegar hafa hátt í þúsund miðar verið seldir erlendis. Sem má heita gott því hátíðin fer fram í byrjun nóvember næstkomandi; það er tæpt ár í hátíðina. Hljómsveitirnar sem kynntar eru til leiks nú eru: East India Youth (UK), Samaris, Jungle (UK), Mammút, La Femme (FR), Grísalappalísa, Vök, Jaakko Eino Kalevi (FI), Hermigervill, Tiny Ruins (NZ), Muck, Snorri Helgason, Tonik, John Wizards (ZA), Blaenavon (UK), Just Another Snake Cult og Highlands.
Tónlist Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira