Mayweather setti tæplega 2,5 milljónir króna á leik Pittsburgh og Houston sem fram fór í NFL-deildinni í gær. Hann spáði Houston sigri en Steelers vann leikinn.
Það truflar Mayweather ekki mikið að tapa þessum peningum þar sem hann tók inn nokkra milljarða á síðasta bardaga.
Hann virðist vera spilafíkill en hann lagði tæpar 100 milljónir króna undir á leik Arizona og Oakland fyrr í vetur.