Þrír sigrar í röð hjá West Ham - öll úrslit kvöldsins í enska boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2014 19:45 James Collins fagnar hér marki sínu. Vísir/Getty West Ham vann sinn þriðja leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið vann 2-0 heimasigur á Norwich. Southampton vann 1-0 útisigur á Hull City. Cardiff City og West Bromich Albion gerðu bæði jafntefli en komust samt ekki upp úr fallsæti í kvöld.James Collins og Mohamed Diamé tryggði West Ham 2-0 sigur á Norwich City með mörkum á síðustu sex mínútum leiksins en Diamé lagði upp fyrra markið fyrir Collins og skoraði síðan það síðara sjálfur. West Ham hefur nú unnið þrjá síðustu deildarleiki sína 2-0, fyrst á móti Swansea City, svo á móti Aston Villa og loks á móti Norwich City í kvöld. West Ham sluppu þó vel í kvöld því Norwich-liðið fékk fullt af færum í leiknum.Það þurfti marklínutæknina til að skera út um hvort það var José Fonte eða Rickie Lambert sem skoraði sigurmark Southampton í 1-0 sigri á Hull City. Southampton hefur nú leikið sex leiki í röð án þess að tapa. Eina mark leiksins kom eftir mikla stórskotahríð að marki Hull. Steve Harper, markvörður Hull, varði þrisvar áður en Lambert kom boltanum í netið en þegar betur var á gáð þá tókst honum ekki að halda þriðja skotinu utan marklínunnar. José Fonte átti það skot og fær því markið skráð á sig en það var einmitt hann sem hóf þessa miklu skothríð Southampton.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var ekki í hópnum hjá Ole Gunnari Solskjær þegar Cardiff City gerði markalaust jafntefli við Aston Villa. Leikurinn opnaðist mikið á lokamínútunum og fengu þá bæði lið fín tækifæri til að tryggja sér öll stigin. Hvorugu liðinu tókst hinsvegar að skora og bæði sá á eftir tveimur mikilvægum stigum í fallbaráttunni.Chelsea tókst ekki að ná fjögurra stiga forskoti á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld því liðið gerði aðeins 1-1 jafntefli við West Bromwich Albion. Victor Anichebe tryggði West Brom stig á móti toppliðinu þegar hann skoraði jöfnunarmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. Fram að því leit út fyrir að Branislav Ivanovic ætlaði að verða hetja Chelsea á ný en hann kom liðinu yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiksins.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Cardiff City - Aston Villa 0-0Hull City - Southampton 0-1 0-1 José Fonte (69.)West Ham - Norwich City 2-0 1-0 James Collins (84.), 2-0 Mohamed Diamé (90.+4).West Bromwich Albion - Chelsea 1-1 0-1 Branislav Ivanovic (48.), 1-1 Victor Anichebe (87.) Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
West Ham vann sinn þriðja leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið vann 2-0 heimasigur á Norwich. Southampton vann 1-0 útisigur á Hull City. Cardiff City og West Bromich Albion gerðu bæði jafntefli en komust samt ekki upp úr fallsæti í kvöld.James Collins og Mohamed Diamé tryggði West Ham 2-0 sigur á Norwich City með mörkum á síðustu sex mínútum leiksins en Diamé lagði upp fyrra markið fyrir Collins og skoraði síðan það síðara sjálfur. West Ham hefur nú unnið þrjá síðustu deildarleiki sína 2-0, fyrst á móti Swansea City, svo á móti Aston Villa og loks á móti Norwich City í kvöld. West Ham sluppu þó vel í kvöld því Norwich-liðið fékk fullt af færum í leiknum.Það þurfti marklínutæknina til að skera út um hvort það var José Fonte eða Rickie Lambert sem skoraði sigurmark Southampton í 1-0 sigri á Hull City. Southampton hefur nú leikið sex leiki í röð án þess að tapa. Eina mark leiksins kom eftir mikla stórskotahríð að marki Hull. Steve Harper, markvörður Hull, varði þrisvar áður en Lambert kom boltanum í netið en þegar betur var á gáð þá tókst honum ekki að halda þriðja skotinu utan marklínunnar. José Fonte átti það skot og fær því markið skráð á sig en það var einmitt hann sem hóf þessa miklu skothríð Southampton.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var ekki í hópnum hjá Ole Gunnari Solskjær þegar Cardiff City gerði markalaust jafntefli við Aston Villa. Leikurinn opnaðist mikið á lokamínútunum og fengu þá bæði lið fín tækifæri til að tryggja sér öll stigin. Hvorugu liðinu tókst hinsvegar að skora og bæði sá á eftir tveimur mikilvægum stigum í fallbaráttunni.Chelsea tókst ekki að ná fjögurra stiga forskoti á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld því liðið gerði aðeins 1-1 jafntefli við West Bromwich Albion. Victor Anichebe tryggði West Brom stig á móti toppliðinu þegar hann skoraði jöfnunarmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. Fram að því leit út fyrir að Branislav Ivanovic ætlaði að verða hetja Chelsea á ný en hann kom liðinu yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiksins.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Cardiff City - Aston Villa 0-0Hull City - Southampton 0-1 0-1 José Fonte (69.)West Ham - Norwich City 2-0 1-0 James Collins (84.), 2-0 Mohamed Diamé (90.+4).West Bromwich Albion - Chelsea 1-1 0-1 Branislav Ivanovic (48.), 1-1 Victor Anichebe (87.)
Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Enski boltinn