Nefnd um afnám verðtryggingar klofin í afstöðu sinni Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2014 21:01 Nefnd á vegum forsætisráðherra leggur til að verðtrygging verði afnumin á næstu tveimur árum. Í fyrsta áfanga verði bannað að veita verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára. Vilhjálmur Birgisson skilaði séráliti og telur að ekki sé verið að standa við gefin fyrirheit stjórnvalda um fullt afnám verðtryggingarinnar. Þegar tillögur um lækkun verðtryggðra skulda heimilanna voru kynntar í nóvember boðuðu formenn stjórnarflokkanna til mikillar kynningar í Hörpu. En nú þegar tillögur um afnám verðtryggingar liggja fyrir voru ráðherrarnir hvergi sjáanlegir og veittu ekki viðtöl. Í 10 punkta þingsályktunartillögu forsætisráðherra á sumarþingi segir að "Settur verði á fót sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum. Tillögur og tímasett áætlun liggi fyrir í lok árs 2013. " Hópurinn skilaði af sér í dag en telur ekki skynsamlegt að afnema verðtrygginguna með öllu í einu skrefi. „Við erum að leggja til afnám í tveimur áföngum. Í fyrsta áfanganum erum við með mjög róttækar tillögur sem allar taka gildi 1. janúar 2015. Og í öðrum áfanganum sem á að fara fram árið 2016 fer fram ákveðið endurmat, sem þarf að fara fram, og þá er teiknuð upp endanleg áætlun um fullt afnám,“ segir ingibjörg Ingvadóttir formaður nefndarinnar. Í millitíðinni þurfi m.a. að endurskipkuleggja Íbúðalánasjóðs og lánakerfi hans. Í fyrsta áfanganum um næstu áramót yrði ráðist gegn verðtryggðum jafngreiðslulánum til fjörtíu ára og hámarks lánstími slíkra lána verði til 25 ára. „Þau hafa verið talin versta birtingarmyndin á verðtryggingunni. Þannig að við leggjum til að þau fari út og svo leggjum við til að lágmarks tíminn í neðri endanum á verðtryggingunni sem er núna fimm ár verði tekinn upp í tíu ár og þannig erum við að ná utan um flest venjuleg neyslulán,“ segir Ingibjörg. Greiðslubyrði lána mun ekki lækka við þetta og því þurfi að grípa til mótvægisaðgerða, en á móti hækki höfuðstóll lánanna ekki eins og í 40 ára lánunum. „Þetta eru ekki mjög kostnaðarsamar aðgerðir fyrir ríkissjóð sem við leggjum til. Þannig að við teljum þetta vel gerlegt,“ segir Ingibjörg. Þá verði settar takmarkanir á veðsettningu íbúðarhúsnæðis með verðtryggðum lánum og hvatar settir í kerfið til töku óverðtryggðra lána. Árið 2016 verði reynslan metin og áætlun gerði um fullt afnám verðtryggingar. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sem sæti átti í nefndinni skilar séráliti og er ekki sáttur. „Það er einfaldlega vegna þess að það er ekki verið að fara eftir skipunarbréfi forsætisráðherra og því sem verið hefur lofað um að afnema hér verðtryggingu. Það er einfaldlega vegna þess,“ segir Vilhjálmur. Þannig að þú hefðir viljað afnema strax verðtrygginguna með öllu? „Já, það liggur alveg fyrir að ég fer eftir skipunarbréfinu og ég legg til í mínu séráliti að verðtrygging á neytendalán verði afnumin frá og með 1. júní 2014,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Nefnd á vegum forsætisráðherra leggur til að verðtrygging verði afnumin á næstu tveimur árum. Í fyrsta áfanga verði bannað að veita verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára. Vilhjálmur Birgisson skilaði séráliti og telur að ekki sé verið að standa við gefin fyrirheit stjórnvalda um fullt afnám verðtryggingarinnar. Þegar tillögur um lækkun verðtryggðra skulda heimilanna voru kynntar í nóvember boðuðu formenn stjórnarflokkanna til mikillar kynningar í Hörpu. En nú þegar tillögur um afnám verðtryggingar liggja fyrir voru ráðherrarnir hvergi sjáanlegir og veittu ekki viðtöl. Í 10 punkta þingsályktunartillögu forsætisráðherra á sumarþingi segir að "Settur verði á fót sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum. Tillögur og tímasett áætlun liggi fyrir í lok árs 2013. " Hópurinn skilaði af sér í dag en telur ekki skynsamlegt að afnema verðtrygginguna með öllu í einu skrefi. „Við erum að leggja til afnám í tveimur áföngum. Í fyrsta áfanganum erum við með mjög róttækar tillögur sem allar taka gildi 1. janúar 2015. Og í öðrum áfanganum sem á að fara fram árið 2016 fer fram ákveðið endurmat, sem þarf að fara fram, og þá er teiknuð upp endanleg áætlun um fullt afnám,“ segir ingibjörg Ingvadóttir formaður nefndarinnar. Í millitíðinni þurfi m.a. að endurskipkuleggja Íbúðalánasjóðs og lánakerfi hans. Í fyrsta áfanganum um næstu áramót yrði ráðist gegn verðtryggðum jafngreiðslulánum til fjörtíu ára og hámarks lánstími slíkra lána verði til 25 ára. „Þau hafa verið talin versta birtingarmyndin á verðtryggingunni. Þannig að við leggjum til að þau fari út og svo leggjum við til að lágmarks tíminn í neðri endanum á verðtryggingunni sem er núna fimm ár verði tekinn upp í tíu ár og þannig erum við að ná utan um flest venjuleg neyslulán,“ segir Ingibjörg. Greiðslubyrði lána mun ekki lækka við þetta og því þurfi að grípa til mótvægisaðgerða, en á móti hækki höfuðstóll lánanna ekki eins og í 40 ára lánunum. „Þetta eru ekki mjög kostnaðarsamar aðgerðir fyrir ríkissjóð sem við leggjum til. Þannig að við teljum þetta vel gerlegt,“ segir Ingibjörg. Þá verði settar takmarkanir á veðsettningu íbúðarhúsnæðis með verðtryggðum lánum og hvatar settir í kerfið til töku óverðtryggðra lána. Árið 2016 verði reynslan metin og áætlun gerði um fullt afnám verðtryggingar. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sem sæti átti í nefndinni skilar séráliti og er ekki sáttur. „Það er einfaldlega vegna þess að það er ekki verið að fara eftir skipunarbréfi forsætisráðherra og því sem verið hefur lofað um að afnema hér verðtryggingu. Það er einfaldlega vegna þess,“ segir Vilhjálmur. Þannig að þú hefðir viljað afnema strax verðtrygginguna með öllu? „Já, það liggur alveg fyrir að ég fer eftir skipunarbréfinu og ég legg til í mínu séráliti að verðtrygging á neytendalán verði afnumin frá og með 1. júní 2014,“ segir Vilhjálmur Birgisson.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira