Blómabylting á Bergstaðastræti Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2014 22:26 Mikil hætta getur skapast af hraðaakstri enda mörg börn á leik við Bergstaðastræti. MYND/BRYJNA HULD/VALGARÐUR Íbúar við Bergstaðastræti í Reykjavík hafa fengið sig fullsadda af miklum umferðarhraða á götunni sem þeir segja alla jafna langt yfir þeim þrjátíu kílómetra hámarkshraða á klukkustund sem umferðarlög kveða á um. Einn þeirra, leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir, hefur farið heldur óhefðbundna leið í baráttu sinni við ökuþórana en allt frá árinu 2011 hefur hún laumað blómapottum út á mitt strætið til að reyna að ná niður umferðahraðanum í götunni. Vigdís segir í samtali við Vísi að kjörnar aðstæður séu til hraðakstur á götunni, á Bergstaðastræti sé beinn og breiður kafli og fólk á stórum bílum eigi því til að misreikna hraða sinn. Ökumenn slysist til að keyra langt yfir hámarkshraða sem getur skapað miklar hættu í íbúagötu sem þessari. Vigdís leitaði til borgarinnar fyrir tveimur árum síðan og bar áhyggjur sínar undir yfirvöld. Þau hafi orðið við óskum hennar um að grípa inn í og ráðist var í byggingu hraðhindrunar í Bergstaðastræti skömmu síðar. Vígdís segir hraðahindrunina þó ekki hafa skilað tilætluðum árangri og að bílar sem keyra um götuna, sérstaklega þeir stóru, þurfi lítið að hægja á sér þegar þeir keyra yfir hana. Því hafi hún gripið til sinna ráða.Eitt af blómum Vigdísar.MYND/BRYNJAHULDBlómin allsráðandi „Þetta eru yfirleitt litlir hlutir - oftar en ekki blómapottar eða pokar og fötur með blómi í - sem ég set á miðjan veginn og því nægt pláss báðum megin við til að keyra fram hjá þeim. Þetta virðist þó fara kalla fram mikil viðbrögð, flestir eru mjög ánægðir og glaðir en einn og einn svartur sauður verður alveg brjálaður yfir blóminu,“ segir Vigdís. Þessir svörtu sauðir eigi því stundum til að siga lögreglunni á blómapottana. „Það er eiginleg hálf hlægilegt að undirmönnuð lögreglan sé að eyða púðri í að taka blóm af veginum, sendandi hingað bíla og mótorhjólalöggur. Það kom til dæmis leðurklædd lögregla á mótorhjóli hingað um daginn og stóð yfir pottinum á meðan hún beið eftir eftir því að hann yrði fjarlægður,“ segir Vigdís en hún telur þó flesta ánægða með uppátækið. Hún ætli því að halda aðgerðum sínum áfram þangað til að varanleg lausn finnst á hraðavandanum. Vigdís fór, í umboði íbúa Bergstaðastrætis, aftur á fund með borgaryfirvöldum á dögunum og sótti formlega um að sérstökum blómakerum yrði komið fyrir við götuna sem gefist hafa vel við aðra götur í Reykjavík. Vigdís vonar að þetta uppátæki hennar leiði til breyttra viðhorfa í reykvískri umferðarmenningu. „Þetta eru falleg skilaboð, ást og kærleikur, sem ég er að reyna að dreifa með blómapottunum og vonandi verða þeir áminning til allra um að götur eru ekki bara fyrir bíla,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir.Vigdís Hrefna Pálsdóttr.Vísir/Valgarður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Íbúar við Bergstaðastræti í Reykjavík hafa fengið sig fullsadda af miklum umferðarhraða á götunni sem þeir segja alla jafna langt yfir þeim þrjátíu kílómetra hámarkshraða á klukkustund sem umferðarlög kveða á um. Einn þeirra, leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir, hefur farið heldur óhefðbundna leið í baráttu sinni við ökuþórana en allt frá árinu 2011 hefur hún laumað blómapottum út á mitt strætið til að reyna að ná niður umferðahraðanum í götunni. Vigdís segir í samtali við Vísi að kjörnar aðstæður séu til hraðakstur á götunni, á Bergstaðastræti sé beinn og breiður kafli og fólk á stórum bílum eigi því til að misreikna hraða sinn. Ökumenn slysist til að keyra langt yfir hámarkshraða sem getur skapað miklar hættu í íbúagötu sem þessari. Vigdís leitaði til borgarinnar fyrir tveimur árum síðan og bar áhyggjur sínar undir yfirvöld. Þau hafi orðið við óskum hennar um að grípa inn í og ráðist var í byggingu hraðhindrunar í Bergstaðastræti skömmu síðar. Vígdís segir hraðahindrunina þó ekki hafa skilað tilætluðum árangri og að bílar sem keyra um götuna, sérstaklega þeir stóru, þurfi lítið að hægja á sér þegar þeir keyra yfir hana. Því hafi hún gripið til sinna ráða.Eitt af blómum Vigdísar.MYND/BRYNJAHULDBlómin allsráðandi „Þetta eru yfirleitt litlir hlutir - oftar en ekki blómapottar eða pokar og fötur með blómi í - sem ég set á miðjan veginn og því nægt pláss báðum megin við til að keyra fram hjá þeim. Þetta virðist þó fara kalla fram mikil viðbrögð, flestir eru mjög ánægðir og glaðir en einn og einn svartur sauður verður alveg brjálaður yfir blóminu,“ segir Vigdís. Þessir svörtu sauðir eigi því stundum til að siga lögreglunni á blómapottana. „Það er eiginleg hálf hlægilegt að undirmönnuð lögreglan sé að eyða púðri í að taka blóm af veginum, sendandi hingað bíla og mótorhjólalöggur. Það kom til dæmis leðurklædd lögregla á mótorhjóli hingað um daginn og stóð yfir pottinum á meðan hún beið eftir eftir því að hann yrði fjarlægður,“ segir Vigdís en hún telur þó flesta ánægða með uppátækið. Hún ætli því að halda aðgerðum sínum áfram þangað til að varanleg lausn finnst á hraðavandanum. Vigdís fór, í umboði íbúa Bergstaðastrætis, aftur á fund með borgaryfirvöldum á dögunum og sótti formlega um að sérstökum blómakerum yrði komið fyrir við götuna sem gefist hafa vel við aðra götur í Reykjavík. Vigdís vonar að þetta uppátæki hennar leiði til breyttra viðhorfa í reykvískri umferðarmenningu. „Þetta eru falleg skilaboð, ást og kærleikur, sem ég er að reyna að dreifa með blómapottunum og vonandi verða þeir áminning til allra um að götur eru ekki bara fyrir bíla,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir.Vigdís Hrefna Pálsdóttr.Vísir/Valgarður
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira