Auðveldari félagsleg aðlögun hælisleitenda í borginni Þorgils Jónsson skrifar 20. febrúar 2014 07:00 Mannréttindastjóri Reykjavíkur segist heyra á þeim hælisleitendum sem flutt hafa til borgarinnar að þeim þyki þeir falla betur inn í mannfjöldann í borginni. Fréttablaðið/Vilhelm Yfirfærsla þjónustu við fimmtíu hælisleitendur frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur hefur gengið vel að sögn mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar. Um áramót tóku gildi þjónustusamningar innanríkisráðuneytisins við Reykjavíkurborg og Reykjanesbæ um þjónustu við hælisleitendur á meðan mál þeirra eru til meðferðar hér á landi. Í þeim felst að Reykjavík tekur við þjónustunni við fimmtíu einhleypa karlmenn, en í Reykjanesbæ, sem þjónustaði áður alla hælisleitendur, eru nú að því er fram kemur á vef bæjarins 79 manns, aðallega fjölskyldufólk, enda eru þar á meðal 20 börn. Þar segir jafnframt að með þessu hafi létt mikið á þjónustuþörf í bæjarfélaginu, enda sagði talskona félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ í viðtali við Fréttablaðið síðasta sumar, þegar um 150 hælisleitendur voru þar, að bærinn hefði ekki burði til að þjónusta svo marga.anna KristinsdóttirAnna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segist ánægð með hvernig verkefnið hefur gengið hingað til. „Margir af þessum mönnum hafa verið hér á landi í langan tíma og þessar breytingar hafa gengið nokkuð áreynslulaust.“ Mennirnir búa, að sögn Önnu, í um fimmtán íbúðum sem borgin leigir á almennum markaði með húsgögnum. Flestar íbúðirnar eru miðsvæðis, enda sér þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða um þjónustuna við hópinn. Anna segir mennina hafa aðgang að margs konar þjónustu á vegum borgarinnar, til dæmis sundlaugum, strætisvögnum og öðru. Hún segir að upplifun mannanna af dvöl hér á landi sé öðruvísi í borginni. „Við höfum heyrt af þeim að það sé öðruvísi að vera hér í fjölmenninu en í fámennara sveitarfélagi, þar sem þú fellur frekar inn í fjöldann hér. Það er ekki svo að almenningur gefi sér hér að um hælisleitendur sé að ræða ef fólk af erlendum uppruna býr í íbúð úti í bæ. Það er kannski helsti munurinn og gerir þessa félagslegu aðlögun auðveldari, sem er einmitt það sem borgarstjóri lagði upp með í byrjun verkefnisins,“ segir Anna. Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Yfirfærsla þjónustu við fimmtíu hælisleitendur frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur hefur gengið vel að sögn mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar. Um áramót tóku gildi þjónustusamningar innanríkisráðuneytisins við Reykjavíkurborg og Reykjanesbæ um þjónustu við hælisleitendur á meðan mál þeirra eru til meðferðar hér á landi. Í þeim felst að Reykjavík tekur við þjónustunni við fimmtíu einhleypa karlmenn, en í Reykjanesbæ, sem þjónustaði áður alla hælisleitendur, eru nú að því er fram kemur á vef bæjarins 79 manns, aðallega fjölskyldufólk, enda eru þar á meðal 20 börn. Þar segir jafnframt að með þessu hafi létt mikið á þjónustuþörf í bæjarfélaginu, enda sagði talskona félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ í viðtali við Fréttablaðið síðasta sumar, þegar um 150 hælisleitendur voru þar, að bærinn hefði ekki burði til að þjónusta svo marga.anna KristinsdóttirAnna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segist ánægð með hvernig verkefnið hefur gengið hingað til. „Margir af þessum mönnum hafa verið hér á landi í langan tíma og þessar breytingar hafa gengið nokkuð áreynslulaust.“ Mennirnir búa, að sögn Önnu, í um fimmtán íbúðum sem borgin leigir á almennum markaði með húsgögnum. Flestar íbúðirnar eru miðsvæðis, enda sér þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða um þjónustuna við hópinn. Anna segir mennina hafa aðgang að margs konar þjónustu á vegum borgarinnar, til dæmis sundlaugum, strætisvögnum og öðru. Hún segir að upplifun mannanna af dvöl hér á landi sé öðruvísi í borginni. „Við höfum heyrt af þeim að það sé öðruvísi að vera hér í fjölmenninu en í fámennara sveitarfélagi, þar sem þú fellur frekar inn í fjöldann hér. Það er ekki svo að almenningur gefi sér hér að um hælisleitendur sé að ræða ef fólk af erlendum uppruna býr í íbúð úti í bæ. Það er kannski helsti munurinn og gerir þessa félagslegu aðlögun auðveldari, sem er einmitt það sem borgarstjóri lagði upp með í byrjun verkefnisins,“ segir Anna.
Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira