Þrír sigrar í röð hjá West Ham - öll úrslit kvöldsins í enska boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2014 19:45 James Collins fagnar hér marki sínu. Vísir/Getty West Ham vann sinn þriðja leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið vann 2-0 heimasigur á Norwich. Southampton vann 1-0 útisigur á Hull City. Cardiff City og West Bromich Albion gerðu bæði jafntefli en komust samt ekki upp úr fallsæti í kvöld.James Collins og Mohamed Diamé tryggði West Ham 2-0 sigur á Norwich City með mörkum á síðustu sex mínútum leiksins en Diamé lagði upp fyrra markið fyrir Collins og skoraði síðan það síðara sjálfur. West Ham hefur nú unnið þrjá síðustu deildarleiki sína 2-0, fyrst á móti Swansea City, svo á móti Aston Villa og loks á móti Norwich City í kvöld. West Ham sluppu þó vel í kvöld því Norwich-liðið fékk fullt af færum í leiknum.Það þurfti marklínutæknina til að skera út um hvort það var José Fonte eða Rickie Lambert sem skoraði sigurmark Southampton í 1-0 sigri á Hull City. Southampton hefur nú leikið sex leiki í röð án þess að tapa. Eina mark leiksins kom eftir mikla stórskotahríð að marki Hull. Steve Harper, markvörður Hull, varði þrisvar áður en Lambert kom boltanum í netið en þegar betur var á gáð þá tókst honum ekki að halda þriðja skotinu utan marklínunnar. José Fonte átti það skot og fær því markið skráð á sig en það var einmitt hann sem hóf þessa miklu skothríð Southampton.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var ekki í hópnum hjá Ole Gunnari Solskjær þegar Cardiff City gerði markalaust jafntefli við Aston Villa. Leikurinn opnaðist mikið á lokamínútunum og fengu þá bæði lið fín tækifæri til að tryggja sér öll stigin. Hvorugu liðinu tókst hinsvegar að skora og bæði sá á eftir tveimur mikilvægum stigum í fallbaráttunni.Chelsea tókst ekki að ná fjögurra stiga forskoti á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld því liðið gerði aðeins 1-1 jafntefli við West Bromwich Albion. Victor Anichebe tryggði West Brom stig á móti toppliðinu þegar hann skoraði jöfnunarmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. Fram að því leit út fyrir að Branislav Ivanovic ætlaði að verða hetja Chelsea á ný en hann kom liðinu yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiksins.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Cardiff City - Aston Villa 0-0Hull City - Southampton 0-1 0-1 José Fonte (69.)West Ham - Norwich City 2-0 1-0 James Collins (84.), 2-0 Mohamed Diamé (90.+4).West Bromwich Albion - Chelsea 1-1 0-1 Branislav Ivanovic (48.), 1-1 Victor Anichebe (87.) Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
West Ham vann sinn þriðja leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið vann 2-0 heimasigur á Norwich. Southampton vann 1-0 útisigur á Hull City. Cardiff City og West Bromich Albion gerðu bæði jafntefli en komust samt ekki upp úr fallsæti í kvöld.James Collins og Mohamed Diamé tryggði West Ham 2-0 sigur á Norwich City með mörkum á síðustu sex mínútum leiksins en Diamé lagði upp fyrra markið fyrir Collins og skoraði síðan það síðara sjálfur. West Ham hefur nú unnið þrjá síðustu deildarleiki sína 2-0, fyrst á móti Swansea City, svo á móti Aston Villa og loks á móti Norwich City í kvöld. West Ham sluppu þó vel í kvöld því Norwich-liðið fékk fullt af færum í leiknum.Það þurfti marklínutæknina til að skera út um hvort það var José Fonte eða Rickie Lambert sem skoraði sigurmark Southampton í 1-0 sigri á Hull City. Southampton hefur nú leikið sex leiki í röð án þess að tapa. Eina mark leiksins kom eftir mikla stórskotahríð að marki Hull. Steve Harper, markvörður Hull, varði þrisvar áður en Lambert kom boltanum í netið en þegar betur var á gáð þá tókst honum ekki að halda þriðja skotinu utan marklínunnar. José Fonte átti það skot og fær því markið skráð á sig en það var einmitt hann sem hóf þessa miklu skothríð Southampton.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var ekki í hópnum hjá Ole Gunnari Solskjær þegar Cardiff City gerði markalaust jafntefli við Aston Villa. Leikurinn opnaðist mikið á lokamínútunum og fengu þá bæði lið fín tækifæri til að tryggja sér öll stigin. Hvorugu liðinu tókst hinsvegar að skora og bæði sá á eftir tveimur mikilvægum stigum í fallbaráttunni.Chelsea tókst ekki að ná fjögurra stiga forskoti á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld því liðið gerði aðeins 1-1 jafntefli við West Bromwich Albion. Victor Anichebe tryggði West Brom stig á móti toppliðinu þegar hann skoraði jöfnunarmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. Fram að því leit út fyrir að Branislav Ivanovic ætlaði að verða hetja Chelsea á ný en hann kom liðinu yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiksins.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Cardiff City - Aston Villa 0-0Hull City - Southampton 0-1 0-1 José Fonte (69.)West Ham - Norwich City 2-0 1-0 James Collins (84.), 2-0 Mohamed Diamé (90.+4).West Bromwich Albion - Chelsea 1-1 0-1 Branislav Ivanovic (48.), 1-1 Victor Anichebe (87.)
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira