Auðveldari félagsleg aðlögun hælisleitenda í borginni Þorgils Jónsson skrifar 20. febrúar 2014 07:00 Mannréttindastjóri Reykjavíkur segist heyra á þeim hælisleitendum sem flutt hafa til borgarinnar að þeim þyki þeir falla betur inn í mannfjöldann í borginni. Fréttablaðið/Vilhelm Yfirfærsla þjónustu við fimmtíu hælisleitendur frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur hefur gengið vel að sögn mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar. Um áramót tóku gildi þjónustusamningar innanríkisráðuneytisins við Reykjavíkurborg og Reykjanesbæ um þjónustu við hælisleitendur á meðan mál þeirra eru til meðferðar hér á landi. Í þeim felst að Reykjavík tekur við þjónustunni við fimmtíu einhleypa karlmenn, en í Reykjanesbæ, sem þjónustaði áður alla hælisleitendur, eru nú að því er fram kemur á vef bæjarins 79 manns, aðallega fjölskyldufólk, enda eru þar á meðal 20 börn. Þar segir jafnframt að með þessu hafi létt mikið á þjónustuþörf í bæjarfélaginu, enda sagði talskona félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ í viðtali við Fréttablaðið síðasta sumar, þegar um 150 hælisleitendur voru þar, að bærinn hefði ekki burði til að þjónusta svo marga.anna KristinsdóttirAnna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segist ánægð með hvernig verkefnið hefur gengið hingað til. „Margir af þessum mönnum hafa verið hér á landi í langan tíma og þessar breytingar hafa gengið nokkuð áreynslulaust.“ Mennirnir búa, að sögn Önnu, í um fimmtán íbúðum sem borgin leigir á almennum markaði með húsgögnum. Flestar íbúðirnar eru miðsvæðis, enda sér þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða um þjónustuna við hópinn. Anna segir mennina hafa aðgang að margs konar þjónustu á vegum borgarinnar, til dæmis sundlaugum, strætisvögnum og öðru. Hún segir að upplifun mannanna af dvöl hér á landi sé öðruvísi í borginni. „Við höfum heyrt af þeim að það sé öðruvísi að vera hér í fjölmenninu en í fámennara sveitarfélagi, þar sem þú fellur frekar inn í fjöldann hér. Það er ekki svo að almenningur gefi sér hér að um hælisleitendur sé að ræða ef fólk af erlendum uppruna býr í íbúð úti í bæ. Það er kannski helsti munurinn og gerir þessa félagslegu aðlögun auðveldari, sem er einmitt það sem borgarstjóri lagði upp með í byrjun verkefnisins,“ segir Anna. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Yfirfærsla þjónustu við fimmtíu hælisleitendur frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur hefur gengið vel að sögn mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar. Um áramót tóku gildi þjónustusamningar innanríkisráðuneytisins við Reykjavíkurborg og Reykjanesbæ um þjónustu við hælisleitendur á meðan mál þeirra eru til meðferðar hér á landi. Í þeim felst að Reykjavík tekur við þjónustunni við fimmtíu einhleypa karlmenn, en í Reykjanesbæ, sem þjónustaði áður alla hælisleitendur, eru nú að því er fram kemur á vef bæjarins 79 manns, aðallega fjölskyldufólk, enda eru þar á meðal 20 börn. Þar segir jafnframt að með þessu hafi létt mikið á þjónustuþörf í bæjarfélaginu, enda sagði talskona félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ í viðtali við Fréttablaðið síðasta sumar, þegar um 150 hælisleitendur voru þar, að bærinn hefði ekki burði til að þjónusta svo marga.anna KristinsdóttirAnna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segist ánægð með hvernig verkefnið hefur gengið hingað til. „Margir af þessum mönnum hafa verið hér á landi í langan tíma og þessar breytingar hafa gengið nokkuð áreynslulaust.“ Mennirnir búa, að sögn Önnu, í um fimmtán íbúðum sem borgin leigir á almennum markaði með húsgögnum. Flestar íbúðirnar eru miðsvæðis, enda sér þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða um þjónustuna við hópinn. Anna segir mennina hafa aðgang að margs konar þjónustu á vegum borgarinnar, til dæmis sundlaugum, strætisvögnum og öðru. Hún segir að upplifun mannanna af dvöl hér á landi sé öðruvísi í borginni. „Við höfum heyrt af þeim að það sé öðruvísi að vera hér í fjölmenninu en í fámennara sveitarfélagi, þar sem þú fellur frekar inn í fjöldann hér. Það er ekki svo að almenningur gefi sér hér að um hælisleitendur sé að ræða ef fólk af erlendum uppruna býr í íbúð úti í bæ. Það er kannski helsti munurinn og gerir þessa félagslegu aðlögun auðveldari, sem er einmitt það sem borgarstjóri lagði upp með í byrjun verkefnisins,“ segir Anna.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira